Ráðuneyti og Líf

Það er óborganlegt að fylgjast með þessu spennandi umhverfisslysi, sem Kolbrún Halldórsdóttir og hennar lið er búið að uppgötva austur á landi.  Þó að áður sé búið að blogga hér um þessa miklu frétt, vakna ýmsar spurningar í framhaldinu.

Ef maður finnur rjúpuunga á víðanangi, má hann þá taka hann með sér heim og bjarga lífi hans?  Hvað um vængbrotna álft?  Hvað um lóu?  Er það borgaraleg skylda að snúa fuglinn umsvifalaust úr háls?  Þarf að kalla til sérfræðing Kolbrúar Halldórsdóttur til að líta á fuglinn og aðstoða við að fylla út eyðublöð?

Er virkilega ekkert þarfara að gera í þjóðfélaginu þessa dagana, annað en senda "sérfræðinga" út um land til þess að skoða kálfa?  Hvað er hann annars að skoða?  Var ekki nóg að skoða myndina í Mogganum?  Það hefði verið talsvert ódýrara.  Er hann kannski að athuga hvort hægt sé að kæra bóndann fyrir að bjarga kálfinum?  Er hann að athuga hvort dýrið sé haldið einhverjum sjúkdómi?  Var skoðað, þegar Kolbrún kom í ráðuneytið, hvort hún væri haldinn stórhættulegum smitsjúkdómi, öðrum en hugmyndsfræðilegum?

Lokaorð fréttarinnar segja allt sem segja þarf um kerfið:

"Karl er kominn að Sléttu til að skoða hreindýrskálfinn. Jafnframt mun hann leiðbeina ábúendum með umsóknina. Leyfisveitingin er í höndum umhverfisráðherra en samkvæmt upplýsingum mbl.is eru fá fordæmi fyrir leyfisveitingum af þessu tagi."

 


mbl.is Líf Lífar í höndum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband