Dagur verður málamyndaborgarstjóri

Við kynningu á samstarfssáttmála "nýs" meirihluta í Reykjavík kom glögglega fram að Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri til málamynda, en fulltrúar Viðreisnar í borgarstjórninni munu hafa völdin í sínum höndum.

Þórdís Lóa verður formaður borgarráðs og sagðist myndu hafa stjórn fjármála borgarinnar á sinni könnu, en hingað til hafa þau heyrt undir borgarstjórann og Pavel verður forseti borgarstjórnar.  Þannig verða helstu valdaembættin bæði í höndum Viðreisnar og hlutverk Dags B. verður þá líklega ekki ólíkt því sem Jón Gnarr hafði á sínum tíma, þ.e. að vera borgarstjóri til málamynda.  Dagur B. mun þá hafa það hlutverk að koma fram á minniháttar mannamótum, en Þórdís Lóa og Pavel þar sem aðkoma borgaryfirvalda skiptir raunverulegu máli.

Samstarfssáttmáli meirihlutans er hins vegar óljóst og ómarkvisst plagg, þar sem í öllum helstu málum er rætt um að framkvæmdir þurfi að ræða við ríkið eða nágrannasveitarfélögin og því óvíst hvort og hvenær hlutirnir komist í framkvæmd, t.d. borgarlínan, bætt kjör kvennastétta o.fl., o.fl.

Ekkert er minnst á að bæta samgöngur í borginni, ekkert minnst á Sundabraut eða Miklubraut í stokk.  Borgarbúar, sem þurfa og vilja nota bílana sína sjá fram á að enn verður haldið áfram á þeirri braut að gera þeim lífið óbærilegra og enn er talað um að bæta strætókerfið og neyða fólk til að nota strætó í stað eigin bíla.

Ekkert er líklegra en að óánægja með ruglið í stjórnun borgarinnar muni aukast enn á kjörtímabilinu og tap Samfylkingarinnar og hrun Vinstri grænna í nýafstöðnum kosningum verði smámunir hjá útreiðinni sem þessir flokkar muni fá í næstu kosningum.

Jafnlíklegt er að örlög Viðreisnar verði þau að flokkurinn falli í sömu gröf og aðrir einnota flokkar sem upp hafa sprottið undanfarna áratugi en horfið jafnharðan og eru nú öllum gleymdir.


mbl.is Borgarlína „lykilmál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"verður" er og hefur verið alla tíð - Bjön S. Blöndal réði öllu sem hann vildi

Borgari (IP-tala skráð) 13.6.2018 kl. 17:39

2 identicon

Dagur hefur ekki einu sinni haft dug í sér til að skipa persónuverndarfulltrúa https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/13/segja_2_ar_nauman_adlogunartima/

nokkuð sem flest sveitarfélög á landinu hafa gert fyrir löngu síðan

kjosandi (IP-tala skráð) 13.6.2018 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband