Bankar og tryggingafélög

Smátt og smátt kemur upp á yfirborðið hversu gífurleg skuldsetning útrásarvíkinganna hefur verið.  Lánsupphæðirnar eru svo háar að almenningingur, með sín húsnæðis- og bílalán, meðtekur ekki með góðu móti slíkar upphæðir.

Athyglisvert er að ekki nægði þessum köppum að gína yfir öllu hugsanlegu í venjulegum fyrirtækjarekstri, heldur þurftu viðskiptablokkirnar þrjár að eiga banka til að hafa óþrjótandi aðgang að lánum, enda hefði enginn heilvita maður lánað slíkar upphæðir til "venjulegra" viðskiptamanna.

Hitt er ekki síður athyglisvert, sem ekkert hefur verið fjallað um, hvers vegna þessar blokkir "þurftu" líka að eiga sitt tryggingafélagið hvert.  Ætli það hafi ekki verið til þess að komast í bótasjóðina, sem voru fullir af peningum fyrir nokkrum árum?  Einnig hafa þeir ráðið fjölmiðlunum, sem ekkert hafa spurst fyrir um bótasjóðina eftir að tryggingafélögin komust í hendur "útrásarvíkinganna".

Það er orðið tímabært að fletta endanlega ofan af þessu Matadorspili öllu.

 


mbl.is Bjóða milljarða inn í Moderna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einmitt hlutur sem ég hef verið að spá í.   Hvernig standa bótasjóðir tryggingafélaganna?  Er eitthvað til í þeim lengur?

Berglind (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Spurningin er nefinlega sú, hvort þeir hafi "fjárfest" aleiguna í hlutabréfum og skuldabréfum fyrirtækja sem þessir nýju eigendur tryggingafélaganna voru búnir að "kaupa" með lánum frá bönkunum sínum.  Hvernig sem á því stendur er ekkert fjallað um þetta í fjölmiðlunum.  Fróðlegt væri að einhver þeirra léti sér detta í hug að kanna þetta.  Aldrei var hægt að lækka iðgjöld hjá tryggingafélögunum, þrátt fyrir milljarðana í bótasjóðunum, þar sem því var alltaf borið við að þeir þyrftu að vera svo stöndugir til þess að geta staðið undir tjónum.

Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband