Bálreiður Gylfi bregður brandi

Gylfi Arbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands, segir allt fara í bál og brand í þjóðfélaginu setji ríkisstjórnin ekki lög umsvifalaust til að afturkalla launahækkanir sem kjararáð skammtaði ríkisforstjórum og fleiru hálaunafólki í störfum fyrir ríkisbáknið.

Kjararáð segist vera að endurmeta laun þessara aðila með tilliti til áður framkominna launahækkana annarra í þjóðfélaginu og með tilliti til þreytu þessara starfsmanna þegar þeir loksins komast heim til sín algerlega úrvinda í lok vinnudags.

Í hvert sinn sem kjararáð sendir frá sér nýja úrskurði byrjar sami söngurinn í forystusauðum stéttarfélaganna, þ.e. að úrskurðirnir séu algerlega úr takti við allt sem sé og hafi verið að gerast á vinnumarkaði undanfarna mánuði og ár.  Á sama hátt er skýring kjararáðs alltaf sú að ráðið hafi einmitt verið að taka mið af kjarasamningum undanfarinna mánaða að teknu tilliti til þessa eða hins sem hafi breyst embættismönnunum í óhag síðan síðasti úrskurður hafi verið kveðinn upp.

Almenningur verður alltaf jafn bálreiður og Gylfi og aðrir launþegaforingjar og yfirleitt er erfitt að sjá hvorir eru fljótari að gleyma öllu saman, slökkva bálin innra með sér og slíðra brandana.

Núna eru liðnir tveir eða þrír dagar frá því að úrskurður kjararáðs var kveðinn upp og flestir búnir að jafna sig á reiðikastinu og hinir verða nokkuð örugglega búnir að gleyma öllu saman strax eftir helgina, a.m.k. ef veðrið helst sæmilegt.


mbl.is Allt fari í bál og brand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

.

Bálreiður Gylfi brandi

bregður og skekur spjótin.

"Þetta er jú ferlegur fjandi.

Til fjárans með vinahótin.

Ég ræðst á þig, ráðið kjara,

reiður -- svo sofna ég bara."

 

Jón Valur Jensson, 14.7.2016 kl. 00:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Góður kveðskapur og skemmtilegur

Axel Jóhann Axelsson, 14.7.2016 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband