Efnahagur og pólitík

Dr. Martin Marcussen, dósent við Kaupmannahafnarháskóla, segir að til lengri tíma dugi efnahagsleg rök ekki þeim sem tala fyrir aðild að ESB.  Pólitísk rök skipti ekki síður máli.

Íslenskir ESB sinnar benda endalaust á að aðild að ESB sé okkar eina björgunarvon í efnahagskreppunni sem yfir dynur um þessar mundir og þá ekki síður í ESB löndunum en öðrum.  Á sama tíma og ESB löndin eiga í mestu erfiðleikum með að bjarga sjálfum sér, halda íslenskir ESB elskendur að einhver björgun okkur til handa komi þaðan. 

Þegar ekki tókst að sannfæra þjóðina með venjulegum áróðri fyrir ESB inngöngu, var öllum áróðrinum beint gegn krónunni og sagt að hún væri dauð.  Góður maður sagði að eftir að Ísland gekk Noregskonungi á hönd árið 1262, hefði ríkt mikill stöðugleiki í landinu fram undir 1940.  Stöðugleikinn fólst í því að ekkert gerðist í landinu til framfara og nánast alger stöðnun ríkti allan þennan tíma.  Nú vill Smáflokkafylkingin ganga Brussel á vald og fá yfir landið svipaðan stöðugleika og ríkti á fyrrgreinda tímabilinu.

Ísland reis úr öskustónni og varð eitt ríkasta land veraldar (miðað við höfðatölu) og þjóðin með ein bestu lífskjör í heiminum með sína krónu sem gjaldmiðil. 

Fróðlegt verður að sjá hvort verður lífsseigara, krónan eða evran.


mbl.is Efnahagsleg rök duga ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband