Skárra en von var á

Samkvæmt skýrslu seðlabankans um skuldastöðu heimilanna er staðan, sem betur fer, skárri en margur hefur haldið.  Um helmingur heimilanna hefur eiginfjárstöðu sem er jákvæð um 10 milljónir króna eða meira og 80% heimila greiða minna en 150 þúnund krónur af húsnæðislánum á mánuði.

Þessi samantekt bankans sýnir hve arfavitlaus tillaga framsóknarmanna um flata 20% niðurfellingu allra lána er, því flestir eru í góðum málum með sín lán, en hinsvegar þarf að koma þeim verst stöddu til aðstoðar með sértækum ráðum.  "Það kom á óvart að þrátt fyrir allt er mjög stór hluti heimila sem virðist ekki vara í neinum vandræðum, hvorki með eigið fé né að standa í skilum.  Það er auðvitað ánægjulegt þótt það dragi ekkert úr vanda þeirra sem eru í hinum hópunum," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Aðeins 3% heimila eru með húsnæðislánin í erlendri mynt og 8% með blönduð lán, innlend og erlend.  Þetta er miklu minni hluti en af hefur verið látið og sýnir að menn ættu ekki alltaf að hlaupa eftir þeim sem hæst gala hverju sinni.

Líklega eru það ekki húsnæðislánin sem verst er við að eiga hjá fólki, heldur bílalánin, húsvagnalánin, sumarbústaðalánin o.s.frv.  Mikið af þeim lánum eru í erlendum myntum og markaðurinn hruninn, þannig að ekki er hægt að selja dýru og fínu leikföngin.

Það á auðvitað að hjálpa þeim sem eru í raunverulegum vandræðum með sín heimili, en ekki þeim sem skuldsettu sig upp fyrir haus í kapphlaupi við nágrannann um flottustu leikföngin.


mbl.is Fjölmargir standa vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel skrifar:

Það á auðvitað að hjálpa þeim sem eru í raunverulegum vandræðum með sín heimili, en ekki þeim sem skuldsettu sig upp fyrir haus í kapphlaupi við nágrannann um flottustu leikföngin.

Vel mælt og hverju orði sannara.

Baldur (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband