Ruglaður samanburður við stórborgir

Borgaryfirvöld, sem hafa óþrjótandi hugmyndaflug í skattaálagningum, hafa nú kynnt nýjustu hugdettu sína um nýja skatta á Reykvíkinga.  Þessa flugu virðast þau hafa fengið í höfuðið í Noregi, en Óslóarborg hefur tekið upp innheimtu svokallaðra tafa- og mengunargjalda í miðborginni.

Á stórReykjavíkursvæðinu búa innan við tvöhundruðþúsund manns en á stórÓslóarsvæðinu er íbúafjöldinn um það bil ein milljón og fimmhundruðþúsund.  Líklega eru göturnar í Ósló álíka breiðar og göturnar í Reykjavík en umferðarþunginn tæplega átta sinnum meiri og því skiljanlegt að vandamál geti komið upp í umferðinni þar á álagstímum.

Í Reykjavík hefur allt verið gert sem yfirvöldum hefur komið í hug til að tefja og trufla umferð og þegar takmarki þeirra hefur verið náð um talsverðar umferðartafir á álagstímum boða þau nýja skatta á bíleigendur í þeirri von að geta þröngvað sem flestum upp í strætisvagna eða á reiðhjól.

Veðráttan í Reykjavík er ekki til þess fallin að stórauka reiðhjólamenningu og strætókerfið er svo bágborið og þjónustan léleg að ekki tekst að auka hlutfall þess af heildarumferðinni, þrátt fyrir tugmilljarða króna innspýtingu í kerfið á undanförnum árum.

Reykjavík er ekki stærri en svo að hún er eins og smábæjir í öðrum löndum og algerlega fáránlegt að líkja henni saman við stórborgir erlendis og virðist sú tilhneyging einna hels líkjast mikilmennskubrjálæði.

Til að toppa vitleysuna er boðað að þessi nýji skattur á bíleigendur skuli vera notaður til að niðurgreiða ferðakostnað þeirra sem neyddir verða til að nota strætisvagnana eftir að gatnakerfið verður endanlega eyðilagt.


mbl.is Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður pistill og mjög svo sannur.  Stundum hefur maður á tilfinningunni að minnihlutinn sé í MEIRI tengslum við borgarbúa en meirihlutinn........

Jóhann Elíasson, 27.5.2019 kl. 14:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Reykjavík á að líkja við borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum, og gerð var skýrsla um samanburð á 16 norrænum borgum fyrir 20 árum, sem stungið var undir stól. 

Í henni kemur í ljós að þétteiki byggðar í Reykjavík er svipaður og í borgum af sömu stærð, gagnstætt því sem klifað er á. Ég hef áður bloggað um þetta og komið í flestar þessar borgir síðan, svo sem Álaborg, Árósa, Óðinsvé, Helsingjaeyri, Bergen, Þrándheim, Tromsö, Luleo og Umeo, sem allar eru af svipaðri stærð og Reykjavík. 

En einnig komið til Kaupmannahafnar, Malmö, Osló, Gautaborgar, Stokkhólms og Helsinki, sem eru miklu stærri. 

Engu að síður geta umferðarvandamál verið á afar afmörkuðum svæðum í Reykjavík svipuð og alls staðar, en ég kalla eftir sérstakri skoðun á því hvernig sambærilegar borgir á Norðrlöndum leysa vandamál sín. 

Ómar Ragnarsson, 27.5.2019 kl. 16:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn, sem hefur samþykkt að ráðast í gerð Borgarlínunnar hér á höfuðborgarsvæðinu og að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut. cool

Og ákveðið var að ráðast í gerð Borgarlínunnar til að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur og vagnarnir munu ekki nota jarðefnaeldsneyti.

Hávaða-og loftmengun frá umferðinni verður því minni en ella, auk þess sem hlutfall einkarafbíla mun stöðugt aukast hér, eins og í Noregi.

Byggðin verður einnig þétt við Borgarlínuna. Tugþúsundir munu því búa við línuna og þurfa ekki að ganga langar leiðir að henni.

Þeir sem ekki vilja búa nálægt Borgarlínunni eða í þéttri byggð geta það hins vegar að sjálfsögðu.

Flestir Reykvíkinga vilja samkvæmt skoðanakönnunum búa vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, þar sem byggðin er mun þéttari en til dæmis austan Elliðaáa og þriðjungur Reykvíkinga býr vestan Kringlumýrarbrautar.cool

Þar eru þó og verða áfram stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þrátt fyrir nafnið verður Borgarlínan ekki eingöngu í Reykjavík og mun liggja til að mynda á nýrri brú yfir Fossvoginn á milli Kópavogs og Reykjavíkur, frá Hafnarfirði og í Mosfellsbæ.

Sífellt fleiri hjóla á höfuðborgarsvæðinu og auðvelt verður að hjóla frá Kársnesi í Kópavogi að háskólunum á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem nú er verið að byggja bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, til dæmis fyrir nemendur háskólanna.

Hjóla- og göngustígar hafa verið lengdir verulega á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, enda nota þá sífellt fleiri.

Flestir Reykvíkinga starfa vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík og þar eru þrír háskólar með um 20 þúsund nemendur og kennara.

Við Landspítalann, stærsta vinnustað landsins, starfa um fimm þúsund manns, og stórar byggingar verða reistar þar á næstu árum.

Því er mikilvægt að byggja íbúðarhúsnæði á Vatnsmýrarsvæðinu nálægt háskólunum og Landspítalanum, enda er verið að byggja á Hlíðarendasvæðinu og íbúðarhúsnæði verður einnig byggt við Háskólann í Reykjavík og Skerjafjörðinn á næstu árum. cool

Þorsteinn Briem, 27.5.2019 kl. 16:59

4 identicon

Í stórborgum þá má labba út á götu og veifa í leigubíl

Í stórborgum er ekki 60 mín bið eftir næsta möguleika á almenningssamgöngum

Í stórborgum er stöðugur straumur - í Reykjavík eru hraðhindaranir og þrengingar hvert í hverri einustu götu

Grímur (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 21:02

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er hárrétt hjá Ómari að nær væri að bera Reykjavík saman við borgir af svipaðri stærð og eins og hann hef ég komið til nokkurra borga af svipaðri stærð og Reykjavík er og þar hefur maður ekki orðið var við umtalsvert umferðaröngþveiti nema auðvitað þéttist umferðin nokkuð á mestu álagstímum.  Víðast er samt reynt að liðka til fyrir umfreðinni en ekki allt gert til að hefta hana og tefja, t.d. með hraðahindrunum og þrenginum.  Sums staðar hefur jafnvel verið fyllt upp í útskotin sem voru á strætóstöðvunum og nú stoppa vagnarnir einfaldlega á akstursreininni og allir bílar sem leið eiga í sömu átt verða bara að bíða á meðan strætó athafnar sig á stoppistöðinni.

Til viðbótar má geta þess að víðast annarsstaðar er strætókerfið skilvirkt og ekki allt of langt á milli biðstöðva. Hér í Reykjavík þarf fólk að bíða í alls kyns veðrum úti á víðavangi, því yfirvöld hafa ekki rænu á að koma upp almennilegum biðskýlum fyrir farþegana á meðan beðið er næsta vagns, sem venjulega kemur ekki fyrr en eftir c.a. fimmtán mínútur. 

Ekki er nóg með að strætókerfið sé flókið, þá er ekki boðið upp á að greiða fyrir ferðina hjá bílstjóranum nema vera með nákvæma krónutölu fyrir farinu, því ekki gefa bílstjórarnir til baka af hærri upphæðum eins og víðast er gert, jafnvel í stórborgum.

Eðlilegra væri að koma almenningssamgöngunum í viðunandi horf, greiða fyrir umferð einkabíla og samstilla umferðarljós, taka strætisvagnaútskotin aftur í notkun og leyfa einkabílum sem í sitja þrír eða fleiri að nota "strætóakreinarnar", áður en farið er að tala um tafagjöld að fyrirmynd einstakra stórborga úti í heimi.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2019 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband