Er Vinstri grænum að takast að gera sig ómerka

Engum getur dulist að eftir þriggja daga stíf "óformleg" fundahöld Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hefur legið á borðinu nánast frágenginn stjórnarsáttmáli, þó sjálfsagt hafi átt eftir að fínpússa einhver atriði í "formlegum" viðræðum.

Með þá niðurstöðu fór Katrín Jakobsdóttir inn á þingflokksfund VG til kynningar, en á meðan hún sat á hinum "óformlegu" fundum í umboði þingflokksins hafði varaformaður flokksins með stuðningi "villikattanna" í flokknum unnið hörðum höndum að því að grafa undan formanninum og eyðileggja sem mest fyrir Katrínu og hennar fylgismönnum innan flokksins.

Fjöggurra klukkustunda fundur þingflokksins í gær skilaði ekki niðurstöðu og hefur framhaldsfundur verið boðaður í dag klukkan eitt eftir hádegi.  Þá munu úrslit um framtíð Katrínar sem formanns VG ráðast eða hvort hún hrökklast úr þeim stóli og varaformaðurinn taki við stjórnartaumunum.

Fari svo mun varaformaðurinn ganga beint inn í ríkisstjórn sem formenn Samfylkingar og Viðreisnar eru búnir að stofna fyrir hann ásamt Pírötum og Flokki fólksins.  Framsóknarflokkurinn hlýtur að hafa meiri sjálfsvirðingu en svo að hann léti véla sig inn í slíkan bræðing.

Ríkisstjórn Loga og Katrínar, með eins manns meirihluta á Alþingi, mun að sjálfsögðu verða skammlíf og því stutt þar til kosið verði enn á ný.

Örlög Katrínar, bæði sem formanns VG og sem trúverðugs stjórnmálamanns, munu ráðast fljótlega eftir hádegið í dag, 13. nóvember 2017.  Þetta verður sögulegur dagur í íslenskri stjórnmálasögu, hvernig sem fer.

 

 


mbl.is Fundi slitið hjá VG – „Þetta stendur í þeim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Ef Villikettir og Varaformaður eru að grafa undan Katrínu, er þá nokkuð gefið að Katrín og hennar stuðningsfólk fylgi Varformannium?

Hrossabrestur, 13.11.2017 kl. 13:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Katrín stóð af sér þessa tilraun til hallarbyltingar í VG, en villikettirnir munu sleikja loppurnar og bíða færis að gera nýja árás.

Axel Jóhann Axelsson, 13.11.2017 kl. 14:23

3 Smámynd: Hrossabrestur

Klofningur virðist vera regla í Vinstri flokkum.

Hrossabrestur, 13.11.2017 kl. 15:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir lifa og hrærast í illindunum.  Óánægja með allt og alla er það eina sem sameinar þá án þess að úr verði raunveruleg heild fólks sem getur unnið saman innan flokks eða með öðrum flokkum.

Axel Jóhann Axelsson, 13.11.2017 kl. 15:35

5 identicon

Axel Jóhann. Þetta er leikrit ólýðræðislegra kosninga og ólöglegra hertökufyrirtækjastjóra spítalamafíunnar og glæpabankanna!

Ég hringdi í lögregluembættið í dag og spurði hvernig ég ætti að haga mér við að kæra alþingiskosningarnar. Mér var þá sagt að það væri ekki í valdi lögregluembættisins að taka á móti slíkri kæru.

Ég spurði þá konuna sem svaraði á lögreglustöðinni hvert ég ætti að fara til þess að kæra kosningarnar?

Lögreglan vísaði á kjörnefnd. Ég hringdi þangað og spurði sömu spurningar, og var sagt að leita til sýslumannsins?

Sýslumannsembættið sér bara um utankjörfundaratkvæðin, var mér sagt?

Ég spurði um hvernig hlutföllin í utankjörfundatölunum hefðu litið út. Fékk ekki svar við því?

Mér var sagt að hringja í Dómsmálaráðuneytið til að fá nánari upplýsingar um það?

Var vísað á landskjörstjórn til að fá svör um hvar ætti að kæra kosningarnar?

Fann landskjörstjórn í símaskrá netheima, en ekkert símanúmer eða svar þar að fá við spurningunni?

En vísað á yfirkjörstjórn?

Yfirkjörstjórn ekki í símaskrá (komnir í lífstein)?

Lífsteinn: Helgi G. Garðarsson læknir-kominn yfir í lífstein. Suðurgötu 12, 101 Reykjavík. læknastöð.

Ingvar Kristjánsson MRC Psych, kominn yfir í lífsstein, Suðurgötu 12, 101 Reykjavík. læknastöð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2017 kl. 17:48

6 identicon

Jæja hvað segja Moggabloggarar núna. Er SJ og skatta Kata orðin ykkar eina von. Var þá rantið á móti vinstrinu þetta árið bara fagurgali. Nú brosa menn út í annað með ríkistjórn þar sem V og D eru í kossaflansi.

Margret (IP-tala skráð) 13.11.2017 kl. 18:03

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Margrét, ekki veit ég hvort SJ og Kata er nokkurs eina von.  Ríkisstjórn hefur ekki verið mynduð og ekki get ég talað fyrir aðra en sjálfan mig og það má vel koma fram að ég er ekkert hrifinn af stjórnarsamstarfi við VG og enn síður við tihugsunina um Katrínu sem forsætisráðherra.

Þetta er hins vegar ekki í mínum höndum og mun því algerlega móta mína afstöðu til þeirra málefna sem þessi hugsanlega ríkisstjón mun leggja fram og berjast fyrir.

Axel Jóhann Axelsson, 13.11.2017 kl. 18:12

8 identicon

Undarlegt þetta fólk sem í síbylju talar um ný og betri vinnubrögð en neitar svo með miklum hroka að vinna með þessum og hinum býr til gildishlaðin hugtök  "leyndarhyggju með kynferðisbrotamönnum" og segir að hér megi bara allt fara til andskotans

Ég held ég fari á morgun og kaupi gjaldeyrir svo maður eigi fyrir grautardisk í ellinni

Grímur (IP-tala skráð) 13.11.2017 kl. 20:38

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Einkennilegt, það er eins og gagnrýnin hugsun hafi ekki fengið að þróast hjá hægri. Bara fylgja í blindni!

Jónas Ómar Snorrason, 15.11.2017 kl. 00:18

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jónas, hvernig þróaðist þín gagnrýna hugsun og ekki síður fullyrðingagleðin?  Þú fullyrðir að engin gagnrýnin hugsun hafi fengið að þróast frá hægri, bara blind fygni, án þess að færa nokkur rök fyrir þeirri hugsun eða gagnrýni.  Telur þú að þetta sé málefnalegt innlegg sem þú setur þarna fram?

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2017 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband