16.3.2009 | 13:25
Dýrt stjórnlagaþing
Halli ríkissjóðs á þessu ári er áætlaður að verði 150 milljarðar króna, en miðað við fyrri reynslu má reikna með að hann fari í a.m.k. 170 milljarða. Í samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn skuldbundu stjórnvöld sig til þess að skila hallalausum fjárlögum í síðasta lagi árið 2013, þannig að árlegur niðurskurður á árunum 2010-2012 þarf að vera a.m.k. 60-70 milljarðar til að ná því marki. Á þessu ári var skorið niður um 40 milljarða frá upphaflegu fjárlagafrumvarpi og þótti mörgum nóg um og kölluðu þann niðurskurð blóðugan.
Miðað við niðurskurð ársins 2009 verður ekki hægt að skera niður um þær upphæðir sem nauðsynlegar eru nema með algerri uppstokkun á ríkiskerfinu, sem mun verða bæði erfitt og sársaukafullt og væntanlega fækka starfsmönnum á öllum sviðum opinberrar þjónustu. Á sama tíma dettur ríkisstjórninni í hug að boða til stjórnlagaþings sem mun kosta rúmlega tvo milljarða króna. Ætla má að fyrirséður niðurskurður ríkisútgjalda verði nógu erfiður, þó ekki þurfi að skera niður til viðbótar til að mæta kostnaði við verkefni, sem vel geta beðið þar til betur árar.
Jafnvel skattahækkunarflokkunum, sem vona að þeir fái áframhaldandi umboð eftir kosningar, geta ekki hækkað skatta svo mikið að viðbótartekjurnar dugi fyrir nema broti af þeirri fjárvöntun sem verður á næstu árum.
Samfylkingin og sérstaklega VG verða að fara að vakna upp af skattadraumum sínum. Annars verða þeir að martröð þjóðarinnar.
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.