Nýta skal öll bifreiðagjöld og -skatta til þess sem upphaflega var ætlað

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur tekið upp afturgengnar hugmyndir um vegatolla á þá bifreiðaeigendur sem álpast munu út fyrir borgarmörk Reykjavíkur í framtíðinni.

Þessi hugmynd virðist vera draugur sem gengur um í Samgönguráðuneytinu, því hann komst á kreik í tíð hinnar einu sönnu vinstri stjórnar þegar draugurinn tók sér bólfestu í þáverandi ráðherra málaflokksins, Kristjáni Möller, en var þá kveðinn niður með áköfum og eindregnum mótmælum þjóðarinnar.

Það verður að teljast furðulegt að ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli ekki berjast með kjafti og klóm við svona skattadrauga úr ráðuneytinu, þar sem flokkurinn hefur frekar kennt sig við hóflegar skattaálögur en skattahækkanir og hvað þá stuðning við afturgönguskatta, sem alltaf hafa tilhneygingu til að blása út og verða ógnvænlegri séu þeir ekki kveðnir niður strax í upphafi.

Nær væri fyrir ráðherrann að berjast fyrir því á þingi og í ríkisstjórn að núverandi bifreiðaskattar og önnur gjöld sem lögð eru á bíleigendur skili sér til vegagerðar, en séu ekki notuð til annarra þarfa samneyslunnar.

Tækist ráðherranum að vinna að því máli til réttrar niðurstöðu myndi hann bæði slá sjálfan sig til riddara og ekki síður yrði hans minnst fyrir að koma vegakerfi landsins í glæsilegt horf.

Til þess þarf ekki nýja skatta, aðeins að nýta þá sem fyrir eru til þess sem þeir voru á lagðir upphaflega.


mbl.is Rætt um vegtolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sammála þér nafni.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.2.2017 kl. 14:18

2 identicon

Ferilvöktun í all bíla og greiða tryggiar og bifreiðagjöld eftir eknum kilometrum.

Sammála (IP-tala skráð) 19.2.2017 kl. 16:25

3 Smámynd: Hrossabrestur

það er nú spurning hverju ferilvöktun myndi skila, en á það má benda að aðeins brot af vegagjaldi á eldsneyti rennur til vegamála.

Hrossabrestur, 19.2.2017 kl. 18:29

4 identicon

Með ferilvöktun væri hægt að greiða td tryggingar eftir notkun og bifreiðagjöld ofl ,þa greiðir fólk eftir notkun bíls.Ef ég ætti td 2 bíla  þá gætu tryggingar lækkað í einungis greitt þegar bíll er notaður.Þeir sem aka lítið mund þá hagnast á ferilvöktun.

Sammála (IP-tala skráð) 19.2.2017 kl. 19:30

5 identicon

Með ferilvöktun væri hægt að greiða td tryggingar eftir notkun og bifreiðagjöld ofl ,þa greiðir fólk eftir notkun bíls.Ef ég ætti td 2 bíla  þá gætu tryggingar lækkað í einungis greitt þegar bíll er notaður.Þeir sem aka lítið mund þá hagnast á ferilvöktun.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1362993/

Skattur til að stoppa í gatið

Álagning bifreiðagjalda kom upphaflega til framkvæmda sumarið 1987 og var hluti af víðtækum aðgerðum í efnhagsmálum sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar greip til. Jón Baldvin Hannibalsson var fjármálaráðherra. Í Mogunblaðinu 7. júlí 1987 sagði að bifreiðagjaldið og aðrar ráðstafanir myndu draga mjög úr halla á ríkissjóði. Því var gjaldið lagt á og þyngd bíla höfð sem viðmið, það er 4 kr. á kg á ári.

„Á næsta ári áformar ríkisstjórnin að fella niður smærri gjöld sem nú eru lögð á bifreiðar,“ sagði í frétt Morgunblaðsins sumarið 1987. Smærri gjöld, sem svo voru nefnd, voru skoðunargjald og iðgjald af slysatryggingu ökumanns, sem enn eru þó við lýði, nú innheimt af skoðunarstofum og tryggingafélögum. Á þessu ári er áætlað að í ríkiskassann komi 1,9 milljarðar króna með gjaldi þessu, að því er fram kemur í fjárlögum. sbs@mbl.is

Sammála (IP-tala skráð) 19.2.2017 kl. 19:37

6 identicon

Það er ágætis kílómetrateljari í öllum ökutækjum, er það ekki nóg?

Ég verð að viðurkenna að ég persónulega hef voðalega lítinn áhuga á að borga fyrir einhverja ferilvöktun fyrir tryggingar sem myndi virka í kannski 1-2 ár síðan yrði verðið á tryggingum bara hækkað og við værum komin í nákvæmlega sömu stöðu og áður kostnaðarlega séð fyrir utan það að nú þarf að standa að einhverju skilum og útreikningum sem myndi kosta okkur tíma og eitthvað sem við myndum borga fyrir.

Halldór (IP-tala skráð) 19.2.2017 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband