Varaformaður VG reynir að spilla viðræðum með ruddaskap

Ekki eru allir Sjálfstæðismenn ánægðir með yfirstandandi viðræður um stjórnarmyndun með VG og enn minna kátir yfir þeim afarkostum að formaður VG verði forsætisráðherra, takist samningar um stjórnarmyndun á annað borð.

Jafn skiptar skoðanir eru meðal stuðningsmanna VG um ágæti þess að mynda ríkisstjórn með Sjálfastæðis- og Framsóknarflokki, en flestir virðast sætta sig við að svo gæti orðið með því í raun frekjulega skilyrði að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra.

Í örvæntingarfullri tilraun til að reka fleig í viðræðurnar og ekki síður sem innlegg í valdabaráttu innan Vinstri grænna, ryðst varaformaður flokksins fram á völlinn með þá kröfu að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli ekki fá sæti í þeirri ríkisstjórn, sem hann sjálfur er að semja um að koma á fót í umboði kjósenda flokksins.

Þó flokkurinn kenni sig við grænt getur ekki verið að varaformaður VG sé svo grænn að hann viti ekki að venjan er, þegar ríkisstjórnir eru myndaðar, að fyrst sé komist að samkomulagi um málefni og að lokum skipti flokkarnir með sér verkum og hver fyrir sig velji sín ráðherraefni án afskipta annarra flokka, hvorki þeirra sem að ríkisstjórninni ætla að standa og auðvitað enn síður þeirra flokka sem í minnihluta munu verða.

Engin skynsamleg skýring önnur en tilraun til að hleypa upp stjórnarmyndunarviðræðunum og koma formanni VG frá því embætti, getur verið á því að varaformaðurinn rýkur í fjölmiðla með sína vægast sagt ruddalegu yfirlýsingu.

Nema að maðurinn kunni einfaldlega ekki á einföldustu kurteisisreglur og eðlileg mannleg samskipti.


mbl.is „Þetta hefur bara gengið vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

25% þjóðarinnae kaus BB til forystu svo þetta er ótrúlegur hroki í varaformanni VG 

enda var Kata frekar hvöss í garð hans í fréttum kvöldsins

mér datt helst í hug að hún væri að segja hundi að setjast

Grímur (IP-tala skráð) 12.11.2017 kl. 03:23

2 identicon

Og ekki einn um það. Hann fær liðsinni Sovétfréttastofu Rúv til þess, eins og heyra má á hamagangingum í þeim að reyna að koma "sinni" ríkisstjórn, vinstri stjórn til valda í landinu, þó að kjósendur hafi sýnt það og sannað í kosningunum, að þeir kæri sig ekkert um neina háskattastjórn hér, og alls ekki vinstri stjórn, og að þeir séu prýðilega sáttir við þá stjórn, sem mynduð var 2013, og vilji heldur hafa lágskattastjórn hér. En það er ekki hlustað á okkur kjósendurna. Til hvers er eiginlega verið að kjósa þá, ef ekkert er tekið mark á útkomunni eða vilja okkar kjósendanna. Það er lítið vit í því, finnst mér. Og svo er verið að segja, að sumir innan VG vilji ekki hafa Bjarna með í stjórn. Hvílík firra og dónaskapur! Ég ætla rétt að vona, að Sjálfstæðismenn hlusti ekki á það og taki það heldur ekki í mál! Nóg er nú að þurfa að fórna forsætisráðherraembættinu til Kötu litlu, þó að formanni stærsta flokksins sé ekki meinað að setjast í stjórn. Vonandi ansar Kata ekki svoleiðis vitleysu af hálfu flokksmanna sinna, að Bjarni fái ekki að vera í stjórninni, enda hélt ég, að hún ætti heldur ekkert sökótt við hann, sem kallar á slíkt. Þetta er algerlega fáránlegt, verð ég að segja. Það ætti svo að fara að leggja þetta Ríkisútvarp niður, þegar þetta er orðið að þessu pólitíska apparati, sem það virðist greinilega orðið, hvað sem útvarpsstjórinn segir. Það gengur ekki, að fréttamennirnir þar séu að skipta sér svona sífellt af því, sem þeim kemur ekkert við, og haga sér eins og Rúv sé ríki í ríkinu, sem stjórni öllu smáu og stóru hérna, og stjórnmálaöflin í landinu eigi að sitja og standa, eins og þeir vilja. Það gengur ekki. Fjarri því. Við verðum að öðru leyti að vona það besta.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2017 kl. 16:26

3 identicon

Skil ekkert hvað hann Bjarni sé að eyða orðum í þetta kommapakk sem alls ekki er á treystandi enda grunngildin allt önnur.

Meðan Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir jöfnuð, stétt með stétt, stendur villikattaflokkurinn fyrir listamenn og hælisleitendur og að skattleggja millistéttina og aldraða upp í rjáfur.

Í guðana bænum Bjarni ekki, eyða fleiri orðum í þetta vinstra pakk.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.11.2017 kl. 16:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einu sinni voru fréttamenn hlutlausir í umfjöllunum sínum um menn og málefni og létu sínar eigin skoðanir liggja milli hluta.

Það er löngu liðin tíð og sást vel í Silfrinu á RÚV að ýmsir fjölmiðlamenn eru í hópi öfgafyllstu vinstri áróðurpésa landsins.

RÚV kallar ítrekað á þessa vinstriöfgafullu fjölmiðlamenn sem "álitsgjafa" í þætti sína og fréttir.  Langt er orðið síðan hægt var að líta á fréttastofu RÚV sem hlutlausa.

Axel Jóhann Axelsson, 12.11.2017 kl. 17:33

5 identicon

Skoðanakanna kosning stórfyrirtækja, sem keyptu sér skoðanakannanir hjá fjölmiðlum sem risafyrirtæki eiga og ráða yfir.

Nú er verið að snúa uppá þumalskrúfur og hóta/múta í lokuðu rými í skipulögðu eldingaveðrafári. Það er byrjað á að niðurlægja Katrínu. Svo kalla þessir valdníðingar þetta lýðræðislegar kosningar.

Þeir afhjúpa sig í viðtölum þessir hvítflibbavaldarembur stórfyrirtækja og risamafíufjölmiðla, þegar þeir tala um kjósendur og sterkt bakland nánast í sömu setningunni. Voga sér meira að segja að fullyrða að það skipti ekki máli hvað kjósendur segja og finnist?

Best væri að senda lögregluvernd heiðarlegra manna til Katrínar og co strax í kvöld, í þessu lokaða rými í óveðrinu. Og kæra svo þetta falsaða kosningaleikrit svikaembættanna og svikafjölmiðlaeigendurna. Þetta er orðinn óverjandi og ábyrðarlaus vegferð.

Kannski þarf að fara út fyrir landsteinana til að kæra svona glæpabrögð, því á Íslandi er ekki virkt réttarkerfi, heldur bára hótandi sýslumenn!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2017 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband