Pírati hótar valdaráni

Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, þingmaður Pírata, hótar að hún og flokkur hennar muni standa fyrir valdaráni á Alþingi Íslendinga á næstunni, fari lýðræðislega kosinn meirihluti á þinginu ekki að þeirri kröfu að tilkynna um kjördag um leið og þingið kemur saman.

Málþóf og annað ofbeldi minnihluta þingmanna hverju sinni til að trufla og tefja störf löggjafans er algerlega óþolandi og almenningur löngu búinn að fá nóg af slíkum vinnubrögðum, enda virðing þingsins og þingmanna í algeru lágmarki meðal þjóðarinnar. Þingmenn geta engum um það kennt nema sjálfum sér og eigin framkomu og vinnubrögðum.

Samkvæmt viðhangandi frétt mun Ásta Guðrún hafa skrifað á Facebooksíðu sína eftirfarandi: "Það er al­veg kýr­skýrt af hverju það þarf að boða til kosn­inga og það er vegna þess að fólk er komið með nóg af mik­il­mennsku­brjálæði, lög­leysi og siðleysi stjórn­mála­manna. Þetta er kúltúr sem við erum að reyna að upp­ræta. Það er ekki leng­ur hægt að kom­ast upp með allt og halda áfram eins og ekk­ert sé. Stund­um þarf að taka af­leiðing­um gjörða sinna."

Skrif hennar eiga mæta vel við hennar eigin siðleysi og mikilmennskubrjálæði og lýsir ekki síður vinnubrögðum minnihlutans á þingi en vinnubrögðum þeirra sem hún þykist vera að gagnrýna.

Ástandið á þinginu og jafnvel þjóðfélaginu öllu væri mun skárra ef þingmenn tækju meira mark á sjálfum sér og sýndu öðrum með því gott fordæmi í frmkomu og vinnubrögðum.

Umræðu"menning" á samfélagsmiðlunum og annarsstaðar þyrfti á slíkri fyrirmynd að halda.


mbl.is Hótar því að öll mál verði stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru Píratar komir með skoðanir ? 

Hélt þeir væru alltaf patt....

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 11:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hefur ekkert komið fram, sem ég hef tekið eftir, um að Píratar hafi einhverjar sérstakar lífsskoðanir eða stefnu í þjóðfélagsmálum.

Ásta Guðrún, þingmaður Pírata, er væntanlega að boða þau vinnubrögð sem flokkur hennar ætlar að stunda í framtíðinni og ætli þar með ekki að breyta miklu frá því sem nú er.

Axel Jóhann Axelsson, 26.7.2016 kl. 12:07

3 identicon

Þetta lið gleymir hvernig síðasta ríkisstjórn heyktist á svindli og svikum til að sitja út

kjörtímabilið þrátt fyrir að meirihluti landsmanna væri búin að fá nóg af þeim.

Það þarf engvar fjandans kosningar í haust og þetta minni hluta lýðræðisbull er

komið nóg af. Sést best hvernig borgarmálin eru öll í hnút og allt í klessu.

Ekki viljum við fá það í þjóðmálin.

Nei takk..

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 12:17

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig getur þingmaður Pírata verið að hóta einhverju núna sem Sjálfsóknarflokkurinn er þegar búinn að framkvæma?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2016 kl. 13:29

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fólk virðist vera yfir sig hrifið af stjórnarháttunum í Reykjavík, ef stjórn skyldi kalla, því það kýs þessa flokka yfir sig endurtekið.

Segir ekki gamalt máltæki að þangað leiti klárinn sem hann er kvaldastur, hvað sem til er í því.  Það virðist reyndar sannast hvað varðar stjórnmálin í Reykjavík.

Axel Jóhann Axelsson, 26.7.2016 kl. 13:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn virkilega hótað að sjá til þess að ekkert mál fáist samþykkt á Alþingi á næstu vikum og mánuðum?

Axel Jóhann Axelsson, 26.7.2016 kl. 13:31

7 identicon

Það er löngu orðið lýðum ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Og ég skil ekki þegar Sigmundur Davíð talar um góð verk. Það eina sem þeir hafa gert er að losa sig við besta manninn. Þar er ég að tala um Frosta Sigurjónsson. Nákvæmlega það sama og vinstri grænir gerðu við Lilju Mósesdóttur. Þetta er svo spillt og rotið þetta lið að það þolir ekki ef einhver réttsýnn maður er í þeirra hópi. Málþóf eða ekki málþóf, það breytir ekki nokkrum sköpuðum hlut fyrir almenning í þessu landi. Það er best fyrir almenning ef þetta skítapakk gerir ekkert, hvort sem það er með málþófi eða öðrum leiðum. Því það eina sem þessu liði dettur í hug er að gera eitthvað gott fyrir Elítuna. Hjá þeim er almenningur alger afgangsstærð sem skiptir þetta lið ekki nookru einasta máli. Þei einu sem ég þekki og fengu svokallaða leiðréttingu á húsnæðislánin var fólk sem þurfti ekkert á því að halda. En þeir sem virkilega þurftu á því að halda fengu annaðhvort lítið eða ekkert. Það er það eina sem þessi ríkisstjórn hefur gert fyrir fólkið í þessu landi.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 13:31

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel. Fyrirsögnin þín hér að ofan hljóðar þannig: "Pírati hótar valdaráni". Það eru þín orð.

Hvernig getur Pírati hótað einhverju sem Sjálfsóknarflokkurinn er þegar búinn að framkvæma?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2016 kl. 13:42

9 identicon

Nú verandi stjórnarflokkar eru bara að bíða eftir að kjararáð hækki launin þeirra þess vegna hanga þeir á roðinu.

Margrét (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 13:54

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ahyglivert að hóta því að eyðileggja störf þingsins og lama það með valdi og saka svo stjórnarflokkana um mikilmennskubrjálæði í sömu málsgrein.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2016 kl. 14:32

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með þessum yfirveguðu orðum Jóns Steinars hér -- og með pistli þínum, Axel Jóhann. smile

Þetta gengur ekki, að þriggja manna þingflokkur ætli að kúga svona þingið.

Jón Valur Jensson, 26.7.2016 kl. 14:53

12 Smámynd: Sandy

Það er erfitt að kúga þann sem ekki vill láta kúga sig. SDG ætti að krefjast þess að Píratar sýni fram á það með haldbærum rökum að þeirra málstaður standist skoðun. Eins er það umhugsunarvert að flokkur sem talar eins mikið fyrir bættum vinnubrögðum á þingi og Píratar, ættu að hafa eigin hugmyndir að leiðarljósi.

Sandy, 26.7.2016 kl. 16:06

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 Guðmundur, það má kallast VALDARÁN þegar fámennur fópur kemur í veg fyrir að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn geti sinnt störfum sínum og þingið lagasetningu.  Stjórnarandstaða á að sjálfsögðu að beita meirihlutann eðilegu aðhaldi og koma fleiri sjónarmiðum að í umræðunum, en þegar valdi er beitt til að stöðva þingstörfin er ekki hægt að kalla slíkt ofbeldi neitt annað en VALDARÁN.

Þú verður að útskýra hvernig Sjálfstæðisflokkurinn rændi völdum eins og þú ert að halda fram, án þess að fullyrðingin skiljist.

Axel Jóhann Axelsson, 26.7.2016 kl. 17:44

14 identicon

Menn virðast bara gleyma því að það er búið að lofa kosningum í bak og fyrir. Hver er eiginlega manndómur manna og heiður þegar loforð eru einskis virði? Finnst fólki bara ekkert að því að svíkja loforð af því þau voru ekki sammála þeim? Er það pólitíkin í dag?

Kristján (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 19:26

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það þarf að rjúfa þing til að halda kosningar, það hefur ekki verið gert og í raun má ekki rjúfa þing nema umboð til stjórnarsetu sé afturkallað eða lagt inn. Að halda því fram að hægt sé að kjósa af því að eitthvað fólk úti í bæ vill það, er rangt. Svona vinnubrögð eru stjórnarskrárbrot, þing situr í 4 ár nema það verði stjórnarslit eða Alþingi samþykki vantraust.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.7.2016 kl. 19:47

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, var ekki loforðið um haustkostningar skilyrt þannig að kosningarnar yrðu haldnar þegar meirihlutinn væri búinn að afgreiða það sem eftir stæði af helstu málum stjórnarsáttmálans?

Verði stjórnarandstaðan með málþóf og álíka ofbeldi ætti að sjálfsögðu alls ekki að kjósa í haust, heldur í enda kjörtímabilsins eins og gert er ráð fyrir í stjórnarskrá og lögum.

Axel Jóhann Axelsson, 26.7.2016 kl. 20:32

17 identicon

Sæll Axel.

Eins og þú segir svo réttilega
þá voru haustkosningar skilyrtar
með þeim hætti er þú nefnir.

Það er lífsnauðsyn þó ekki væri annað
en að undirstrika raunverulega merkingu
lýðræðisins að stjórnin hviki ekki spönn
frá því að skilyrðum verði fullnægt.

Það er hægt að loka þessari sjoppu endanlega og
í eitt skipti fyrir öll ef réttkjörin sjórnvöld
ætla ekki að standa í lappirnar gagnvart þeim
háværa minnihluta sem hér ríður röftum sem andskotinn
í okkar þjóðfélagi.

Íslandi allt!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.7.2016 kl. 23:22

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyr,heyr.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2016 kl. 00:46

19 identicon

Sæll aftur!

Vantrausti var haldið til streitu
af stjórnarandstöðu og því hrundið
af stjórnarflokkunum.

Vel má vera að þetta hafi verið leiksýning
en breytir því ekki að með því að þessi
gjörningur fór fram þá eru stjórnarflokkarnir
óbundnir af öllum samningum við stjórnarandstöðu
fram til þess tíma og beinlínis ber að útenda sitt
skeið því til þess hlutu þeir lögmæta kosningu
en ekki til að hlaupast frá skyldum og störfum
á miðju tímabili.

Ekki vil ég ætla mönnum það fyrirfram að þeir
fari ekki að leikreglum lýðræðisins 15. ágúst n.k.

Húsari. (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 18:12

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Húsari, mæl þú manna heilastur.

Axel Jóhann Axelsson, 27.7.2016 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband