Ótrúleg viđbrögđ viđ enn furđulegra "valdaráni" í Tyrklandi

Fyrir nokkrum dögum var gerđ tilraun til valdaráns í Tyrklandi og lítur út fyrir ađ hluti hersins hafi ćtlađ ađ taka völdin og koma í veg fyrir ađ Erdogan forseta tćkist ađ gera sjálfan sig ađ einrćđisherra landsins.

"Valdarániđ" var svo illa skipulagt ađ Erdogan ţurfti ekki annađ en ađ skora á stuđningsmenn sína ađ flykkjast út á götur Istanbul og kveđa ţannig "valdarániđ" niđur og tóku margir stuđningsmanna hans ákalli hans svo alvarlega ađ "uppreisnarmenn" voru drepnir í ţó nokkrum tilfellum á hrottalegan hátt án dóms og laga.

Miđađ viđ viđbrögđ Erdogans virđast ţúsundir manna í hernum og opinberum störfum hafa tekiđ sig saman um ađ gera byltingu í landinu og tekist ađ fara svo hljótt međ máliđ ađ hvorki leyniţjónusta Erdogans né nokkur önnur í veröldinni höfđu nokkurn pata af málinu, enda kom ţađ öllum heiminum gjörsamlega á óvart.

Líklegasta skýringin á ţessu "valdaráni" er ađ Erdogan hafi sjálfur stađiđ á bak viđ allt saman og eina raunverulega valdarániđ sé einmitt ađ eiga sér stađ ţessa dagana á međan Erdogan er ađ festa sjálfan sig í sessi sem einrćđisherra Tyrklands og ekki lofa fyrstu dagarnir góđu um framhald ţess stjórnarfars sem virđist í uppsiglingu í landinu.

Öll viđbrögđ Erdogans og hans manna viđ "valdaráninu" virđast hafa veriđ undirbúin löngu áđur en tilraunin til "valdaránsins" var gerđ, enda öll viđbrögđ viđ ţví vandlega undirbúin og listar tilbúnir yfir ţúsundir manna, jafnvel tugţúsundir, sem handteknir hafa veriđ og ásakađir um andstöđu viđ einrćđisherrann vćntanlega.

Tyrkland virđist vera á leiđ til borgarastyrjaldar og lenda í flokki međ Írak og Sýrlandi og er sú framtýđarsýn eins og algjör martröđ fyrir vestrćna leiđtoga, sem ekki hafa ţorađ annađ en sitja og standa eftir duttlungum Erdogans fram ađ ţessu.

Ef til vill endurskođa fljótlega einhverjir ţeirra ţessa vćgast sagt illa grunduđu eftirlátssemi viđ Erdogan undanfarin ár.


mbl.is 103 hershöfđingjar handteknir eftir valdaránstilraunina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband