IMF ekki ánægt með "verkstjórann"

Á meðan bæði atvinnulífið og almenningur bíður eftir einhverjum vitrænum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er hefndarfrumvarpið gegn Daví Oddssyni það eina sem stjórnarsinnar geta verið sammála um þessa dagana.

Ein besta grein sem um þetta seðlabankamál hefur verið skrifuð, birtist á vef amx.is nýlega og hana má lesa hér

IMF gerði svo alvarlegar athugasemdir við seðlabankafrumvarp "verkstjórans" Jóhönnu, að líklega þarf að semja nýtt, nánast frá grunni, í viðskiptanefnd Alþingis.

Betra væri fyrir stjórnarflokkana að láta hefnigirndina ekki hlaupa algerlega með sig í gönur.


mbl.is Ábendingar IMF styrkja frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eðlileg krafa að Davíð víkji - nóg er hann búinn að gera af sér. Fannst mönnum það t.d. eðlilegt hvernig hann svo gott sem færði breska fjármálaeftirlitinu vopnin uppí hendurnar gegn Kaupþingi?

Þjóðin hefur gefið það LJÓST til greina að hann eigi að víkja. Er ekki eðlilegt að ríkisstjórnin beiti sér til að fara að vilja þjóðarinnar?

Frumvarpið var kannski ekki fullkomið, það er rétt, en IMF gerði ekki SVO alvarlegar athugasemdir. Þær snerust fyrst og fremst um menntunarkröfur (sem kannski eu full miklar) og svo hvernig innra skipulagi væri háttað í seðlabönkum annars staðar.

Davíð hlýtur að sjá það sjálfur að til þess að hægt sé að byrja frá grunni og skapa hér alvöru þjóðfélag byggt á trausti þá þarf að taka til á hinum ýmsu stöðum, hans staða er ekki undanskilin þrátt fyrir að blessað íhaldið hafi komið honum þarna á svona "faglegan" hátt.

Og af því að þú talar um að þetta sé eina mál ríkisstjórnarinnar þá virðist það vera dálítið skakkt. Sjálfstæðisflokknum þykir nefnilega svo mikið vænna um flokkinn en þjóðina og eftir því sem ég fæ séð af umræðum þá ætla þeir sér að stöðva hvert málið á fætur öðru - tefja allt fram að kosningum. Er það ást á heimilunum?

Nína Borg (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband