Veiking krónunnar

Fyrir viku, eða 07/04, var hér rætt um veikingu krónunnar frá því að norski förusveinninn og peningastefnunefndin tóku völdin í Seðlabankanum þann 27. febrúar s.l., í nafni ríkisverkstjórans og vinnuflokksins.  Þá færslu má lesa  hér 

Þegar þetta er ritað er gengisvísitalan komin í 224,01 stig og hefur því hækkað um 3,16% á einni viku, þ.e. úr 216,7 stigum.  Þetta þýðir það að myntkörfulán, sem var að upphæð kr. 30.000.000 þann 27/02, er nú komið í tæpar 36.000.000.  Lánið hefur sem sagt hækkað um eina milljón á viku síðan breytingin var gerð á yfirstjórn seðlabankans.  Yfirlýst markmið ríkisverkstjórans og stjórnar bankans hefur allan tímann verið það, að styrkja gengið, til að létta skuldabyrði heimila og fyrirtækja. 

Heimilin sem skulda erlend íbúða- eða bílalán hljóta að veita þessari stjórn, sem svona stendur við stefnumál sín, verðskuldaða ráðningu í komandi kosningum.

Nú hlýtur sú stund að fara að renna upp, að fjölmiðlarnir fari að fjalla um þau mál, sem brenna á þjóðinni fyrir kosningar.

 

 


mbl.is Mikil veiking krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta er mjög edlilegt.  Vid hverju er ad búast?  Er haegt ad búast vid betri nidurstödu hjá thjód sem kaus yfir sig aftur og aftur stjórn sem afhenti útvöldum audlindir sjávar sem er sameign thjódarinnar? 

Heimskt fólk kaus yfir sig raeningja aftur og aftur.  Heimskt fólk lét raena sig.  Fólkid bad um thetta.  Thad er einmitt thetta sem fólkid vildi.  Fólkid vildi thjódargjaldthrot.  Fólkid vill veika krónu.

Jalli (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jalli:  Ekki verður lagt í rökræður við annað eins andans stórveldi og þig.  Þú gerir hvern mann heimaskítsmát með visku þinni og speki.

Axel Jóhann Axelsson, 14.4.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband