Borgarlína og einkabíllinn eiga samleið

Nokkur umræða hefur skapast um svokallaða borgarlínu, sem er í grunninn sérstakar akreinar fyrir strætisvagna, og þrátt fyrir að samkomulag virðist vera orðið milli allra sveitarfélaga á Stór-Reykjavíkursvæðinu um framkvæmdina eru ekki allir sannfærðir um ágæti málsins.

Fólk virðist aðallega skiptast í tvær fylkingar vegna borgarlínunnar, þ.e. annar hópurinn krefst aukinna framkvæmda til að greiða fyrir umferð einkabíla og eyða óþolandi umferðahnútum á álagstímum og hinn hópurinn vill helst fækka einkabílum og nánast skylda fólk til að nota almenningssamgöngurnar.

Báðir hópar tefla fram sterkum rökum fyrir sínum málstað, en alger óþarfi er að stilla þessum valkostum upp hverjum á móti öðrum, því eðlilegasta lausnin er að efla hvort tveggja, þ.e. að greiða fyrir umferð einkabíla og efla almenningssamgöngur um leið, m.a. með borgarlínunni.

Einkabíllinn mun gegna stærsta hlutverkinu í samgöngum Íslendinga, sem annarra, um margra áratuga framtíð og að berjast gegn þeirri þróun er mikil skammsýni og ber ekki vott um mikinn skilning á þörfum og vilja stórs hluta íbúa um samgöngumöguleika sína.  Að sama skapi er lítil skynsemi í að berjast á móti þróun almenningssamganga, því að sjálfsögðu þarf að greiða fyrir hvoru tveggja. 

Strætisvagnakerfið í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum er ótrúlega óaðlaðandi ferðamáti og má þar bæði nefna leiðakerfið, ferðatíðnina, biðstöðvarnar og að bílstjórarnir skuli ekki geta tekið við staðgreiðslu fargjalda og haft skiptimynt í vögnunum til að gefa til baka ef farþegar hafa ekki smámynt í vösunum sem dugar fyrir farinu.

Í öllum nálægum löndum er slík þjónusta í boði í strætisvögnum og þrátt fyrir miklu meiri notkun vagnanna gefa bílstjórar sér tíma til að afgreiða þá farþega sem þurfa að staðgreiða fargjöld og sums staðar gegna vagnarnir a.m.k. að hluta til einnig sem þjónustufarartæki fyrir þá fatlaða sem geta nýtt sér þjónustu almenningsvagna.

Byrja þarf á því að gera almenningssamgöngur meira aðlaðandi fyrir viðskiptavinina með bættu leiðakerfi, boðlegum biðstöðvum og þjónustu og á sama tíma verður að stórlaga gatnakerfið í Reykjavík og greiða þar með úr umferð einkabíla.  Vitlausasta leiðin er að reyna að neyða fólk upp í strætisvagna sem alls ekki kæra sig um eða geta notað almenningssamgöngurnar.

Fólk á að geta valið um að nota einkabíl eða almenningssamgöngur.  Bíleigendur munu stundum nota strætisvagna ef leiðakerfið verður aðgengilegt og þægilegt og ekki þurfi að vera í hættu á að frjósa í hel við bið eftir vögnunum.

 


mbl.is Segir grein Frosta rökleysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta snýst ekki um að þvinga fólk upp í almenningsvagna. Þetta snýst einmitt um það að gera almenningssamgöngukerfið betra svo stærri hluti íbúa muni kjósa að nota það frekar en einkabílinn. Í dag er einkabíllinn í raun félaglegur aðgöngumiði að höbuðborgarsvæðinu vegna lélegs almenningssamgöngukerfis og því er nauðsynlegt að bæta það svo það sé raunhæfur kostur að sleppa því að eiga bíl og geta gert allt sem maður vill gera án þess að eiga bíl þar með talið að komast í og úr vinnu og sækja afþreyingu og listir ásamt því að heimsækja ættingja og vini. Borgarsvæði þar sem ekki er hægt að gera allt þetta án þess að eiga bíl er borgarsvæði með misheppnað skipulag.

Sigurður M Grétarsson, 22.1.2018 kl. 08:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pistillinn snerist einmitt um það, að efla þurfi almenningssamgöngur til þess að þær geti orðið raunhæfur valkostur fyrir fólk sem þarf að komast á milli staða á höfuðborgarsvæðinu.  Kerfið er alls ekki til þess fallið eins og það er í dag og því þarf að endurbæta það stórlega og það er hægt að gera án þess að neyða fólk út úr einkabílunum og upp í strætisvagna með tilbúnum umferðahnútum, fækkun bílastæða og þrengingum gatna.

Einkabíllinn og almenningssamgöngur geta vel spilað saman og allir unað glaðir við sinn samgöngumáta og bíleigendur myndu þá mun oftar nota vagnana og skilja bílinn eftir heima við ýmis tækifæri.  Þau tækifæri gefast alls ekki núna eins og leiðakerfi, biðstöðvar og tíðni almenningssamgangnanna er núna.

Borgaryfirvöld hafa vísvitandi reynt að koma í veg fyrir að fólk eigi raunverulegt val um samgöngumáta og eru því algerlega misheppnuð sem slík.

Axel Jóhann Axelsson, 22.1.2018 kl. 09:34

3 identicon

Má ekki bara bæta strætisvagnakerfið, þarf að búa til nýtt samgöngukerfi með "fínna nafni"?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.1.2018 kl. 11:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aðalatriðið er auðvitað að bæta samgöngurnar, bæði fyrir einkabíla og almenninssamgöngur og þá skiptir ekki málið hvort nafnið á fyrirbærunum er "fínt" eða ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 22.1.2018 kl. 13:15

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Er Hörður Þormar nnálægt sannleikanum?

Slóð

Við tökum ekki upp gamaldags ""Línu,"" járnbraut frá árinu 1802, við fáum Línu langsokk í lið með okkur og stefnum á Jetson, strax í dag.

Við breytum ferðakerfinu yfir í þrívíddar umferð.

Við eigum að skoða nýjustu tækni, og hyggja svo að því hvað muni vera gáfulegast.

Aldrei á að taka ákvörðun, fyrr en að hafa leitað að visku frá kjarnanum, the core, eins og Nikola Tesla sagði.

slóð

Við erum fulltrúar gnægta, lausna.

000

image001

The Jetson family (clockwise from upper left) — Rosie (robot), George, Jane, Judy, Elroy, and Astro the dog.

slóð

https://en.wikipedia.org/wiki/The_Jetsons

slóð

Holograph, orku flutnings tæki. Það kom frétt um að Rússar væru komnir á fulla ferð við að rannsaka og fullkomna, teleportation, það er að færa það sem við köllum efni á milli staða, í rúminu, rúmi og tíma. Nú vitum við að efni er ekki til.

Egilsstaðir, 22.01.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 22.1.2018 kl. 13:29

6 identicon

Jónas Guðlaugsson.

Þetta er víst framtíðin, segja þeir.

Þá ganga menn inn í klefa, t.d. í Reykjavík, sem er útbúinn einhverjum græjum sem þá eru settar í gang, og hverfa þeir þá smám saman. Jafnframt fara þeir að myndast í öðrum klefa á einhverjum áfsngastasð, t.d. Egilssöðum, tunglinu, Mars eða alfa Centauri, og ganga út úr honum eftir nokkrar mín.

Að vísu viðurkenndi hugmyndasmiður þessara aðferðar, ég man ekki hvað hann heitir, að hann vildi ekki vera fyrstur til að hagnýta sér þennan ferðamáta!tongue-out

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.1.2018 kl. 17:12

7 identicon

Fyrirgefðu, Jónas Gunnlaugsson.

Í meðfylgjandi þætti er fjallað um þennan "framtíðar ferðamáta" sem ég minntist á. Hann er reyndar bara hugarsmíð, en hann byggist á fyrirbrigði sem á ensku kallast Quantum Entanglement. Það hefur verið sýnt fram á að ljóseindir eru háðar hvorri annari, enda þótt ljósára fjarlægð sé á milli þeirra. Því miður er þátturinn á þýsku, en það má heyra ensku í bakgrunni                 Welt der Quanten - Faszinierende Erkenntnisse - Neue Naturgesetze entdeckt - Doku               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.1.2018 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband