Ekkert lært og engu gleymt

Baugsmenn halda því fram að lögmenn bankanna skilji ekki hvernig útrásarvíkingar möndla með fjárfestingar.  Það eru reyndar fleiri sem skilja það ekki alveg til hlítar, enda Alþingi búið að skipa rannsóknarnefnd og sérstakan saksóknara til þess að reyna að komast til botns í fjárfestingaflækju víkinganna. 

Baugsforstjórar lýsa fjálglega í yfirlýsingu sinni hve auðvelt er að greiða uppp skuldirnar með ofsagróða Project Sunrice, þar sem Baugur átti að eiga 28% eignarhlut.  Greiðsla skuldanna átti ekki að vera flóknari en þetta:  "Áttu arðgreiðslur úr sjóðnum að standa undir endurgreiðslu lána Baugs til allra kröfuhafa á fjögurra ára tímabili".  Fyrirhugað var að stærsta eign sjóðsins yrði eignarhlutur Baugs í Iceland Foods, en Baugur á nú 13,7% hlut í keðjunni.  

Þessi 13,7% hlutur í Iceland Foods átti sem sagt að skila þúsundum milljarða í arð á næstu fjórum til fimm árum, þrátt fyrir heimskreppu og minnkandi verslunarveltu.  Reyndar er þetta ekki í fyrsta skipti sem Iceland Foods hefur verið rúið eigin fé sínu eins og sjá má     hérna

Samkæmt fréttinni sem er ekki eldri en frá 15. ágúst 2008 leist lánadrottnum samt sem áður ekki sérstaklega vel á að allir sjóðir keðjunnar yrðu tæmdir á þeim tíma vegna fjármálaóvissunnar.

Á þessum sama tíma var kynntur mesti hagnaður íslandssögunnar og þar var Iceland Foods í aðalhlutverki, eins og sjá má hér 

Auðséð er á öllu að þessir garpar hafa engu gleymt og ekkert lært.

 


mbl.is Baugur: Segja fullyrðingar rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband