15.11.2016 | 23:18
Bjarni og Katrín hljóta ađ enda saman í ríkisstjórn
Eins og búast mátti viđ sleit Bjarni Benediktsson stjórnarmyndunarviđrćđum Sjálfstćđisflokks, Viđreisnar og Bjartrar framtíđar í dag, enda aldrei grundvöllur fyrir slíka stjórn.
Augljósasta ástćđan er auđvitađ ađ slík ríkisstjórn hefđi ađeins haft eins manns meirihluta á ţingi og ţađ er algerlega óásćttanleg ađstađa fyrir ţriggja flokka stjórn ólíkra flokka međ ólíkar stefnuskrár og áherslur í flestum mikilvćgum málum.
Líklega felur forsetinn Katrínu Jakobsdóttur nćst ađ reyna stjórnarmyndun, en engum heilvita manni getur dottiđ í hug ađ raunhćft sé ađ mynda ríkisstjórn, sem ćtti líf sitt undir fimm smáflokkum međ fjöldann allan af "villiköttum" innanborđs. Ekki má heldur gleyma ţví ađ allt sem slíkri ríkisstjórn dytti í hug ađ leggja fyrir Alţingi ţyrfti ađ fara í gegn um tölvuspjallkerfi Pírata sem bćđi er seinvirkt og óútreiknanlegt um niđurstöđur.
Eina raunhćfa leiđin til ađ mynda sćmilega starfhćfa ríkisstjórn í landinu er ađ Sjálfstćđisflokkur, Vinstri grćnir og Björt framtíđ brjóti odd af oflćti sínu og komist ađ viđunandi stjórnarsáttmála sem dygđi til ađ hćgt yrđi ađ stjórna međ sćmilegum friđi í landinu á nćstu árum, eđa a.m.k. fram á voriđ.
Lítill tími er til stefnu til ađ koma slíkri ríkisstjórn á koppinn ţví fjárlög verđur ađ leggja fyrir ţingiđ og samţykkja fyrir áramót ásamt fleiri stórum málum eins og samrćmingu lífeyrisréttinda, sem ku vera grundvallarmál ef ekki á allt ađ sjóđa upp úr á vinnumarkađi međ vorinu.
Vonandi eyđir Katrín ekki löngum tíma í drauminn um fimm flokka vinstri stjórn, enda óraunhćf hugmynd og ţjóđarhagur og lífskjör ţjóđarinnar eiga ekki ađ vera lögđ undir í pólitískum hráskinnaleik.
Katrín og Bjarni rćddu saman | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Aldrei Vinstri Grćna međ Katrínu Jakobsdóttur í ríkisstjórn.
Hvađ er eiginlega ađ fólki sem lćtur sér detta slík brjálćđisleg vitleysa í hug? Hvers vegna Katrín Jakobsdóttir?
Ég bara spyr?
Og ég, ásamt öllum öđrum, eigum fullan rétt á rökstuddu og lýđrćđislega viđurkenndu svari viđ ţeirri spurningu?
M.b.kv.
Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 16.11.2016 kl. 00:09
Ekki skil ég hvađ menn eru ađ stressa sig á ţessu. Ţađ hefur alltaf gengiđ best í ţessu landi ţegar viđ höfum ekki haft neina ríkisstjórn. Ţví ţađ er ekki annađ ađ sjá en ađ ţađ veljist eintómir afglapar inn á ţetta ţing. Verđi ţeir bara sem lengst í fríi, ţví ţá gera ţeir ţó allavega ekkert af sér á međan.
Steindór Sigurđsson (IP-tala skráđ) 16.11.2016 kl. 00:43
Steindór.
Best ađ láta Markús Sigurbjörnsson forseta Hćstaréttar Íslands, og eiginkonu hans, Björgu Thorarensen valdsins lagaprófessor Háskóla Íslands, og alla embćttanna stýrđu og bankakúgandi ráđuneytisstjórana taka ábyrgđ á sínum valdmisbeitingar-kúgunum.
Banka/skattokur-rćnandi, vendandi og vanhćft Háskóla-dómsstólaliđ!
Hćstaréttarvaldsafglapar eru hćttulegir.
M.b.kv.
Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 16.11.2016 kl. 01:15
Sennilega verđur mörgum hughćgra ađ viđra sína uppástungu um stjórnendur landsins. Viđ sem eldri erum og gátum treyst ţví ađ gömlu ţingmönnum okkar kćmi ekki í hug (eđa kćmust ekki upp međ ţađ),ađ afsala fullveldi okkar gátum ekki ráđiđ í ţađ sem viđ höfum nú upplifađ. Um leiđ og stórt áfall ríđur yfir landiđ,hleypur Samfylkingin undan ábyrgđ sinni verandi annar af tveim flokkum í ríkisstjórn.-- Á svona hrikalegum stundum er henni efst í huga ađ nýta sér áfall borgaranna til ađ koma ár sinni fyrir borđ og stefna beint međ ţjóđina undir yfirţjóđlegt vald.-Undarlegast finnst mér hvađ áhangendur ţessa stjórnmálaafls fylgdi henni í blindni,ólíkt VG. ţrátt fyrir ađ formađurinn stćđist ekki freystinguna,var stór hópur VG. sem hefđu aldrei svikiđ ţjáđ sína. Allir ţekkja ţá svo óhrćdda ađ berjast međ ţjóđ sinni og flokkum lengst til hćgri.Ţess verđur ávallt minnst í sögu ţjóđar.
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2016 kl. 05:51
Ríkisstjórn sem innihéldi Sjálfstćđisflokk og VG, ásamt Bjartri framtíđ, er eina raunhćfa leiđin til ađ mynda starfhćfan meirihluta á Alţingi, eins og stađan á fjölda ţingflokka er núna og mannfjöldi hvers og eins ţeirra.
Ţetta yrđi ekki óskastjórn, en líklega sú eina sem gćti komiđ einhverjum málum óbrengluđum í gegn um ţingiđ. Ef samstarfiđ yrđi stirt í slíkri stjórn vćri eina rétta leiđin ađ kjósa aftur í von um ađ línur yrđu skýrari ađ ţví loknu.
Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2016 kl. 07:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.