Hagsmunir seðlabankastjórnar

Oft hefur verið tilefni til að undrast málflutning Árna Páls Árnasonar, þingmanns Smáflokkafylkingarinnar, síðan hann komst á þing og ekki bætir hann úr skák núna með fullyrðingum sínum um að seðlabankastjórnin hafi tekið eigin hagsmuni fram yrir þjóðarhagsmuni.

Þingmaður getur ekki og má ekki komast upp með svona rakalausan málflutning.  Ef hann vænir menn um landráð verður hann að styðja slíkar ásakanir með einhverjum rökum. 

Þrátt fyrir að enginn taki fullt mark á þessum þingmanni verður að ganga eftir því að hann reyni að leggja fram einhverjar marktækar sannanir.

Svo hafa Raddir Harðar Torfasonar boðað til útifundar til þess að krefjast pólitískra ofsókna á hendur sér óþóknanlegs starfsfólks ýmissa stofnana.

Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.


mbl.is Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband