Samdráttur í Evrópu

Höfuðvígi Evrópusambandsins, Þýskaland, stendur frammi fyrir miklum efnahagserfiðleikum, en útflutningur dróst saman um 23,1% í febrúar á þessu ári, miðað við sama mánuð í fyrra.  Útflutningur til annarra ESB landa fellur mest, eða um 24,4% en til landa utan ESB um 20,6%.  Þegar sjálft forysturíki ESB stendur frammi fyrir slíkum vanda, er ekki nema von að kreppan bíti önnur ESB ríki enn fastar, enda eru þau bundin við gjaldmiðil Þýskalands, Evruna, og geta sig hvergi hrært í kreppunni.

Athyglisvert er, að í öllum löndum, nema Íslandi, gera menn sér fyrir orsökum kreppunnar, þ.e. að hún stafar fyrst og fremst af glannaskap í banka- og fjármálalífi heimsins.  Á Íslandi fóru banka- og útrásarvíkingar fremstir í flokki þessara glæframanna, enda telja Íslendingar sig alltaf klárasta og besta á öllum sviðum, þessu ekki síður en öðrum.  Hér á landi hefur lengst af verið algerlega horft framhjá hinum raunverulegum sökudólgum, en allri skuldinni skellt á Sjálfstæðisflokkinn.  Hvergi annarsstaðar, hvort sem vinstri eða hægri stjórnir eru við völd, er sökinni skellt á ríkisstjórnirnar.  Ekki dettur Obama einusinni í hug að reyna að skella skuldinni af kreppunni á ríkisstjórn Rebúblikana í Bandaríkjunum og á þó kreppan rætur sínar að rekja til lánastarfsemi þar í landi.

Að undirlagi Vinstri grænna, var efnt til eldhúsáhaldabyltingar til þess að villa mönnum sýn á raunverulega ástæðu kreppunnar, eingöngu í pólitískum tilgangi.  Og það heppnaðist fullkomlega.

Í seinni tíð hefur enginn stjórnmálaflokkur á vesturlöndum, annar en VG, komist til valda með ofbeldi. 


mbl.is Skarpur samdráttur í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://malefnin.com/ib/index.php?showtopic=114191

Þetta segir allt sem segja þarf....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband