4.2.2009 | 09:55
Baugur í þrot?
Samkvæmt fréttum er Baugur á leið í greiðslustöðvun, sem í langflestum tilfellum er undanfari gjaldþrots. Það er grafalvarlegt mál, þó Baugur hafi litla eða enga starfsemi hérlendis (flest innlendu fyrirtæki "Baugsmanna" eru í eigu Gaums ehf.), því íslensku bankarnir eiga gífurlegra hagsmuna að gæta.
Athyglisvert er að skýringin skuli vera sú að Landsbankinn sé hættur að fjármagna fyrirtækið. Fyrirtæki Baugs eru nánast eingöngu verslanakeðjur, sem maður hefði haldið að fjármögnuðu rekstur sinn með vörusölu og greiddu niður lán sín með hagnaðinum af henni.
Hafi reksturinn ekki verið burðugri en það að bankarnir hafi verið að fjármagna bæði fjárfestinguna og reksturinn, þ.e. að reksturinn hafi ekki skilað arði til niðurgreiðslu fjárfestingarinnar, þá hefðu Baugsvíkingarnir aldrei hafið strandhöggið í Bretlandi.
Endirinn verður sá að íslenska þjóðin borgar þessa herför eins og aðrar sem einkavinir Samfylkingarinnar lögðu í (s.br. Borgarnesræðu IBS o.s.frv, o.s.frv.).
Baugur á leið í greiðslustöðvun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar tekið er meira útúr rekstri fyrirtækja en þau afla þá getur ekki annað gerst en að þau lendi í greiðsluerfiðleikum, síðan greiðslustöðvun og að lokum gjaldþroti.
Að sjálfsögðu komum við Íslendingar til að borga þetta líka eins og allt annað fyrir þessa "útrásarvíkinga", þar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sá eingöngu ástæðu til að einkavæða bankana en ekki setja nein lög og reglur varðandi starfsemi þeirra.
Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 10:16
Ekki er þetta nú svo einfalt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi ekki sett neinar reglur um starfsemi bankanna. Bankarnir störfuðu eftir lögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins eins og allir aðrir bankar Evrópu og þau lög voru mjög áþekk lögum annarra landa í heiminum. Afleiðingin er ekki bara hrun íslensku bankanna, heldur er banka- og fjármálakreppa um allan heim og gífurlegar fjárhæðir lent á ríkissjóðum flestra (a.mk. vestrænna) landa.
Munurinn er sá að íslenskir banka- og útrásarvíkingar voru búnir að taka svo mikil lán að þau jafngiltu tólffaldri landsframleiðslu Íslands og þess vegna féllu þeir með þeim fyrstu.
Líklega hefur ekkert löggjafavald í veröldinni haft hugmyndaflug til þess að setja þessum ævintýamönnum þær skorður sem þurft hefði. Við sjáum líka að þessir kappar (og ekki bara á Íslandi) hafa viðhaft ótrúlegustu kúnstir til þess að fara í kringum þau lög og reglur sem um þessa starfsemi gilti.
Þess vegna sitja skattborgarar víða um heim í súpunni.
Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.