Stjórnin selur vændið

Loksins hafa stjórnarflokkarnir séð að sér og hætt við að keyra stjórlagafrumvarpsbastarðinn í gegnum þingið fyrir kosningar.  Nánast allir umsagnaraðilar, sem komu fyrir þingnefnd eða sendu inn umsagnir, mæltu á móti breytingunum og ráðlögðu meiri og betri vinnu við frumvarpsgerðina og að stjórnarskráin yrði ekki gerð að pólitísku bitbeini, sem stjórnarmeirihluti hverju sinni hringlaði með að eigin geðþótta.

Samfylkingin keypti Framsóknarflokkinn til að verja ríkisstjórn sína og VG vantrausti, með því að lofa þeim að koma þessu illa undirbúna máli í gegnum þingið fyrir kosningar.  Jóhanna, ríkisverkstjóri, hafði þó í raun engan sérstakan áhuga á málinu, en vegna sinnar einstöku þrjósku, að ekki sé sagt frekju, hefur þessu máli verið haldið í umræðunni á meðan ríkisverkstjórinn hefur verið að vinna sér tíma til að koma öðrum málum í gegnum þingið.  Alvaran með þetta mál var engin, það var ljóst frá upphafi.

Hér hafði því verið spáð, að eftir að ríkisvinnuflokkurinn hefði tafið þingstörfin nægilega lengi, í sína þágu, myndi Smáflokkafylkingin selja stjórnarskrárfrumvarpið gegn samþykkt álvers í Helguvík.  Það er nú komið á daginn.

Hins vegar þurftu VG að fá eitthvað fyrir sinn snúð líka, en því er sleppt í þessari frétt mbl.is, þó hún sé byggð á frétt úr Fréttablaðinu.  Málið sem VG seldi stjórnarskrárfrumvarpið fyrir, er nefnilega frumvarp VG um bann við kaupum á vændi.

VG hlýtur að vera stolt af þessari vændissölu.

 


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eldur Ísidór

Veistu....ég held að þetta sé rétt hjá þér......

Eldur Ísidór, 17.4.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband