Siðblindir banksterar og aðrir með (hugsanlega) skárri sýn

Svikaflétta Ólafs Ólafssonar, sem venjulega er kenndur við Samskip, við kaupin á Búnaðarbankanum er svo útsmogin og siðblind að svæsnustu glæpasögur komast varla í hálfkvisti hvað varðar blekkingarvefinn sem ofinn var.

Það á reyndar eftir að útskýra hvernig Ólafi tókst að láta greiða sér og þýska smábankanum sem þátt tók í fléttunni yfir eitt hundrað milljónir dollara í þóknun og umboðslaun eftir að hafa blekkt ríkið, sem seljanda bankans og eftirlitsstofnanir þess, til að ganga til samninga við banksteraklíkuna.

Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var einn eigenda Samsonar sem keypti Landsbankans, lætur Ólaf og félaga fá það óþvegið í pistli á netinu og kallar klíkuna Svika-hópinn, sem aldrei hafi átt fyrir kaupverði Búnaðarbankans og því vélað hann til sín með eintómum lygum, svikum og blekkingum.

Sjálfur segist Björgólfur Thor hafa verið þeirrar skoðunar lengi að full ástæða væri til að fara ofan í sölu Búnaðarbaka og Landsbanka og birta almenningi öll gögn varðandi þær sölur og segist sjálfur ekkert hafa að fela og sé tilbúinn til að mæta fyrir rannsóknarnefnd hvnær sem er.

Til að hreinsa þessi mál almennilega í eitt skipti fyrir öll hlýtur að verða sett á fót enn ein rannsóknarnefndin, sem dragi þá fram í dagsljósið allt sem ekki hefur áður verið kunnugt um þetta efni.  Líklega er núna komið fram það helsta um siðleysi kaupenda Búnaðarbankans og kaupendur Landsbankans þurfa að ganga í gegn um samskonar skoðun.

 


mbl.is Kallar S-hópinn „Svika-hópinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svikafléttan útsmogna er kannski það sem átt var við þegar talað var um "tæra snilld" þessarra manna?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2017 kl. 19:42

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

er RIKISSTJÓRN  OKKAR EKKI TÆR SNILLD  

 þeir hafa altaf vitað þetta frá  a- ö

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.3.2017 kl. 20:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar vissu stjórnvöld ekkert um svikafléttuna, enda var henni ætlað að blekkja allt og alla aðra en nánustu hirð Ólafs Ólafssonar.  Væntanlega hefur sú hjörð fengið gefið vel á garðann fyrir viðvikið.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2017 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband