Loksins, loksins

Að endingu tókst Sjálfstæðismönnum að koma vitinu fyrir ríkisverkstjórann og stjórnarvinnuflokkinn með að taka brýn mál til umræðu á þinginu og fresta stjórlagafrumvarpsruglinu fram yfir páska.  Sjálfstæðisflokkurinn er marg búinn að bjóða upp á þessa lausn undanfarna daga, en forsetanefna þingsins, í umboði ríkisverkstjórans, hefur ekki verið til viðtals um þessa einu vitrænu lausn á þingstörfunum.  Á meðan hafa nokkur brýn mál beðið afgreiðslu, þ.m.t. frumvarp um hækkun vaxtabóta, greiðsluaðlögun, álver í Helguvík, skattaundandrátt, að ótöldu hinu atvinnuskapandi verkefni um fjölgun á listamannalaunum.

Í Elhúsdagsumræðunum í gærkvöldi kom loksins í ljós, hversvegna ríkisverkstjórinn hefur viljað tefja þingstörfin eins og mögulegt er og því hefur umræðan um stjórnlagafrumvarpsruglið verið látin ganga svona lengi.  Jóhanna, ríkisverkstjóri, upplýsti að eftir væri að leggja fram sex frumvörp, sem snerta aðstoð við heimili og atvinnulíf.  Hefði stjórninni ekki tekist að tefja þingstörfin, eins og raunin hefur verið, hefðu þessi bjargráð dagað uppi.  Nú verður hægt að nota páskana til að klára að semja þessi frumvörp, sem hefðu átt að líta dagsins ljós fyrir a.m.k. mánuði síðan.  Vonandi verða þessi boðuðu frumvörp eitthvað meira en það lítilræði sem samþykkt hefur verið nú þegar til aðstoðar efnahagslífinu.  Það sem komið er, er meira til að sýnast en til að bjarga nokkru.

Það er ekki ofsögum sagt, að þetta er seinfær og aðgerðasmá ríkisstjórn.


mbl.is Byrjað að ræða önnur mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband