Samfylkingarflokkarnir

Nú ætti engum að dyljast lengur að Samfylkingin er ekki eiginlegur stjórnmálaflokkur, heldur samansafn ólíkra og ósamstæðra smáflokka sem ekki geta komið sér saman um eitt eða neitt.  Þar er hver höndin upp á móti annarri og annað eins ráðleysi hefur hvergi sést í Íslenskri pólitík fram að þessu.  Þessi söfnuður er gjörsamlega óstjórntækur, eða heldur einhver lengur að "Samfylkingin" sé fær um að starfa í ríkisstjórn og hvað þá að veita ríkisstjórn forsæti.

Nú þegar Ingibjörg Sólrún þarf að taka sér veikindafrí er herinn algerlega höfuðlaus og smáflokkarnir innan "Samfylkingarinnar" alls ófærir um að taka á aðsteðjandi vanda.

Flokkur sem hleypur frá þeim vandamálum sem nú eru uppi í þjóðfélaginu er ekki á vetur setjandi, að ekki sé talað um taka til fótanna vegna þess að ekki sé hægt að koma fram hefndum á Davíð Oddssyni.  Þvílíkur aumingjaskapur.

Kannski verður niðurstaðan þjóðstjórn fram að kosningum.  Var ekki ráðist harkalega á þann sem fyrstur stakk upp á þeirri lausn.  Það var einmitt Davíð Oddson og það gerði hann strax í byrjun október.  Svona snýst þetta nú stundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband