Þreyttir stjórnarþingmenn

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Smáflokkafylkingarinnar, var orðin þreytt og syfjuð upp úr miðnætti s.l. nótt og missti því stjórn á skapi sínu á þingfundi, þar sem langar, góðar og málefnalegar umræður höfðu farið fram um aukna endurgreiðslu innlends kostnaðar við kvikmyndagerð.  Hún var reyndar eini þingmaður stjórnarmeirihlutans sem viðstödd var umræðuna, fyrir utan þingforseta, þar sem félagar hennar voru allir sofnaðir í hliðarsölum vegna þess að þeir höfðu ekki úthald til að ræða þetta frumvarp frekar en aðrar bráðnauðsynlegar aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu.

Í dag og undanfarna daga hefur þingið eytt miklum tíma í að ræða frumvarp um "Visthönnun vöru sem notar orku", sem allir sjá að myndi bjarga miklu í efnahagsþrenginunum, ef það fengist samþykkt með hraði.  Til efs er nú reyndar, að allir hafi á tæru um hvað þetta mál snýst, en það skiptir auðvitað engu því málið er brýnt.

Það er með ólíkindum hvernig ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar lítilsvirðir þjóðina og þingið með því að raða alls kyns málum, sem vel mega bíða betri tíma, á dagskrá þingsins, að því er virðist í þeim eina tilgangi að láta fólk halda að nauðsynlegt sé að þingið starfi fram að páskum við afgreiðslu bráðnauðsynlegra mála.

Ríkisstjórn, sem traðkar á þingi og þjóð, er ekki á vetur setjandi.


mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Jahá.

Samviskuspurning.

Útheimti þetta frumvarp, sem síðan var samþykkt samhljóða, sannarlega margra tíma umræðu með söng og tilheyrandi?

Önnur samviskuspurning, með inngangi.

Þetta litla frumvarp var lagt fram á Alþingi 11. mars síðastliðinn (eins og sjá má hér), og hafði farið nokkuð hratt í gegnum fyrstu og aðra umræðu. Það var ekki fyrr en við þriðju umræðu, í gærkvöldi, sem það tók allt í einu marga klukkutíma í innanflokksumræðu (allir sem til máls tóku voru Sjálfstæðismenn, fyrir utan Grétar Mar).

Hver ber þá meiri ábyrgð á því hversu langan tíma tók að afgreiða lagafrumvarpið - stjórnin, eða stjórnarandstaðan?

Þarfagreinir, 2.4.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svar við fyrri spurningunni er já og við seinni spurningunni - stjórnin.  Það er á ábyrgð stjórnarinnar að setja þau mál á dagskrá sem nauðsynlegast er að afgreiða hratt og vel og vera ekki að setja minniháttar mál á dagskrá inn á milli, til þess eins að búa sér til stöðu til að semja við stjórnarandstöðuna um þinglokin.

Þessi skrípaleikur hefur loðað við þingið í áratugi og verður honum að fara að ljúka.

Það er á ábyrgð þingforseta og meirihlutans (stjórnarinnar).

Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband