Skattahækkanir

Álfheiður Ingadóttir, VG, segir að bæði þurfi að hækka skatta og skera niður ríkisútgjöld.  Eins og aðrir vinstri liðar, segir hún ekkert um hvaða skatta á að hækka og hvar á að skera niður.  Slagorðin um "breiðu bökin", "þá sem bera mest úr býtum" og "þá sem eiga miklar eignir" eru notuð af öllu vinstra liðinu, eins og það leggur sig, en nánari skýringar fylgja aldrei.

Í fréttinni kemur þetta fram m.a:

„Það þarf að verja þau störf sem fyrir eru og sérstaklega störfin í velferðarþjónustunni, heilbrigðistþjónustunni, félagsþjónustunni, menntakerfinu. Þar þarf að jafna kjörin þannig að menn haldi ekki sínum ofurlaunum en aðrir missi vinnuna," sagði Álfheiður.

Ekki útskýrir Álfheiður hverjir í velferðarþjónustunni hafa þessi ofurlaun, ekki hve há þau eru, ekki hvað á að lækka þau mikið og ekki hvað það muni spara mikið í útgjöldum.  Svona ruglmálflutningur dæmir sig algerlega sjálfur og þarf ekki að hafa mörg orð um hann.

Ofangreindir málaflokkar taka til sín a.m.k. tvo þriðju af heildarútgjöldum ríkissjóðs, svo það þarf engan stjarneðlisfræðing til þess að reikna út, að þetta er innantómur áróður.  Þessi áróður gengur að vísu alltaf vel í almenning, þangað til hann áttar sig á því, að hann er einmitt þessi breiðu bök, sem vinstra liðið talar alltaf um.

Spilin á borðið, núna.  Ekkert svona rugl lengur. 


mbl.is Tekist á um skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Málflutningur vinstri flokkanna byggist á slagorðum, innantómum slagorðum.  Jú það á að hækka skattana, en hverjir eiga að borga þá skatta virðist vera aukaatriði.  Það á að slá skjaldborg um heimilin, en það verður bara gert þegar þau eru komin í þrot.  Það á að efla atvinnustigið á kostnað ríkisins sem þarf að ná í tekjur til að borga þau laun til þeirra sem hafa litlar eða engar tekjur.  Þetta er allt mjög skinsamlegt og liggur svo í augum uppi hjá vinstra liðinu, en þeir fatta bara ekki hvaðan fjármagnið kemur.

Það ætti að senda þetta lið á fjármálanámskeið, sex anna námskeið í HÍ til þess að byggja einhvern grunn að efnahagslegum skilningi í kolli þessa liðs.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.4.2009 kl. 14:54

2 identicon

Hvernig er það, þarf enginn að borga fyrir eyðslufyllerí hægrimanna?

Þessir kverúlantar blóðmjólka ríkiskassann og almenningsfé árum saman og svo þegar spilaborgin hrynur þá væla þeir yfir því að hækka þurfi skatta til að hreinsa upp eftir þá.

Við þurfum öll að borga.  Það verður ekki hjá því komist.  En þeir sem högnuðust mest á spillingunni ættu að borga meira, það segir sig sjálft.

Jón Bóndi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Bóndi:  Þú og vinstri félagar þínir þyrftuð að fara að koma ykkur upp úr leðjupyttinum, sem þið eruð dottnir ofaní. 

Er ekki lágmarkskurteisi af stjórnmálaflokkunum, að útskýra fyrir kjósendum, hvernig flokkarnir sjá framtíðina fyrir sér?Hvaða skatta á að hækka og hvað mikið og hvar á að skera niður í ríkisútgjöldum?

Þetta eru ekki flóknar spurningar, en sérstaklega vinstra liðið getur haldið langar ræður um þetta, án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.

Leðjuslagur getur verið skemmtilegur smástund, en flestir verða leiðir á honum til lengdar.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2009 kl. 15:23

4 identicon

Halló þeir sem högnuðust mest á spillingunni ættu að borga meira !!!!!.  Það sem vinstri menn vilja gera er að hækka skatta á fólk sem hefur lagt það á sig að mennta sig jú til að fá hærri tekjur má það fólk ekki njóta þess þetta snýst ekki um bara um láglaunafólk það verður að halda fólkinu líka í landinu.  Ekki ætla ég að fara að borga ofurskatta þá er ég farinn..

petur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband