ESB og kreppan

Nú þegar efnahagskreppan dýfkar í ESB löndunum kemur æ betur í ljós að evran er alls ekki neinn bjargvættur, eins og heittrúaðir ESB sinnar í Smáfokkafylkingunni reyna að koma inn hjá íslendingum.  Eistrasaltslöndin eiga í miklum erfiðleikum með gjaldmiðla sína bundna við Evruna og landsframleiðsla dregst hratt saman um alla Evrópu.  Lönd, sem eru með Evru sem gjaldmiðil, s.s. Írland, Spánn, Ítalía o.fl. eru að kikna undan fastgenginu og ekki ótrúlegt að þau taki aftur upp sinn gamla gjaldmiðil. 

Fljótandi gengi krónunnar mun hjálpa íslendingum að komast hraðar upp úr öldudalnum en flestum þeim löndum sem hafa tengst Evrunni og hafa ekki þann sveigjanleika sem krónan gefur okkur.

Þegar ESB sinnum gekk ekkert með áróður sinn fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, var baráttuaðferðinni breytt og áróðrinum breytt á þann veg að krónan væri ónýtur gjaldmiðill og öll landsins vandamál myndu leysast við upptöku Evru.  Þessi áróður virkaði um tíma, en nú fer að koma í ljós að þessi áróður stenst ekki nánari skoðun.

Það er ekki krónan og ekki verðtryggingin, sem er vandamálið, heldur verðbólgan og hún hverfur ekki sjálfkrafa þótt tekin verði upp Evra. 


mbl.is Gjá á milli stærstu ESB-ríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband