11.3.2009 | 16:28
Stórtíðindi frá VR
Það eru stórtíðindi að sitjandi formaður í verkalýðsfélagi, að ekki sé talað um stærsta verkalýðsfélagi landsins, sé felldur í kosningum. Kristninn Örn Jóhannesson fékk 2.651 atkvæði (41,9%) en Gunnar Páll Pálsson, fráfarandi formaður, aðeins 1.774 atkvæði (28%). Frómar árnaðaróskir eru hér með færðar Kristni Erni og honum óskað velfarnaðar í starfi sem formaður VR.
Athyglisvert er hve dræm þátttaka er í kosningunni, en aðeins 6.738 greiddu atkvæði af 25.095 sem voru á kjörskrá. Mjög stór hluti félaga í VR vinnur við tölvur (eða a.m.k. í nágrenni við þær) og flestir eru með tölvur heima, en samt sem áður tók ekki stærri hluti félagsmanna afstöðu í kosningunni. Nýr formaður er því kjörinn af 10,6% atkvæðisbærra félaga í VR og hlýtur þetta áhugaleysi í verkalýðsfélögunum að vera áhyggjuefni, en það speglast einnig í lélegri fundasókn og lítilli þátttöku í atkvæðagreiðslum um kjarasamninga.
Eins og Kristinn Örn segir, má telja víst að stjórnarsetan hjá Kaupþingi hafi átt stóran þátt í að fella Gunnar Pál og því má reikna með að aðrir verkalýðsforingjar, sem hafa átt sæti í bankaráðum eða í stjórnum lífeyrissjóða verði andvaka í nótt.
Þetta fordæmi gæti orðið til þess að skerpa skilin á milli verkalýðsfélaganna og fyrirtækjanna. Það fer ekki vel á því að sitja beggja megin borðsins.
Kaupþingsmálið vó þungt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.