Fyrirmyndarríkið

Kosningar fóru fram í gær í einu af fáum ríkjum, sem ennþá kenna sig við kommúnisma, þ.e. fyrirmyndarríkinu Norður-Kóreu.  Kjörsókn var að vísu ekki nema 99,98%, þar sem 0,02% landsmanna voru of lasnir eða svangir til þess að komast á kjörstað.  Kannski var það bara af því að bíll einhvers sem átti að aka kjósendum á kjörstað hefur bilað.

Það ánægjulega við kosningarnar er hvað þjóðin stendur þétt saman sem einn maður, því ekki skilaði nokkur einasti maður auðum atkvæðaseðli né ógildum, enda ekki verið að flækja kosningarnar með mörgum frambjóðendum í hverju kjördæmi.

Hinn mikli leiðtogi, Kim Jong Il, sem er ekki nema 67 ára og við hestaheilsu, hefur ekki séð neina ástæðu til þess að láta sjá sig opinberlega meðal alþýðunnar síðan í ágústmánuði, enda verið upptekinn við að gera almúganum lífið léttara.  Illar tungur kapítalistanna á vesturlöndum halda því hins vegar fram að leiðtoginn mikli hafi fengið heilablóðfall, en jafnvel þó svo væri, myndi það ekki aftra honum frá því að vinna þjóð sinni allt það gagn sem hún á skilið.

Ó, Sovét Ísland, hvenær kemur þú?


mbl.is 99,98% kjörsókn í Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta á að hræða okkur frá kosningu til vinstri á Íslandi.  Hei, common....

Hvað varð um Rússagrýluna? Þar missti íhaldið stóran spón úr aski sínum þegar ekki var lengur hægt að benda á arfaslakt kerfi þar.

Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg er nú makalaust af þér að vera að blanda kosningunum í Norður-Kóreu við kosningar á Íslandi, að ekki sé talað um að líkja þeim við að kjósa vinstri flokka á Íslandi.  Þetta getur þú ekki verið að meina í alvöru því varla trúa íslenskir vinstri menn á sömu hugsjónir og hinn mikli leiðtogi Kim Jung Il.

Kínverjarnir eru víst á svipaðri línu og leiðtoginn mikli og þrátt fyrir hugsjónirnar er líka fjármálakreppa í Kína og eitthvað lítið til í atvinnuleysistryggingarsjóði þar.  Það eru bara kapítalistar á vesturlöndum sem eiga slíka sjóði.

Rússagrýlan dó víst í efnahagsþrengingum, sem urðu þegar pöpullinn sætti sig ekki lengur við að leggja af mörkum eftir getu og uppskera eftir þörfum. 

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2009 kl. 17:40

3 identicon

Ég talaði ekki um fyrirmyndarríkið Norður-Kóreu, það varst þú.

Ó, Sovét Ísland, hvenær kemur þú?

Þú saknar Rússagrýlunnar, ekki satt? Nú verður pöplinum gert að leggja af mörkum umfram getu og uppskera undir þörfum - allt í boði Sjálfstæðisflokks og þeirra frjálshyggju.

Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:52

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi Sovét óður er stolinn frá Jóhannesi úr Kötlum, sem var óþreytandi að mæra félagana "fyrir austan".  Listamennirnir hafa löngum litið löngunaraugum til sælunnar í austrinu, enda er það liður í atvinnusköpun ríkisstjórnarinnar að fjölga á listamannalaunum.  Vonandi verður það til þess að skapa fleiri svona ódauðlega texta.

Þrátt fyrir eina mestu kreppu sem yfir Ísland hefur komið eru kjör okkar sem þjóðar þó ennþá með þeim bestu í heimi.  Atvinnuleysistölur sem ekki eru þolaðar hérlendis, eru normal atvinnuleysi í mörgum EB löndum, og allt í boði Sjálfsæðisflokksins að sjálfsögðu.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband