Óheyrilegir raunvextir

Vísitala neysluverðs var 327,9 stig í janúar s.l., en er nú 334,5 stig.  Þetta þýðir að með svipuðum breytingum til áramóta, verður verðbólga ársins innan við 5%.  Seðlabankinn lækkar stýrivexti aðeins niður í 15,5%, þannig að raunvextir eru a.m.k. 10,5%, sem er þvílíkt okur að annað eins þekkist hvergi í heiminum.

Eftir að "erkióvinurinn" var hrakinn úr seðlabankanum, virðist engin stefna vera ríkjandi innan bankans, hvorki í vaxta- eða gjaldeyrismálum.  Á þessum fimm vikum hefur gengið fallið um 16%, en þó hefur norski förusveinninn sagt í fjölmiðlum, að aðaláhersla bankans sé að styrkja gengið.  Í gær sagði fjármálaráðherra þjóðarinnar að hann hefði ekki hugmynd um hvað væri að gerast í gengismálum.  Ætli seðlabankinn viti það ekki heldur?

Getur skýringin verið sú, að Seðlabankinn er orðinn algerlega óvirkur á gjaldeyrismarkaði?  Frá því að sá norski og peningastefnunefndin komust til valda í seðlabankanum, hefur bankinn varla sett eina einustu evru inn á markaðinn og samt átti lánið frá AGS að vera notað til að styrkja krónuna.

Er þetta kannski pólitísk aðgerð til þess að rakka krónuna niður, í áróðri Smáflokkafylkingarinnar fyrir ESB aðild.  Er ASG búinn að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar vegna vantrausts á að hún sé til nokkurs nýt?

Það eina sem er víst í þessu máli er það, að fjármálaráðherrann skilur ekki neitt í neinu.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband