ASÍ vill veiðigjöld í stað hærri launa til félagsmanna sinna

Það er svolítið skondið að horfa endalaust upp á stöðnun og hugmyndaleysi ASÍ og aðildarfélaga sambandsins þegar kemur að baráttunni fyrir bættum kjörum félagsmanna stéttarfélaganna.

Áratugum saman eru sömu kröfurnar uppi á borðum og nánast má ekki nefna að kröfur um launagreiðslur taki mið af þeim mikla arði sem ýmsar atvinnugreinar skila hluthöfum. Ekki virðist mega nefna mismunandi laun eftir atvinnugreinum, heldur skal tímakaup vera nánast það sama hvort starfað sé í ferðaþjónustunni, verslunum eða í sjávarútvegi.

Undanfarin ár hafa allar þessar greinar skilað miklum hagnaði og í stað þess að starfsmennirnir njóti hluta þessa arðs krefst ASÍ þess að alls kyns skattar og gjöld, þ.m.t. veiðigjöld verði hækkuð og allt saman látið renna í ríkissjóð.  

Einhver hefði getað látið sér detta í hug að stéttarfélögin legðu frekar til að hluti arðsins rynni til starfsmanna fyrirtækjanna, enda verður hann ekki til með hlutafénu einu saman og yrði raunar enginn nema fyrir samspil fjármagsins og vinnuframlagsins.

Sjávarútvegurinn gæti greitt miklu hærri laun en hann gerir núna en aldrei virðast vera gerðar meiri kröfur til launagreiðsla í kalsamri fiskvinnu en til vinnu í iðnaði sem oft á tíðum býr við betri aðbúnað en ýmsir starfsmenn fiskvinnslunnar.

Einnig hefur ASÍ barist hart gegn bónusgreiðslum til stjóranna í hinum og þessum fyrirtækjum í stað þess að krefjast þess að séu greiddir út bónusar og arður í fyrirtækjum, þá gangi slíkar greiðslur til allra starfsmanna burtséð frá launum en miðist við vinnutíma hvers starfsmanns á því árinu sem greiðslurnar taka til.

Það eru aðrir tímar núna en voru í árdaga stéttarfélaganna og kröfur til handa launafólki eiga að taka mið af nútímanum en ekki fortíðinni.

 


mbl.is Vilja auðlegðarskattinn aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Gylfi vill líka auðlegðarskattinn aftur, semsagt þó ófreskju sem innleidd var í tíð síðustu ríkissjórnar.  Auðlegðarskattur var eitthvert mesta rangnefni á nokkrum skatti.  Í takt við aðrar skattabreytingar Steingríms Joð og Jóhönnu Sig. þá bitnaði skattur með óréttmætum hætti mismunandi eftir hjónum eða einstaklingum. Í öðru lagi voru neðri viðmiðunarmörk skattsins svo lág að ráðist var á lífeyri þess fólks sem eitt hafði bróðurpartinum af sínu ævistarfi í að eignast skuldlausar fyrir sig og fjölskyldur sínar, (mörg sorgleg dæmi um að skatturinn lenti á eftirlifandi maka sem bjó í húsi sem hjón höfðu byggt sér).  Í þriðja lagi var ekki tekið tillit til þess hvort þeir sem fengu á sig álagningu skattsins væru með tekjur, hvort heldur sem um var að ræða launatekjur eða fjármagnstekjur, skatturinn lenti af sama þunga á þeim sem eingöngu áttu eignir sem ekki gáfu daglegar tekjur og á þá sem voru í blússandi business.  Þannig má lengi áfram telja.  En það var svo sem auðvitað að frá Gylfa og co kæmu tillögur sem ráðast gegn félagsmönnum ASÍ.

Jón Óskarsson, 20.5.2016 kl. 18:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bara nafnið á skattinum, "auðlegðarskattur" var nánast hlæilegt miðað við útfærsluna, því eins og þú segir lenti hann illa á mörgu eldra fólki sem hafði tekist að eignast þokkalegt einbýlishús á langri ævi og hafði svo ekki einu sinni lífeyri sem dugði til að borga Steingrími J. 

Það á auðvitað að skattleggja tekjur en alls ekki eignir sem engum penignalegum tekjum skila.

Axel Jóhann Axelsson, 20.5.2016 kl. 20:33

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Undarlegur fjandi, hvað þessi svokallaði forseti Alþýðusambands Íslands, situr lengi og átölulaust í embætti sínu. Það gerir hann í krafti einræðislegra stjórnarhátta og þeirrar staðreyndar, að hann situr beggja vegna borðs, þegar kjör félagsmanna ASÍ eru annars vegar. Hörmulegt fyrirbæri, Alþýðusamband Íslands, eins og það blasir við í dag. Forseti þess þó sýnu verstur, hálaunamaðurinn sjálfur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.5.2016 kl. 00:18

4 identicon

já þetta er rétt hjá jóni, útfærslan var vanhugsuð. Hvaða réttlæti er fólgið í því að gefa gamalmennum rothögg á lokaárunum með því að taka af þeim eignir sem þau hafa unnið hörðum höndum að safna alla sína ævi? Það má kannski bæta því við að siðferðilega er þetta óverjandi að níðast á saklaus gamalmenni sem komu hvergi nærri hrunmálum. 

einar (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 01:12

5 identicon

Útgerðarfélög ein fyrirtækja  hafa þau undarlegu lögskipuðu, einstæðu reglu. Að geta sett starfsmenn sína á atvinnuleysisbætur ef ekkert hráefni er til staðar.

Aðspurður í einkasímtali um kröfu hækkunnar á skattleysismörkum, sagði Forseti ASÍ það vera aðeins á hendi og valdi lýðræðisins ...

L. (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 01:21

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig stendur á því að eins óvinsæll og Gylfi er, þá er hann endurkjörinn aftur og aftur? Það er eins og verkalýðurinn  vilji kissa vönd kvalara síns aftur og aftur?

Hvenær ætlar fólk að vakna úr þessum blauta draumi, sem hefur orðið að martröð?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2016 kl. 20:28

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóhann það liggur í reglunum um kosningar skilst mér.Einhversstaðar eru hér gömul blogg sem Ragnar Þór(Ingólsson) minnir mig,skrifaði á Moggabloggi. hann er í stjórnmálaflokknum Dögun.

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband