4.10.2017 | 17:06
RÚV í bullandi vandræðum vegna óheiðarleika í fréttaflutningi
Taka verður undir með Sigmundi Davíð að ýmsir hafi farið hamförum í útúrsnúningum vegna skattamála þeirra hjónanna og umfjöllunar vegna úrskurðar ríkisskattstjóra og Yfirskattanefndar vegna þeirra mála.
Við lestur á úrskurði Yfirskattanefndar sést glögglega að allar eignir eiginkonu Sigmundar Davíðs hafa samviskusamlega verið taldar fram á skattframtölum þeirra hér á landi, en hins vegar voru þær allar færðar sem eign á persónulegu framtali þeirra í stað þess sem réttara hefði verið að tilgreina þær á sérstöku eyðublaði samkvæmt svokölluðum CFC reglum.
Það að ekki hafi verið farið eftir CFC reglum breytir það ekki þeirri staðreynd að engar tilraunir voru gerðar til að stinga eignum undan skatti, eða reynt að blekkja skattyfirvöld á nokkurn hátt. Úrskurður ríkisskattstjóra staðfestir að ekkert tilefni væri til að beita viðurlögum, kærum eða sektum vegna skattskilanna enda ekkert verið undan dregið þó ekki hefðu verið notuð rétt eyðublöð við skattuppgjörin.
Allir sem eitthvað hafa komið nálægt skattskilum fyrirtækja vita að þau geta verið mikill frumskógur og oft koma upp álitamál um hvernig skal fara með hin og þessi atriði og hvernig álagningu skatta skat hagað. Skattstjórar og ríkisskattstjóri hafa alls ekki alltaf rétt fyrir sér um túlkun skattalaga og því kemur oft og iðulega til kasta Yfirskattanefndar til að skera úr um álitamálin. Ef allt væri slétt, fellt og auðskilið í skattalögum þyrfti hvorki löggilta endurskoðendur til að vinna að flóknustu framtölunum né Yfirskattanefnd til að dæma í ágreinisngsmálum.
Fréttastofu RÚV tókst ekki einu sinni að fá Indriða G. Þorláksson til að segja í viðtali að um eitthvað misjafnt hefði verið að ræða í skattskilum Sigmundar Davíðs og Önnu, eiginkonu hans, og hvað þá að um lögbrot hefði verið að ræða. Þar með hlýtur að teljast að fokið sé í flest eða öll skjól fyrir fréttastofuna.
Rétt er að taka fram að skrifari þessara orða hefur aldrei kosið Framsóknarflokkinn eða Sigmund Davíð og mun ekki kjósa Miðflokkinn í komandi kosningum.
Fara hamförum í útúrsnúningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta breytir samt engu að Sigmundur reyndi að leyna því að hann hefði átt fleiri hundruð milljónir í aflandsfyrirtæki haustið 2008 þegar hrunið skall á og að hann hefði ásamt eiginkonu sinni verið einn af kröfuhöfunum í einn af föllnu bönkunum. Þetta breytir engu um að hann reyndi að ljúga sig út úr málinu þegar hann var spurður um Wintris af sænska spyrlinum í Kastljósþættinum, þóttist ekkert kannast við fyrirtækið og neitaði því meira að segjs að hafa selt eiginkonunni sinn hlut á 1 dollar korteri áður en nýju hagsmunareglurnar tóku gildi. Með þessum lygum sínum varð hann að athlægi um allan heim en datt ekki í hug að biðjast afsökunar á lygunum.
Ef þetta hefði verið Steingrímur eða Jóhanna sem hefðu hagað sér svona þá væri nú annað hljóð í þínum strokki, ekki satt?
Karvel (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 17:57
Nú, ef skrifari þessara orð hefur aldrei kosið Framsóknarflokkinn, af hverju er hann þá að láta svo vitleysu frá sér fara?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 17:59
Karvel, þetta breytir miklu (úrskurður yfirskattanefndar) um að jafnvel þeir forheimskuðustu geta ekki haldið því fram að Sigmundur og frú hafi leynt eigum sínum fyrir skattayfirvöldum. (hinir illgjörnustu munu auðvitað ekki láta sér segjast)
Ein helsta ástæða upphlaupsins og RÚV árásárinnar reynist falsfrétt.
Hafi Sigmundur brotið einhverja siðferðiskóða með því að blaðra ekki í alla sem hugsanlega og hugsanlega ekki vildu heyra að kona hans væri einn af kröfuhöfum í föllnu bankana þá má þjóðin þakka honum fyrir slíkt og kalla hvíta lygi.
Í ljósi úlfaþytsins of fjölmiðlafársins yfir skattamálunum þar sem allt var uppspuni frá rótum þá er ekki erfitt að ímynda sér að hin venjulega íslenska hælbítapólitík hefði náð að eyðileggja eða trufla alvarlega þau góðu verk sem Sigmundur vann fyrir þjóðina gegn ósanngjörnum kröfum erlendra kröfuhafa og vogunarsjóða.
Þegar við bætist að enginn meðalgreindur maður getur bent á að Sigmundur hefði staðið sig eitthvað betur í þessari baráttu ef kona hans hefði ekki átt þetta fé í útlöndum, engan sérstakan gróða (þvert á móti) sem hún hefur haft af þessu pólitíska starfi hans, þá fer nú að verða heldur lítið haldfast í öllum skætingnum og hatursummælunum út í þennan bjargvætt þjóðarinnar.
Jú hann kom ekki nógu vel fyrir í viðtali.
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 18:39
Hann er ekki kúl eins og atvinnu niðurrifs sinnar Bjarni,en góð færsla.
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2017 kl. 19:01
Haukur, ég er að skrifa þennan pistil því ég vil hafa það sem sannara reynist.
Viltu ekki hrekja það sem þú telur vitlaust í þessum skrifum? Það er vægast sagt ómálefnalegt að fullyrða að um vitleysu sé að ræða, en reyna ekki einu sinni að sýna fram á í hverju hún felst.
Ég sé ekki að skrif Karvels þarfnist frekari svara en fram koma hjá Bjarna. Reyndar reikna ég ekki með að Karvel láti sér segjast frekar en annað öfgafólk og slúðurberar.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2017 kl. 19:33
Nú er Sigmundur Davíð búinn að viðurkenna að Wintris, félag í hans eigu og eiginkonunnar, hafi ekki greitt skatta í samræði við lög og reglur um árabil (2011-2016). Sem sagt stolið undan skatti, enda voru reikningar erlendis stofnaðir með þeim tilgangi. F.v. forsætisráðherra var því skattsvikari og hefði í flestum löndum verið settur á bak við lás og slá. Samt eykst fylgi Miðflokksins. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?
http://stundin.is/frett/forsaetisradherra-reyndi-ad-stodva-birtingu-vidtal/
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 19:51
Haukur, lestu úrskurð Yfirskattanefndar því það er augljóst að það hefur þú ekki gert. Þar kemur skýrt fram að engum eignum var stungið undan skatti. Allar eignir voru tilgreindar á skattframtölum þeirra hjóna en að vísu ekki á réttum eyðublöðum.
Hver einast maður sem er sæmilega læs ætti að sannfærast við þann lestur.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2017 kl. 20:00
Simmi og hans kella voru ekki þau einu. Mörg hundruð Íslendingar opnuðu reikninga erlendis til að fela peninga og svíkja undan skatti. Íslensku bankarnir hvöttu fólk til að gera þetta. Veit um þetta af eigin reynslu. En það var umboðsmaður hjónanna (Sigmundar og eiginkonu) sem sendi bréf til ríkisskattstjóra, þar sem þau tilkynntu að þau hafi ekki greitt skatta í samræmi við lög og reglur. Hlustaðu á viðtalið við Sven Bergman. Sigmundur er eins og krakki sem er tekinní bólinu, neitar því að vera persónulega viðriðin erlenda bankareikninga, þrátt fyrir Wintris. Laug blákalt en fer síðan algjörlega á taugum, getur ekki einu sinni stamað menntaskóla ensku. Hleypur síðan út. Og þetta er forsætisráðherra okkar Íslendinga. Okkur öllum til skammar. Pilturinn er lítt menntað dekurbarn, sem hefur aldrei dýft hendinni í kalt vatn. Ætti að leita sér að vinnu þar sem hann þarf að mæta, stimpla sig inn og læra að vinna, kynnast aga og kurteisi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 20:18
Haukur, hafir þú lesið úrskurðinn er greinilegt að þú hefur ekki skilið upp eða niður í því sem þar stendur.
Hvað aðrir gerðu, eða gerðu ekki, með eignir sínar erlendis kemur þessu máli nákvæmlega ekkert við.
Þvarg, eins og þú endurtekur sífellt, leggur ekkert til málanna og er því ekki svaravert.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2017 kl. 22:32
Bjarni, í fyrsta lagi kemur einmitt í ljós að Sigmundur og frú töldu rangt fram vegna Wintris og fóru því í það eftir að uppvíst varð um fyrirtækið að óska eftir "leiðréttingu" fimm ár áftur í tímann því annars hefðu þau átt yfir höfði sér ákæru um skattsvik - og það vissu þau vel. Þau sluppu sem sagt fyrir horn þar, en við vitum ekki enn hversu mikinn viðbótarksatt þau þurftu að borga - það þorir Sigmundur ekki að upplýsa. Það liggur því fyrir að þegar Sigmundur hélt því fram að "allir skattar hefðu verið greiddir" af Wintris þá var hann að ljúga eins og "leiðréttingin" núna sýnir ljóslega. Það liggur líka fyrir að Sigmundur átti fyrirtælið til hálfs frá 2007, græddi ónefnt marga tugi milljóna á hruninu og var svo einn af kröfuhöfunum í föllnu bankana en í Kastljósviðtalinu þóttist hann ekkert vita um tilvist þess, stamaði bara einhverjar lygar sem sönnuðu samstundis að hann var að reyna að halda því leyndu að hann hefði átt fyrirtækið. Neitaði því svo, laug því sem sagt, að hann hefði ekki selt eiginkoninni sinn hlut á einn dollar korteri fyrir hagsmunalögin. Forsætisráðherra þjóðarinnar gerði sig að athlægi um allan heim með þessum lygum og framkomu - og algjöru siðleysi.
Þú kallar þetta "að standa sig ekki vel í viðtali" ... þegar við vitum öll að það myndir þú ekki segja ef um t.d. Steingrím og Jóhönnu væri að ræða. Þá hefðu allir Sjálfstæðismenn heimtað tafarlausa afsögn, á því leikur enginn vafi. Málflutningur þinn hér og málflutningur Axels er því ekkert nema hræsni á hræsni ofan - og verður það áfram enda eruð þið ekki menn til að viðurkenna sanleikann frekar en aðrir siðleysingjar.
Og firring þín er algjör þegar þú kallar Sigmund "bjargvætt þjóðarinnar" því það er hann sannarlega ekki, enda ekki til nein dæmi um að hann hafi "bjargað" nokkrum sköpuðum hlut nema eigin peningum til aflandsfélags rétt fyrir hrun. Þetta upplogna oflof þitt stenst því enga skoðun.
Karvel (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 04:09
Já, góðan daginn. Er þetta hjá skattstjóra? Já, fínt, ég heiti Sigmundur Davíð og er forsætisráðherra hérna í bænum. Þannig er að ég rakst á sænskan mann um daginn sem benti mér á að við hjónin ættum fyrirtæki sem heitir Wintris. Nú, sástu það í Kastljósi? Getur það verið? Var þessu virkilega sjónvarpað? Ég var búinn að útskýra þetta allt fyrir þeim og benda á að þetta væri allt saman einn stór misskilningur. En hvað um það, þegar ég fór að blaða í pappírum sá ég að við höfum alveg gleymt að telja þetta fyrirtæki fram. Svo ég spyr, er ekki í lagi að ég skoppi til ykkar á eftir með framtöl fyrir síðustu, látum okkur sjá, síðustu svona sex árin? Væru ekki bara allir kátir með það, ha? Leiðinlegt að gleyma svona smáatriðum og alls ekki illa meint, trúðu mér. Við hjónin eru sérstakt heiðursfólk og viljum alls ekki svindla á neinum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 09:11
Karvel, hefur þú lesið úrskurð Yfirskattanefndar?
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2017 kl. 09:47
Axel Jóhann, hefur þú lesið "Gagn og gaman?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 10:17
Haukur, þú heldur þig auðvitað við þær bókmenntir sem þú skilur. Þeir sem náð hafa lengra í lestrarkunnáttunni lesa flóknari ritsmíðar sér til bæði gagns og gamans. Vonandi getur þú fengið einhvern til að lesa fyrir þig úrskurð Yfirskattanefndar og útskýra hann fyrir þér. Það gæti hugsanlega aukið skilning þinn á því um hvað málið snýst.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2017 kl. 11:51
Alveg er með ólíkindum að lesa þessa "froðu", sem vellur frá Hauki og Karvel. En kannski sýnir þetta INNRÆTI OG HUGSUN flestra vinstri manna.
Jóhann Elíasson, 5.10.2017 kl. 15:03
Hlustið á viðtalið við Sven Bergman frá því í marz í fyrra. Slóðin fyrir neðan. Sigmundur Davíð er eins og krakki (á fimmtugs aldri), neitar því að vera persónulega viðriðin erlenda bankareikninga, þrátt fyrir Wintris. Laug blákalt en fer síðan algjörlega á taugum, getur ekki einu sinni stamað menntaskóla ensku. Hvað var pilturinn eiginlega að gera í Oxford? Hleypur síðan út. Og þetta er forsætisráðherra okkar Íslendinga, okkur öllum til skammar. Sigmundur Davíð er lítt menntað dekurbarn, sem hefur aldrei dýft hendinni í kalt vatn. Latur og linur. Ætti að leita sér að vinnu þar sem hann þarf að mæta, stimpla sig inn og læra að vinna, kynnast aga og kurteisi. Eða leigubílstjóri eins og þessi Jóhann Elíasson.
http://stundin.is/frett/forsaetisradherra-reyndi-ad-stodva-birtingu-vidtal/
D. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 15:41
Nú er Haukur erkikommi alveg farinn yfir um...
Jóhann Elíasson, 5.10.2017 kl. 15:45
Ekki veit ég hvort Haukur og D.Haukur eru sami maðurinn, eða hvort þeir hugsa bara og skrifa með sama hugarfarinu.
Upphaflega bloggið snerist ekkert um klaufagang Sigmundar Davíðs í dulbúnu sjónvarpsviðtali, heldur snerist það um úrskurð Yfirskattanefndar vegna skattskila þeirra hjónanna, á honum sést að allar eignir voru taldar fram til skatts hér á landi á framtölum hjónanna enda engum viðurlögum eða álögum beitt við yfirfærslu þeirra á rétt eyðublöð skattstofunnar.
Að geta ekki tekið þátt í umræðum án þess að vera með skítkast og níð um fólk og án þess að reyna einu sinni að leggja eitthvað málefnalegt fram, lýsir engum öðrum en skítadreifaranum sjálfum en segir ekkert um þann sem ausið er yfir.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2017 kl. 16:43
Jóhann Elísson, biðst afsökunar, fór mannavillt. Leigubílstjórinn sem ég hafði í huga er annar maður, annar sjalladúddi fyrir austan. Hinsvegar liggja þegar fyrir nægjar upplýsingar um skattsvik og þjófnað)hjónakornanna Sigmundar Davíðs og eiginkonu, að allir útúrsnúningar og fáfræði er ekki boðleg viti bornum mönnum. SDG er vandræðagemlingur sem er farinn að minna á afglapann Davíð Oddsson. Merkilegt að íslenska þjóðin skuli veita þessum ignorant og lítt menntuðum mönnum allt þetta svigrúm.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 17:04
Ég er EKKI Elísson,ef móðir mín væri á lífi myndi hún berja þig Haukur, en aftur á móti er afsökunarbeiðni þín tekin til greina. Ég sé aftur á móti að þú hefur fastmótaðar hugmyndir um mál hins mikla stjórnmálamanns og konu hans og það er eins og að reyna að fylla botnlausa tunnu að koma einhverju vitrænu í hausinn á þér, svo ég læt alveg vera að reyna það.
Jóhann Elíasson, 5.10.2017 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.