6.3.2009 | 15:15
Gamansamir vinstri grænir
Vinstri grænir ætla ekki að samþykkja byggingu álvers í Helguvík, sem áætlað er að skapi tvöþúsund ársstörf á byggingartíma. Þeir ætla reyndar ekki að styðja byggingu neinna fyrirtækja sem "menga", en slík fyrirtæki eru reyndar fá, ef þau eru í einhverjum framleiðslugreinum.
Sérstaklega er tekið fram í samþykkt ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa að það skuli verða "fjölgun í hópi þeirra sem njóta listamannalauna og við inn- og útflutning á óunnum fiski". Þetta þarf að lesa a.m.k. tvisvar til að treina brandarann svolítið. Ekki verður séð í fljótu bragði séð að það sé sérstaklega þjóðhagslega hagkvæmt að bæta við 33 listamönnum á ríkislaun, væntanlega við að mála málverk, semja sinfóníu eða skrifa jólabók. Hvað skyldu margir geta fengið vinnu við innflutning á óunnum fiski? Væri ekki meira atvinnuskapandi að stuðla að minni útflutningi á óunnum fiski og stuðla að meiri fullvinnslu innanlands?
Nú eru liðnar fimm vikur frá því að Jóhanna, ríkisverkstjóri, og vinnuflokkur hennar tók til óspilltra málanna við björgun atvinnulífsins og heimilanna og svo eru lagðar fram svona tillögur.
Þetta er ágætis föstudagsbrandari.
Ætla að skapa 4000 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
4000 ársverka nýsköpun gæti verið heiðarleg tilraun til að bæta kjör einhverra. Kannski betra en akkúrat ekkert?
Nú bíð ég spennt eftir að heyra hvernig þetta góða fólk nýtir fjölmiðlana til að segja tíðindin.
Ég er líka spennt að heyra hvaða meðfjöllun fjölmiðlar gefa þessari samþykkt ríkisstjórnarinnar og líka hvort þeir komi til með að fylgist með framkvæmdinni.
Agla (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 15:49
Afhverju eru þið íhaldsmenn á móti atvinnusköpun?
Bobbi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:31
Íhaldsmenn eru hreint ekki á móti atvinnusköpun. Þeir kunna líka vel að meta góða brandara.
Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2009 kl. 17:11
Álverð hefur lækkað um helming frá því í júlí á síðasta ári og heyrt hef ég að álfyrirtækin hafi verið að tapa á álverum sínum hér áður en þessi mikla lækkun gekk í garð. Hvað um það, þú vilt byggja álver og talar svo um brandara? Við skulum gera okkur grein fyrir því að fyrirbærið er alheimskreppa en ekki Íslandskreppa eingöngu. Samdráttur er og mun verða í margs konar iðnaði sem notar ál í framleiðslu sinni.
Sjá gífurlegt fall álverðs hér:
http://www.lme.co.uk/aluminium_graphs.asp
eða hér:
http://www.basemetals.com/freecharts/freechart.aspx?id=2833967c-4a16-4048-b992-c613900e27d2
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 09:43
Verð á áli, eins og öllum öðrum framleiðsluvörum, hefur sveiflast mikið, er stundum hátt og stundum lágt, en fyrirtækin reyna alltaf að komast í gegnum niðursveiflurnar og vera tilbúin fyrir uppsveifluna. Þegar efnahagslíf heimsins tekur við sér aftur verður þörf fyrir ál eins og áður.
Brandari vinstri grænna snerist ekki um álver, heldur að kynna það sem átak í atvinnumálum að fjölga fólki á listamannalaunum.
Vinstri grænir mega eiga það að þeir eru gamansamir á þessum krepputímum.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2009 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.