Costco afhjúpar langvarandi okur á flestum sviðum

Okur hefur viðgengist á Íslandi lengur en elstu menn muna og þrátt fyrir háværar kvartanir um það verðsamráð, okur og jafnvel hreinan fautaskap í verðlagningu sem tíðkast hefur hafa ekki haft meiri áhrif en þegar vatni er stökkt á gæs.

Samkeppni hefur verið í skötulíki og margoft verið bent á að lágvöruverðsverslanirnar skoði verð hver hjá annarri og stilli svo verðin af svo að ekki muni mikið meiru en einni krónu eða tveim á hverri einingu og alveg sérstaklega á þeim vörum sem oftast eru teknar með í verðkönnunum ASÍ.

Lengi vel var tollum, vörugjöldum og flutningskostnaði kennt um háa verðið á Íslandi og eftir að tollar og vörugjöld voru felld niður hefur söngurinn um verðmuninn snúist um flutningskostnaðinn og háa vexti.  Gríðarleg styrking krónunnar hefur hins vegar komið seint og illa fram í vöruverði og janfvel alls ekki orðið til að skapa verðhrun á innfluttum vörum, sem þó hefði átt að verða.

Til gamans má nefna eina vörutegund sem seld er í Costco, innflutt frá Bandaríkjunum, en nákvæmlega sams konar vara er framleidd og seld á Íslandi og því skemmtilegt að bera saman verðin.  Hér er um vinsælan gosdrykk að ræða sem seldur er í hálfs lítra plastflöskum, nákvæmleg eins framleitt í báðum löndum og innihaldið eingöngu kolsýrt vatn með bragð- og litarefni.

Flaskan sem seld er í Costco kostar sextíukrónur stykkið en í lágvöruverðverslununum er íslenska gosflaskan seld á eitthundrðaþrjátíuogeina krónu og á bensínstöðvum á þrjúhundruðogfimmtán krónur.  Eftir að Costco kom til skjalanna hafa Krónan og Bónus sést auglýsa tilboð á svona drykk og þá eru seldar níu flöskur saman á "aðeins" áttatíuogníu krónur stykkið.

Íslenskir gosdrykkjaframleiðendur verað að útskýra þetta gosdrykkjaokur, sem jafnvel má kalla verðníð, því ameríski vatnsdrykkurinn er framleiddur nákvæmlega eins og sá íslenski og þar að auki fluttur á milli landa um langan veg með öllum þeim flutningskostnaði sem ávallt er notaður sem afsökun fyrir háu verði innfluttra vara.

Íslensku framleiðendurnir hljóta að útskýra þetta okur, ásamt öllum hinum sem stundað hafa verðníð gagnvart neytendum undanfarna áratugi. Þetta gosdrykkjadæmi er aðeins neft til gamans þar sem um algerlega hliðstæða framleiðslu er að ræða.  Okur á öllum öðrum sviðum er ekki minna og jafnvel alvarlegra.  

Meira að segja forstjóri Ikea á Íslandi viðurkennir að fyrirtækið hafi okrað á landanum undanfarið og hagnaðurinn sé orðinn "fullmikill".


mbl.is 43% Íslendinga hafa farið í Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víða okrað maður...sjáðu t.d leigubíla...hvaða rugl er það, að það skuli kosta fyrir mann sem býr í Breiðholti og ætlar að lyfta sér upp á Laugardagskveldi í miðbænum, að það skuli kosta hann 9- 10 þús kr í leigubíla...hvaða rugl er það..??...af hverju í ósköpunum má ekki gefa leigubílarekstur frjálsan eins og annað..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 15:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er okrað á öllum sviðum og Breiðhyltingurinn sem fer að lyfta sér upp í miðbænum um helgi, með leigubíl, mat og drykk þarf að punga út ansi vænni fjárhæð fyrir sig og makann.  Svoleiðis lúxus væri ekki hægt að veita sér margar helgar í mánuði.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2017 kl. 15:16

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gott að fá þig aftur á bloggið. 

Sigurður I B Guðmundsson, 16.6.2017 kl. 16:07

4 identicon

Verð er eintoluorð í íslensku máli

Hörður Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 19:39

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hörður, þú hefur greinilega lesið pistilinn með mikilli athygli með tilliti til málfræðireglna.  Þetta er auðvitað hárrétt hjá þér, en í því samhengi sem orðið var notað um verðsamráðið, var það gert til að ekki færi milli mála að um samráð um verð margra vörutegunda væri að ræða.

Mér er til efs að margir hefðu nennt að setja inn athugasemd við svona pistil vegna atriðis sem ekki leikur stærra hlutverk en þetta í umræðunni.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2017 kl. 21:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Reyndar er orðið verð til í fleirtölu og beygist þá:  Verð, verð, verðum, verða. Með greini:  Verðin, verðin, verðunum, verðanna.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2017 kl. 21:49

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig las ég það einnig Axel,þegar ég leitaði,eftir ath.semd Harðar. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2017 kl. 00:48

8 Smámynd: Hrossabrestur

Góður pistill, en það væri nú aldeilis flott fyrir landann ef svona heilbrigð samkeppni kæmi upp á fleiri sviðum, eins og til dæmis í bankakerfinu.

Hrossabrestur, 17.6.2017 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband