Óskynsamleg Álfheiður

Ótrúlegt er að Álfheiði Ingadóttur skuli detta í hug að hún gæti boðað til annars fundar í Viðskiptanefnd Alþingis seinna í dag til þess að fá aðra niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um frumvarpsósómann um seðlabankann.  Dettur henni í hug að Höskuldur Þórhallsson skipti um skoðun á nokkrum klukkutímum?  Þetta er bæði hallærisleg og niðulægjandi afstaða gagnvart þingmanninum.

Þar að auki er það hrein vanvirða við Alþingi að vilja ekki bíða fram eftir vikunni eftir skýrslunni sem unnin er fyrir framkvæmdastjórn ESB um regluverk fjármálamarkaða.  Hvers vegna í ósköpunum vill Smáflokkafylkingin ekki bíða eftir áliti frá átrúnaðargoðum sínum í ESB?

Gæti það verið að eitthvað annað en skynsemi ræki ríkisstjórnarflokkana áfram í þessu seðlabankamáli?


mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mann er farið að gruna að hér stjórni heift fremur en skynsemi eða almannahagsmunir.

Allavega eru þessi vinnubrögð ekki til þess fallin að senda traustvekjandi skilaboð út í heim, eins og þó var yfirlýst markmið.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega - tek undir með ykkur

Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband