Davíð rokkar en Bubbi ekki

Davíð sá við mótmælendum með því að vakna á undan þeim í morgun.  Þrátt fyrir að tveir þekktir tónlistarmenn tækju sig saman um að smala mótmælendum á Arnarhólinn tókst  þeim ekki að laða að nema 60-70 manns og kallar þó annar popparinn sig kóng.

Ef ekki væri fyrir flautur vörubílstjórans tæki líklega enginn eftir þessum mótmælum, sem beinast þó að þeim manni sem sumir segja að sé hataðasti maður þjóðarinnar.

Sagan mun dæma hver telst vera kóngurinn eftir þessa orrahríð alla.


mbl.is Bubbi rokkar Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski hefur fjöldi fólks eitthvað með það að gera að þessi mótmæli eiga sér stað klukkan 9 að morgni. Djöfull góð rök þarna..eða þannig. Við gætum séð til hversu margir myndu koma ef mótmælin væru haldin um 3 á laugardegi. Og hversu margir myndu koma á tónleika með Davíð og sjá hann "rokka"...sem er sennilega hann og aðrir Sjálfstæðismenn að tala um það hvað Davíð sé æðislegur..

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:33

2 identicon

Já það er mikið til í því. En ég hef mikið verið að velta þessum mótmælim fyrir mér. Hvar er fólk að mótmæla?? Fyrir framan Alþingishúsið og Seðlabankann, jú. Hvernig væri nú að láta mótmælin beinast gegn þeim sem að stóran hlut eiga að máli. Það er að þeim fyrirtækjum og einstalingum sem eru búin að koma okkur í þennan vanda.

Það er augljóst að þá verandi stjórnarformaður Kaupþingsbanka elti forstjóra Baugs til Englands til að fylgja eftir veðunum sem bankinn lánaði fyrir. Þetta er upphafið að svokallaðri útrás. Kaupþing gat ekki stoppað og hætt að lána Baugi, þeir urðu að taka  þátt í leiknum. Skuldarinn var orðinn stærri en svo fyrir bankann þá að hægt væri að stoppa. Allur sá arður sem fólk hefur talið sig fá við að versla í verslunum Baugs er löngu horfinn.

Mótmælum á öllum stöðum þar sem að óréttlætið hefur byrst okkur, ekki bara á sumum. Verslum ekki við fyrir tæki sem uppvís hafa orðið að vafa sömum viðskiptum. Hvort sem að þau hafa átt sér stað hér á landi eða annars staðar. Við erum farin að finna fyrir þeirri skerðingu á lífskjörum sem stafa af gjörðum misviturra stjórnmála manna og  viðskiptajöfra. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:36

3 identicon

Ég flokka thennan thátt undir lífid og tilveruna.  Adalatridid er ad thad er eitthvad ad gerast.  Thad er ÓNEITANLEGA Kafkabragur á thessu.  Svo ótrúlega Kafkalegt. 

Er thetta draumur?

Gommi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:36

4 identicon

Hinn misheppnaði auðmaður, Bubbi Morthens, sem seldi sál sína til auðmanna, er rankaður úr peningavímunni eftir að Hannes Smárason og félagar gömbluðu peningunum hans upp í útlöndum.

Hvar er Range Roverinn eða nýi Land Cruiserinn sem hann fékk sér og kostaði næstum þrenn verkamannalaun?  Og Bubbi telur sig vera málsvari lítilmangans og farandverkamanna.  Þvíklík hræsni!

Verkamaðurinn (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:38

5 identicon

Flottur pistill.

Þetta hatur vinstri manna í garð Davíðs hefur ávallt einkennst af öfund og vanmætti.  Sorglegt að sjá þorra þess fólks sem mætir á þessi mótmæli, þurfalingar vinstra megin sem þiggja ölmusu af ríkinu en kvabba og kveina undan öllu

Baldur (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband