Kílóagjald á hvalveiðar

Nefndin, sem falið var að semja frumvarp um hvalveiðar, leggur til veiðigjald allt að einni milljón króna fyrir hvert dýr, eða eins og segir í fréttinni:

 "Veiðigjald fyrir hvern hval sem veiðist skiptist í fjóra flokka samkvæmt tillögunni og er við flokkunina tekið mið af þyngd hvers hvals.  Veiðigjaldið er 10.000 kr. fyrir hvali undir 2 tonnum, 50.000 kr. fyrir hvali frá 2-10 tonnum, 500.000 kr. fyrir hvali frá 10-42,5 tonnum, og 1.000.0000 kr. fyrir hvali yfir 42,5 tonnum."

Þetta virðist vera afar undarleg verðlagning og gæti manni dottið í hug að öllum hval, sem áhöfnum hvalbátanna virtist vera yfir 42,5 tonnum yrði hent í sjóinn aftur og reynt að skjóta heldur annan aðeins minni og spara þannig hálfa milljón króna.  Mikið hefur verið rætt um að afla sé hent af fiskiskipum, ef hann uppfyllir ekki ákveðin stærðar- eða hagkvæmnismörk.  Ekki er nú á bætandi að fara að henda hval í stórum stíl, en svona gjaldtaka virðist hvetja til að smár hvalur verði frekar veiddur en sá stóri.

Af hverju dettur nefndinni ekki í hug jafn einföld lausn og að leggja einfaldlega gjald á landað kíló?


mbl.is Leggja til veiðigjald fyrir hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hefuru einhvern tíman séð obinbera stofnun gera einfalda hluti?????????????

kiddi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei, þeirra mottó er venjulega:  Hafa skal það sem flóknara reynist.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Best að selja veiðileyfin á uppboði! Leyfa græfriðungum að bjóða á móti hvalveiðisinnum :)

Héðinn Björnsson, 7.4.2009 kl. 14:18

4 identicon

Axel ég er ekki viss um að þetta sé rétt hjá þér. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar má ekki veiða langreyði sem er minni er 55 fet eða 16.8 metrar. Ég er nánast viss um að langreið sem er á eða yfir þessum mörkum er þyngri en 42.5 tonn. það væri helst sandreiður eða búrhvalur sem eru minni en þetta og minna þyrfti að borga í veiðigjald en ekki eru leyfðar veiðar á þessum tegundum nú. Hrefnan hinsvegar getur náð að vera upp í 10 tonn þær stærstu og eru ekki mjög góður mannamatur og vilja hrefnuveiðimenn yfirleitt veiða smærri dýr sem gefa betri afurðir.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Héðinn:  Kannski er þetta ekkert vitlaus hugmynd, en ef grænfriðungar keyptu kvótann til þess að friða, þá kæmu ekki tekjur af veiðum og vinnslu, sem væntanlega er það sem gefur arðinn af þessu.

Davíð:  Þetta er örugglega rétt hjá þér, en maður hefði samt haldið að kílóagjaldið væri einfaldara í framkvæmd.  Það lítur allavega svolítið ósanngjarnt út, að leggja sama gjald á fjögurra tonna hrefnu og níu tonna.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband