Stórtíðindi frá VR

Það eru stórtíðindi að sitjandi formaður í verkalýðsfélagi, að ekki sé talað um stærsta verkalýðsfélagi landsins, sé felldur í kosningum.  Kristninn Örn Jóhannesson fékk 2.651 atkvæði (41,9%) en Gunnar Páll Pálsson, fráfarandi formaður, aðeins 1.774 atkvæði (28%).  Frómar árnaðaróskir eru hér með færðar Kristni Erni og honum óskað velfarnaðar í starfi sem formaður VR.

Athyglisvert er hve dræm þátttaka er í kosningunni, en aðeins 6.738 greiddu atkvæði af 25.095 sem voru á kjörskrá.  Mjög stór hluti félaga í VR vinnur við tölvur (eða a.m.k. í nágrenni við þær) og flestir eru með tölvur heima, en samt sem áður tók ekki stærri hluti félagsmanna afstöðu í kosningunni.  Nýr formaður er því kjörinn af 10,6% atkvæðisbærra félaga í VR og hlýtur þetta áhugaleysi í verkalýðsfélögunum að vera áhyggjuefni, en það speglast einnig í lélegri fundasókn og  lítilli þátttöku í atkvæðagreiðslum um kjarasamninga.

Eins og Kristinn Örn segir, má telja víst að stjórnarsetan hjá Kaupþingi hafi átt stóran þátt í að fella Gunnar Pál og því má reikna með að aðrir verkalýðsforingjar, sem hafa átt sæti í bankaráðum eða í stjórnum lífeyrissjóða verði andvaka í nótt. 

Þetta fordæmi gæti orðið til þess að skerpa skilin á milli verkalýðsfélaganna og fyrirtækjanna.  Það fer ekki vel á því að sitja beggja megin borðsins.


mbl.is Kaupþingsmálið vó þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband