"Aðgerðasinnar"

Alveg er makalaust hvað fjölmiðlar hlaupa eftir þessum lýð sem kallar sig "aðgerðasinna".  Hvaða vitleysu sem þeir láta sér detta í hug, hlaupa fjölmiðlar upp til handa og fóta og fjalla um delluna eins og um stórfrétt væri að ræða.

Nú orðið virðist allt vera leyfilegt ef það er framkvæmt af "aðgerðasinnum".  Ef fólk kallar sig "aðgerðasinna" virðist það komast upp með að halda útisamkomur í miðborg Reykjavíkur, með varðeldum og trommuslætti, hvort sem er að nóttu eða degi, án þess að nokkuð sé aðhafst.  Jafnvel virðist leyfilegt að kasta gangstéttarhellum í lögregluþjóna og stórslasa þá ef það er gert af "aðgerðasinnum" sem segjast vera að mótmæla, án þess að skilgreina mótmælin neitt nánar.  Enda eru þetta ekki mótmæli, heldur einfaldlega skrílslæti.

Það eru allir orðnir fullsaddir af þessum skrílslátum, nema hvað fjölmiðlamenn virðast ekki hafa annað þarfara að gera en að fjalla um þessa endaleysu.  Nú er nóg komið.


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ótrúlegur andskoti. Afhverju er ekki búið að koma þessu fólki fyrir á einhverri eyju, eða á togara.

Þetta gerir ekkert gagn en étur úr lófa samfélagsins. Eitthvað annað en í denn, þegar maður stóð vaktirnar á skútunum í stormi og byl, og var þá ekki spurt af því hvort maður væri búin að vaka 40 eða 60 tímanna, og ekki þýddi að kvarta yfir kulda hvað þá hungri. Ó nei maður þakkaði fyrir að fá eitthvað að gera, að geta verið þess megnugur að leggja eitthvað til samfélagsins. Maður þakkaði fyrir vatnsgrautinn og brauðskorpuna.

Og svo mætir þetta lið bara inni í miðja borgina okkar og er bara með trúðslæti.

Hvernig er þessi heimur að verða ?

hilmar jónsson, 16.2.2009 kl. 14:41

2 identicon

Já, þetta er alveg frábær heimur, sá í denn, sem þú ert að lýsa, Hilmar.

Er þó sammála með að þetta séu trúðslæti.

Daníel (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:43

3 identicon

Þarf að segja meira, myndir segja allt.  Hyski.  Það sást berlega.  Ekki var þetta nornin sem var hýdd? Löngu tímabært, hahaha.  Er engin stofnun fyrir svona fólk.  Hefur þetta atkvæðarétt?

Baldur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Já voru ekki nornir brendar hér áður ? Hvar eru gömlu góðu gildin ?

hilmar jónsson, 16.2.2009 kl. 15:05

5 identicon

Andri er greinilega hluti af þessum skríl.  Orð hans dæma sig sjálf.  Fólk á að hunsa þetta eða gera það sem réttara er, grenja úr hlátri yfir þessum greyjum.  Það er amk vel hlegið þar sem ég starfa, en sammála greinarhöfundi. Hvað eru fjölmiðlar að elta þetta lið uppi?? Þetta fólk á skilið hrós fyrir að hýða nornina, rétt er það

Baldur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:06

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og þessu heldur þú blákalt fram þrátt fyrir að lögreglan hafi gefið út yfirlýsingu að það hafi verið góðkyunningjar lögreglunnar sem stóðu fyrir gangstéttrhellugjörningum??? Þar sem mótmæelendur og aktivistar tóku sér stöðu til varnar lögreglunni. Þarftu ekki að fylgjast betur með áður en þu myndar þér skoðun eða tjáir þig??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2009 kl. 15:24

7 identicon

Voru þetta ekki bara BDSM samtökin að snapa sér fría auglýsingu, meiri helvítis fíflin þetta lið er ekkert annað en afætur á þjóðfélaginu.

GG (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:25

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 hér inn frekari upplýsingar fyrir þig...

Ein af athyglisverðustu fréttum síðustu daga tengist hýðingu skuldaþrælanna á Lækjartorgi, en á forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn mátti lesa frásögn Gísla Jökuls Gíslasonar lögreglumanns og ritstjóra Lögreglublaðsins. Hann bendir á þá staðreynd að "aðgerðasinnar" sem meðal annars tengjast félagsskapnum Saving Iceland vilji einkum tefja fremur en skemma og eyðileggja, og það hafi verið þekkt andlit úr þeim hópi meðal þeirra sem vörðu lögregluna fyrir grjótkasti við Stjórnarráðið 22. janúar sl. Hins vegar hafi það verið "fíklar og ofbeldismenn sem köstuðu grjótinu".

Þúsundir mótmælenda eru friðsamir og eru eingöngu að krefjast réttlætis og sumir fara í ákveðnar aðgerðir til að vekja athygli á málstað...fer það í alvöru fyrir brjóstið á fólki?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2009 kl. 15:27

9 identicon

Hvor hópurinn er þetta Katrín?  Fíklarnir eða saving Iceland?  Bara spyr.  Fyrir utan það þá er þetta fíflalegt og greinilega eitthvað mikið sem vantar í kollinn á þessu liði.

Baldur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:35

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Myndirnar sem fylgdu fréttinni segja það sem segja þarf um hverskonar lið þetta er sem kallar sig "aðgerðasinna".  Þetta eru ekki fulltrúar "þjóðarinnar", sem mótmælir á friðsamlegan hátt.  Þetta er bara lýður og á ekki skilið neina aðra nafnbót, enda skirrist hann ekki við að eyðileggja eignir almennings og gengur um grímuklæddur eins og þorpara er siður.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2009 kl. 15:44

11 Smámynd: Bara Steini

Axel........ þ'in kynslóð er að hverfa....gufa upp.... verða að engu....

Og það finnst mér mjög gott.

Frekar vel ég FÓLK sem stendur upp fyrir sínum málstað í stað þeirra geirfugla sem jarma sífellt án þess að vita eitt né neitt.

Bara Steini, 16.2.2009 kl. 15:50

12 identicon

Nei okkar kynslóð er ekki að hverfa, kemur kynslóðum ekkert við. Trúðu mér það eru aumingjar og ræflar í öllum kynslóðum.  Það er fólk af öllum kynslóðum sem fyrirlítur svona aðgerðir, þessar athyglissjúku aðgerðir.  Heldur betur.  Þessi linkur á þessa frétt gengur nú eins og eldur um sinu á netinu, tölvupóstar.  Þá er fólk ekki að dást að þessu.  Þetta er vissulega fyndið, þó svo um sjúkar manneskjur se um að ræða.

Baldur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:04

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bara Steini:

Ef þessi skilaboð sem tekin eru af blogginu þínu lýsa þeirri kynslóð sem á að taka við af þeirri sem er að gufa upp, þá býð ég ekki í framtíð landsins.  Þetta voru skilaboðin þín, en þar kom ekkert fram um hverju ætti að mótmæla, bara að öskra og skemmta sér:

 Eftirfarandi skilaboð ganga nú um netheima:

/Hvað:/ Hávaðapartí / /Hvar:/ Lækjartorg / /Hvenær: /Laugardaginn
klukkan 21:45 / /Komið með: /Eldivið og byltingarandann.
/
Af hverju:/

Byltingunni er ekki lokið. Enn hefur ekkert breyst og því hrópum við enn
sömu kröfur og áður. En þó líta stjórnvöld á okkur sem ofdekruð börn,
sem hafa fengið snuðið sitt, kosningar í vor, krefjast þess að við séum
þæg og beita lögreglunni til að fá því framgengt.

„Lögreglustjóri getur bannað notkun hátalara, hljómflutningstækja,
hljóðfæra eða annars þess háttar á eða við almannafæri ef ástæða er til
að ætla að hún valdi verulegu ónæði eða truflun."

Við þegjum ekki! Við öskrum og skemmtum okkur um leið!

Dæmi svo hver fyrir sig.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2009 kl. 16:05

14 identicon

Hvað er þetta - þau eru þá ekki að grýta lögregluna eða valda milljónaskemmdum á Alþingishúsinu eða öðrum húsun -

Af hverju er það ekki í lagi að þau hýði hvert annað?? 

Þau þurfa á hýðingu að halda og ekki meigum við hýða þau - þá verður allt vitlaust.

Leyfum þeim að berja á hvert öðru - við þurfum að halda áfram að vinna.

Rétt hjá Andra - djöfull glataðir - uppræta ykkur (okkur) senda á togara í smuguna - rétt hjá honum - ekki nennir þetta dósaberjaralið að vinna - margt á atvinnuleysisbótum eða bara á pabba og mömmu -

Áfram Andri - myrða alla þessa kynslóð sem byggði þetta land upp - líka kynslóðina á undan sem vann okkur út úr moldarkofunum - þetta er allt bölvað pakk - það eina sem á rétt á sér er að mótmæla - vinna ekki neitt - grýta lögregluna - haga sér eins og dópistar í ofneyslu og fá atvinnuleysisbætur - svo má alltaf brjótast inn til þess að dekka mismuninn -

Andri - flottastur - eða hvað?

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:28

15 Smámynd: Bara Steini

Hávær kynslóð er betri en þögul kynslóð.

Hávær kynslóð gleymist seint.

Bara Steini, 16.2.2009 kl. 16:50

16 identicon

Sorry, er ekki með blog aðgang, nenni ekki að gera slíkan :)

fyndið þessi "virtu háskólasamtök öskra"

Er það sem sagt nóg, að hvaða auli sem, sem fer í háskóla og stofnar samtök... að þau séu virt og beri að taka mark á? Þetta er allt sama fólkið, Haukur og vinir sem eru í þessu, allt sama fólkið.

Öskrum, það er í lagi, brennum ekki bæinn í bulli.

Maður sá það vel á myndböndunum hvað fólkið var bara að mótmæla friðsamlega og eðlilega :D Þetta fólk dæmir sig sjálft.

Halli (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:05

17 identicon

Hrokin og alhæfingarnar í sumum ykkar er slíkur að þið hafið sníðað ykkur stakk úr honum. En já, leiðinlegt að viðkvæm augu ykkar og viðkvæmari siðgæði ykkar hafi verið ofboðið ég finn til með ykkur.

Elías Þórsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:52

18 identicon

Ég hef ótrúlega gaman af mönnum eins og ykkur.

Það er ekkert mark takandi á ykkur þið eruð svo lokaðir greyin.

Ari Ótrúlegi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:04

19 Smámynd: Hlédís

Andri, Katrín, Elías, Ari, Bara Steini!   Hræddum nöldrurum tekst ekki að kæfa kröfu-aðgerðir!

Hilmar Jóns var að hæðast að umvöndunar-pistli þessum!  - ip-tölurnar Baldur og Halli eru silfurskottur úr áróðurs-deildinni ;)

Baráttan heldur áfram!

Hlédís, 17.2.2009 kl. 00:45

20 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Mér þykir það nú skondið að lesa fordómafulla sleggjudóma hinna alvitru. Þið hrærið öllu saman í graut og hagið ykkur eins og sannir smáborgarar.

 Eru þetta ekki bara allt Vinstri Grænir eða kommúnistar?

Björn Halldór Björnsson, 17.2.2009 kl. 04:11

21 identicon

Það er bara ekki rétt hjá þér að allir séu að verða komnir með nóg af "þessum aðgerðasinnum". Sjálfri þykir mér alltaf gaman að fá fréttir af því þegar unga fólkið notar höfuðið til að mynda sér eigin skoðanir og finnur leiðir til þess að koma þeim á framfæri, helst eftir óhefðbundnari leiðum en þeim sem okkur hafa verið kenndar, og alveg er það bagalegt þegar fjölmiðlar fjalla ekki um uppákomur sem slíkar, því það er allt of oft. 

Með ólíkindum þykir mér hins vegar hversu mikið má finna af fólki sem er tilbúið til að tala niður hvern þann sem kallar á réttlæti og neitar þegja þegar stjórnvöld vilja hafa af okkur aleiguna og æruna til að greiða fyrir eitthvað sem við nutum aldrei góðs af, en það er margt sem aldrei naut góðs af því "góðæri" sem hér óð yfir allt og alla, og enn fleiri sem eyddu aldrei í líkingu við það sem þeir skulda nú! 

Sigga Jóns (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:55

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigga Jóns:

Það er gaman þegar ungt fólk myndar sér skoðanir og kemur þeim á framfæri á siðaðan hátt.  "Byltingarsinnar" sem auglýsa hávaðapartý á Lækjartorgi á laugardagskvöldi, þar sem fólk er hvatt til að hafa með sér eldivið, öskra og skemmta sér, eru ekki að mótmæla einu eða neinu.  Þeir eru bara að reyna að koma af stað ólátum og helst slagsmálum við lögregluna.

Ef þeir sem hér hafa sett inn athugasemdir eru þverskurður þessara "byltingarsinna", þá gef ég ekki mikið fyrir öskur(apa)byltinguna.

Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2009 kl. 13:07

23 Smámynd: Bara Steini

Axel..... Það hefur enginn hlustað.

Ekkert virkaði fyrr en "skríllinn" tók sig til og BARÐI TROMMAÐI OG ÆPTI.

Þá fór hrollur niður þessara svokölluðu stjórnmálamanna.

Ég er ekki að fara að lemja lögguna eða eitt ne neitt. eg vill landið mitt og tækifæri aftur.

Þið sem voruð ekki þarna fáið að sjá video eftir að lögreglan mætir og lætin byrja.

Það eru ekki birt video áður en lætin byrja.

Eg mæli með að þú kynnir þér okkur og hugsir aðeins málin.

Það er verið að ræna okkur tækifærum framtíðarinnar og sem betur fer er til fólk sem lætur ekki ræna hljóðalaust.

Bara Steini, 17.2.2009 kl. 15:29

24 identicon

Vá ég trúi því varla að það sé fólk sem tjáir sig svona opinberlega! Axel þú ert ekki í lagi!!! Lögreglan sá ástæðu til að koma fram í fjölmiðlum til að greina frá því að við aðgerðasinnarnir værum ekki ofbeldisfólk. Við fórum öll sem eitt og mynduðum skjalborg í kringum lögregluna þegar einhverjir fávitar tóku upp á því að grýta hellusteinum að henni. Það að tala um að brenna Evu finnst mér vægast sagt vera merki um vanþroska og illt innræti.

Hýðingin var aðgerð sem farið var í til að fá fólk til að kynna sér "hjálparstörf" IMF!! Það þarf ekki mikla vinnu til að sjá að þetta batterí hefur unnið skelfileg störf viða um heim og alveg ástæða til að óttast!

Gvuð blessi sálu ykkar og vona ég að þið iðrist og opnið augun. Það liggur mikið við, framtíð okkar allra!

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband