Höldum í og eflum flugeldahefðina

Það er áratuga siður hér á landi að halda veglegar áramótabrennur og mikil þátttaka almennings í að skjóta upp flugeldum og verða þeir æ skrautlegri með hverju árinu sem líður.

Á árum áður tóku börn og unglingar sig saman eftir hverfum og söfnuðu efni í brennur og var mikil samkeppni um hverjir næðu að safna í mestu bálkestina og stundum hljóp krökkunum svo mikið kapp í kinn að vissara var að vakta vígin  til að forðast að óprúttnir keppinautar kveiktu í þeim fyrir áramótin.

Með sífellt meira reglugerðarfargani þjóðfélagsins endaði með að nú má enginn safna efni í brennu nema opinberir aðilar og almenningur má þar hvergi koma nálægt að öðru leyti en því að mæta á svæðið á gamlárskvöldi sem áhorfendur.  

Hinn almenni borgari hefur þó verið áhugasamur um að skjóta upp flugeldum og er það ólíklega nokkursstaðar á jarðarkringlunni sem óbreyttir borgarar standa fyrir tignarlegri skrautsýningu um áramótin og tíðkast hér á landi.  Björgunarsveitirnar hafa reitt sig á þennan áhuga og afla mestan hluta tekna sinna með flugeldasölunni, þó því miður hafi fleiri sótt inn á þann markað á síðustu árum.

Nú eru farnar að heyrast raddir um að banna flugeldana um áramótin vegna þess að frá þeim stafi hávaði og mengun.  Ekki eru þó til nokkrar tölur um að einn einasti maður hafi skaðast að þeim sökum um áramót, en vissulega hafa orðið misalvarleg slys við meðhöndlun skoteldanna, en það hefur þá oftast verið vegna fikts eða óvarlegrar meðferðar þeirra.

Vonandi mun almenningur standa fast gegn hvers konar tilraunum til að banna þessa glæsilegu áramótahefð og haldi áfram að láta björgunarsveitirnar sitja fyrir flugeldaviðskiptunum.


mbl.is Heilbrigt fólk gæti fundið fyrir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband