Fær Sigmundur uppreist æru?

Engum dylst að aðförin að Sigmundi Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna Wintrisfélagsins var vandlega skipulögð með því að sjónvarpa sérstökum Kastljóssþætti á sunnudegi, daginn áður en boðað hafði verið til mótmælafundar á Austurvelli.

Nú, nokkrum vikum síðar, hefur Sigmundur Davíð birt upplýsingar um skattgreiðslur þeirra hjóna síðan fyrir bankahrun og kemur þar fram að allar tekjur og eignir hafa verið taldar fram allan tímann og skattar greiddir samviskusamlega frá upphafi.

Fréttastofa ríkisútvarpsins heldur hins vegar áfram að rugla málið með því t.d. að segja að þau hjónin hafi greitt auðlegðarskatt ÞANGAÐ TIL RÍKISSTJÓRN SIGMUNDAR HAFI FELLT HANN NIÐUR, eins og orðalagið var í fréttatíma kvöldsins.  Þar með var gefið í skin að Sigmundur hefði verið að hygla sjálfum sér og eiginkonu sinni með niðurfellingu skattsins, þegar staðreyndin er sú að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir lagði auðlegðarskattinn á tímabundið og rann hann sjálfkrafa sitt skeið samkvæmt lögum hennar ríkisstjórnar.

Einnig birti fréttastofan viðtal við einhvern skattaspeking sem sagði að Sigmundur hefði í yfirlýsingu sinni um skattamálin misskilið hvernig að framtalinu skyldi staðið og það þrátt fyrir að enduskoðunarskrifstofan KPMG hafi allan tímann séð um þau mál og varla að finna víða meiri þekkingu á skattamálum en þar innandyra.  Reyndar var vitnað á eftir viðtalinu við sérfræðinginn í skriflegt svar Ríkisskattstjóra, sem staðfesti að framtölin hefðu uppfyllt öll skilyrði um framtöl vegna erlendra eigna og tekna.

Hefði Sigmundur Davíð birt þessar upplýsingar strax í mars, eftir að hann var blekktur í viðtal við sænska sjónvarpsmenn vegna félagsins, og áður en sunnudagskastljósið var sýnt er ákaflega líklegt að lítil sem engin umræða hefði orðið um félag þeirra hjóna og viðbrögðin frekar orðið eins og í Bretlandi eftir að Cameron, forsætisráðherra landsins, birti sín gögn varðandi aðkomu að aflandsfélagi og þar með virðist umræða þar um algerlega þögnuð.

Sigmundur Davíð getur því nagað sig í handarbökin vegna eigin klaufaskapar og rangra viðbragða við óheiðarlegri fyrirsát og hernaði RÚV og samverkamanna gegn honum.


mbl.is Hátt í 400 milljónir í skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Það sem Ásmundur skattasérfræðingur tók ekki fram í viðtalinu var hverju það hefði breytt að skila inn CFC.   Fréttastofa Stöðvar2 og Vísis skýtur sig algjörlega í fótinn í fréttinni í hádeginu http://www.visir.is/setja-spurningamerki-vid-utskyringar-sigmundar-davids-vardandi-cfc-framtol/article/2016160519773  sem Stöð2 fréttir átu upp kl. 18:30 án þess að vitna í leiðréttingar frá Ríkisskattstjóra.   Í fréttinni í hádeginu segir: "Ekki náðist í Skattstjóra eða skattrannsóknarstjóra við vinnslu fréttarinnar."  Það er nefnilega það.

Fréttin síðar í dag: http://www.visir.is/ekki-gerd-athugasemd-ef-cfc-eydublodum-er-ekki-skilad-inn/article/2016160519739  segir nefnilega aðra sögu, en ekki var haft fyrir að koma með þessa frétt í kvöldfréttunum.   Þarna tjáir Ríkisskattstjóri sig og segir m.a. "

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ef hlutaðeigandi skattaðili leiðir skattstofna réttilega út á skattframtali sínu eða fylgiblaði án þess að fylla út CFC eyðublöð sé ekki gerð sérstök athugasemd við þann framtalsmáta verði skattstofnar réttilega ákvarðaðir. Ef vafi sé á slíku sé skorað á aðilann að bæta úr og skila CFC eyðublöðum ásamt fylgigögnum.

„Eyðublöðin um CFC eru fyrst og fremst verkfæri til að leiða fram skattstofna en breyta í sjálfu sér engu um yfirferð skattframtala eða skattskyldu, hvort eyðublöðin séu fyllt út eða skattstofnar leiddir fram með öðrum hætti,“ segir Skúli Eggert. Hins vegar sé stefnt að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega."


 
 

Jón Óskarsson, 11.5.2016 kl. 20:03

2 identicon

Sigmundur laug þegar hann var spurður um Wintris og leindi því meðan hann samdi við kröfuhafa að eginkona hans væri einn kröfuhafa. Skattagreiðslur þeira hjóna, hagnaður eða tap koma þeim siðlausa blekkingarleik ekkert við og veita honum enga syndaaflausn.

Jós.T. (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 20:37

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Jós.T.: Munar ríkissjóði okkar ekkert um þessar skatttekjur semsagt ?  Og af hvaða tekjum hefur ríkissjóður, já og eða þjóðarbúið orðið ?  Ég er t.d. ekki viss um að allir sem mættu á Austurvöll daginn eftir Kastljósþáttinn hafi verið með hreina samvisku gagnvart skattskilum hér innanlands.  Hvað ætli margir þeirra hafi t.d. greitt fyrir svarta þjónustu ? eða tekið við greiðslum án reiknings eða skila á launatengdum gjöldum, tekjusköttum og virðisaukaskatti.   Fjölmargir hrópuðu hátt um skattsvik, sjá mátt slíkt á mótmælaspjöldum, þingmenn í ræðustól töluðu um skattsvik, fréttamenn og álitsgjafar töluðu um skattsvik, en slíkt reyndist hrein firra og ekki til neins annars en að sverta mannorð.  Mönnum þarf ekki að hafa líkað við f.v. forsætisráðherra eða hans störf, en á því er grundvallarmunur eða að væna hann um skattsvik og/eða önnur lögbrot.

Jón Óskarsson, 11.5.2016 kl. 20:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það kom fram snemma í þessu fárvirði að eiginkona Sigmundar hefði keypt skuldabréf af bankanum á árunum fyrir hrun, en bankarnir stunduðu það allir og mikið að gefa út alls kyns skuldabréfaflokka sem peningamenn landsins voru vélaðir til að kaupa gegn loforði um góða ávöxtun. Að sjálfsögðu hafa allir eigendur slíkra bréfa gert kröfu í slitabúin í von um að fá a.m.k. hluta upphæðarinnar greiddan til baka. Það á bæði við erlenda og innlenda skuldabréfaeigendur.

Hefði hún hins vegar lagt peningana inn á venjulegan bankareikning hefði hún fengið allt sitt til baka án vandræða vegna neyðarlaganna sem sett voru af ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2016 kl. 20:53

5 identicon

Axel, þú ssgir ... "Það kom fram snemma í þessu fárvirði að eiginkona Sigmundar hefði keypt skuldabréf af bankanum á árunum fyrir hrun".

Ég hef verið að leita að þessu en ekki fundið. Hvar kom þetta fram?

Lafði Georgía (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 21:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lafði Georgía, þú gætir t.d. lesið þér til um þetta héna:  http://sigmundurdavid.is/nokkur-ord-um-eiginkonu-mina/

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2016 kl. 21:22

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Fyrir hvað á SDG að fá uppreist æru? Fyrir exel skjal? Eða hvað hann heldur fram, sem engin sönnun er fyrir. Fyrir krónuskjól, að hann hafi skjól fyrir falli krónunar í formi dollara, punda eða evru, en landsmenn ekki. En vill samt að landsmenn séu krónupakk, ekki vill hann teljast til krónupakks. Fólk verður að passa sig að vera ekki í meðvirkni

Jónas Ómar Snorrason, 11.5.2016 kl. 21:31

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fólk verður að passa sig að vera ekki í meðvirkni, en það þarf að fjalla um hlutina af heiðarleika og sanngirni.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2016 kl. 21:35

9 Smámynd: Jón Óskarsson

Jónas Ómar Snorrason: Fannstu einhverja skekkju í "excel"skjölunum ?  Tek undir með Axel að það er nefnilega lágmarkskrafa að fjallað sé um mál eins og SDG og eiginkonu hans sem og annarra í sömu sporum af heiðarleika og sanngirni. Að mínu matir er "maður sem lýgur upp á andstæðing sinn og sakar jafnvel um lögbrot, er rökþrota maður".  

Jón Óskarsson, 11.5.2016 kl. 21:45

10 identicon

Við gerum mismunandi kröfur til fólks. Við kippum okkur ekkert upp við það þó Nonni nágranni fái málara til að mála húsið sitt án þess að borga vaskinn. En gerði skattstjóri það þá mundum við telja hann óhæfan í embættið. Það sama á við um forsætisráðherra, ýmislegt sem við látum aðra komast upp með telst óhæfa gegni viðkomandi embætti forsætisráðherra. Við teljum okkur eiga kröfu á því að þeir sem við gefum okkar mesta traust hagi sér í samræmi við það. Forsætisráðherra fyrrverandi brást þessu trausti á marga vegu. Hvort honum verði fyrirgefið á eftir að koma í ljós. Árni Johnsen var kosinn á þing eftir mútu og þjófnaðardóm þannig að það er ekki óhugsandi. Gullfiskamynnið og sjálfseyðingarhvötin eru sterk hjá Íslendingum.

Espolin (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 22:02

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Setning nr. 2 hjá þér, Espolin, sýnir einmitt tvískinnungshátt og skattsvikavilja okkar Íslendinga.  Þeim mun frekar ættum við að gleðjast yfir fréttum af þeim sem skila öllu sínu til samfélagsins, undanbragðalaust.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2016 kl. 22:58

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Axel er sammála þér, það á að fjalla um mál fólks af heiðarleika og sanngirni. En hart á litið er til fólk, síðan fólk, sem er þjóðkjörið eða starfar innan stjórnsýslunar. það fólk hefur miklu ríkari skyldum að gegna, fær þess vegna aukin réttindi vegna þess, í alls konar formi. Það er hægt að hártoga umm allt þetta SDG ofl. mál, en á endanum sníst þetta um siðferði stjórnmála og stjórnsýslu. Finnist þér hegðun hans  ofl. í lagi, þá er það þitt mál Axel, og engu við það að bæta. Jón Óskarsson, ef exel skjal fyrir þér er hinn endanlegi sannleykur, leynd ofl. ofl. þá lifðu vel og vonandi verður þú hamingjusamur það sem þú eftir lifir í exel heimi. 

Jónas Ómar Snorrason, 11.5.2016 kl. 23:18

13 Smámynd: Jón Óskarsson

Takk fyrir góðar kveðjur Jónas.  En þú hefðir kannski viljað að í stað vandaðrar samantektar KPMG á skilmerkilegan og skiljanlegan máta, hefðu verið birtar tugir eða hundruð blaðsíðna af skattframtölunum sjálfum og fylgigögnum sem afar fáir hefðu nennt að blaða í hvað þá haft yfirsýn og þekkingu til að lesa út úr og alls ekki geta séð þær rauntölur sem birtar voru.  Ef þú eða ég værum að taka saman álíka tölur þá tel ég fullvíst að Excel eða annar góður töflureiknir yrði fyrir valinu til að geta komið tölum á skilmerkilegan máta fram. 

Espolin:  Það er hörmung að lesa svona setningu eins og frá þér kemur um að okkur þyki ekkert að því að horfa upp á að menn svíki undan virðisaukskatti fyrir framan nefið á okkur.  Er ekki einmitt komi tími til að hætta svona hugsunargangi.  Má ég minna þig á að skattsvik af þessum toga eru talin vera í kringum 83 milljarða á ári, en fyrir þá fjárhæða mætti á innan við 2 árum byggja nýjan Landspítala frá grunni og það án þess að taka krónu að láni eða skera niður í ríkisrekstri.   Það er ótrúlegur tvískinningur að menn vilji reyna að leita að nál í heystakki varðandi skattskil f.v. forsætisráðherra sem birt hefur áður óþekkt magn af upplýsingum um persónuleg skattskil og maka síns, en finnist svo í lagi að svíkja sjálfir og horfa upp á nærumhverfi sitt svíkja undan skatti eins oft og tækifæri bjóðast.

Jón Óskarsson, 12.5.2016 kl. 00:13

14 identicon

Jón, mín vegna mátt þú mæta á Austurvöll með kröfuspjald berjandi potta í hvert sinn er þú sérð einhvern svíkjast undan gjöldum. En mig grunar að þó þér þyki hörmung að lesa um óheiðarleik samborgaranna þá séu viðbrögð þín þau sömu og mín. Kröfuspjöldin okkar og pottarnir eru frekar fyrir þá sem sóst hafa eftir starfi hjá okkur, valdi yfir afkomu okkar, fengið traust okkar og brugðist en kassadömu í Bónus sem borgar ekki í stöðumæli.

Espolin (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 01:08

15 identicon

Axel, þú segir mér að lesa mig til um þetta hér: http://sigmundurdavid.is/nokkur-ord-um-eiginkonu-mina/ ... ég gerði það og það er ekki orð þarna um hvernig þessar kröfur sem eiginkona Sigmundar átti á bankanna (eða bankann) urðu til. Þú fullyrðir það samt í #4 að "eiginkona Sigmundar hefði keypt skuldabréf af bankanum á árunum fyrir hrun". Ég spyr aftur, hvaðan hefurðu þetta? Mér vitanlega hefur ekkert komið fram neins staðar um hvernig kröfurnar urðu til og ekkert um hvað af þeim varð eða hvað fékkst upp í þær. Geturðu bent mér öruggar heimildir um annað?

Lafði Georgía (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 04:37

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lafði sæl, þú hefur líklega ekki verið með réttu gleraugun við lesturinn.  Hér á eftir eru þrjár stuttar tilvitnanir í textann sem ég vísaði í:

"Hér heima blandaði ég mér strax í umræðuna um hrunið og nauðsyn þess að gera tilteknar ráðstafanir til að gæta almannahagsmuna. Ég sagði Önnu Stellu að hún ætti ekki að gera ráð fyrir miklum endurheimtum af því fjármagni sem hún hefði lánað bönkunum. Nauðsynlegt hefði verið að forgangsraða innistæðum á undan skuldabréfum en að ef eindurreisa ætti samfélagið myndi þurfa að ganga lengra."

Einnig þetta:

"Skömmu eftir hrunið benti ég á að ríkið ætti að eignast kröfurnar á bankana á meðan þær væru einskis metnar. Sú varð ekki raunin. Hins vegar keyptu erlendir vogunarsjóðir slíkar kröfur af miklum móð með það að markmiði að hagnast á þeim þegar verð hækkaði. Megnið af kröfum á bankana voru keyptar upp af slíkum sjóðum. Sumir kalla þessa sjóði hrægammasjóði vegna þess að þeir ganga út á að hagnast á óförum annarra. Kona mín keypti hins vegar aldrei kröfur eftir hrun, þvert á móti, hún tapaði á því sem hún lánaði bönkunum fyrir hrun."

On lokaorðin eru þessi:

"Og varðandi hrægamma: Hrægammar eru þeir sem koma aðvífandi og reyna að gera sér mat úr ógæfu annarra og kroppa þá inn að beini. Hvað er þá andstæða hrægamma? Það eru þeir sem tapa en eru samt til í að fórna meiru sjálfir í þágu annarra.

Vonandi skilja þeir sem þetta lesa hvers vegna mér þykir lítið til þeirra koma sem kenna konu mína við hrægamma."

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2016 kl. 10:05

17 identicon

Axel, lestu þetta sjálfur. Sigmundur talar um að Anna hafi tapað á að "lána bönkunum" fjármagn. Hann minnist ekkert á að hún hafi keypt hlutabréf í þeim og tapað á þeim. Ef þessar kröfur sem Anna átti á bankann (eða bankana) eru tilkomnar vegna peninga sem hún "lánaði" þá stenst það ekki skoðun þvi allar beinar peningalegar inneignir í bönkunum voru tryggðar 100%. Það eina sem hann segir um "keyptar kröfur" er að Anna hafi ekki keypt kröfur EFTIR hrun ... sem mætti skilja sem svo að hún hafi keypt kröfur FYRIR hrun og tapað á þeim. En það stenst heldur ekki skoðun því fyrir hrun var ekki hægt að kaupa þessar kröfur.

Spurningunni sem ég varpa fram: Hvernig komu þær kröfur til sem Anna átti á bankana? er því ósvarað. Fullyrðing þín um "eiginkona Sigmundar hefði keypt skuldabréf af bankanum á árunum fyrir hrun" er í besta falli óstaðfest og því versta bara uppspuni hjá þér, byggður á einhverjum misskilningi - eða röngum lesgleraugum eins og þú vilt meina að ég hafi notað.

Lafði Georgía (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 10:40

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef banki lánar þér peninga skrifar þú upp á skuldabréf því til staðfestu að þú skuldir bankanum þessa peninga.  Ef þú lánar bankanum peninga færð þú í hendur skuldabréf frá honum, eða jafngilda staðfestingu á því að þú hafir lánað bankanum peningana.  Þetta er ekkert flókið og þetta ferli þekkja allir sem einhvern tíma hafa keypt íbúð eða bíl, eða selt slíkt án þess að fá staðgreiðslu fyrir hinu selda.

Auðvitað má orða það svo að fólk kaupi kröfur á þann sem fer í skuldabréfaútboð, en það gerðu t.d. bankarnir og mörg önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem voru skráð á markaði, fyrir hrun og margir fjárfestar, þ.m.t. lífeyrissjóðir keyptu slíkar kröfur í stórum stíl og töpuðu svo í sama stóra stílnum við banka- og útrásarhrunið.

Allt er þetta auðskiljanlegt þeim sem á annað borð kæra sig nokkuð um að skilja, en lesa ekki allt með pólitískum gleraugum og gera öllum öðrum en sjálfum sér upp glæpi, ómennsku og lygar.

Til að forðast allar óþarfa dylgjur í minn garð vegna alls þessa er rétt að taka fram að ég hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn og Sigmund Davíð ekki heldur.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2016 kl. 11:33

19 identicon

Sem sagt ... fullyrðing þín um að "eiginkona Sigmundar hefði keypt skuldabréf af bankanum á árunum fyrir hrun"  er bara þín ímyndun þar sem þú hefur nákvæmlega ekkert fyrir þér í því? Og ég hef aldrei heyrt um að banki fái lánaða peninga hjá fólki nema í því formi að fólk leggi þá inn á bankareikning. Sé það það sem Anna gerði þá tapaði hún ekki krónu.

En gott og vel, ég sé að þú vilt frekar fara undan í flæmingi en ræða staðreyndir. Verður þá svo að vera.

Lafði Georgía (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 12:05

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó þú hafir aldrei heyrt um að banki fái lánaða peninga hjá fólki, þá hafa örugglega flestir eða allir aðrir heyrt margoft um skuldabréfaútboð banka og fyrirtækja, sem snúast auðvitað um að fá lánaða peninga.

Það er greinilega ekki hægt að útskýra þetta fyrir þér og það er náttúrlega þitt vandamál en ekki mitt að skilningur þinn á fjármálum skuli ekki vera meiri en raun ber vitni.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2016 kl. 12:26

21 identicon

Axel, upphaflegt innleg mitt snerist um að fá hjá þér heimild fyrir þeirri fullyrðingu þinni að  "eiginkona Sigmundar hefði keypt skuldabréf af bankanum á árunum fyrir hrun"  því þeirri fullyrðingu hafði ég hvergi fundið stað. Þá vísar þú, orðum þínum til staðfestingar, á vefsíðu Sigmundar þar sem ekkert er minnst á að "eiginkona Sigmundar hefði keypt skuldabréf af bankanum á árunum fyrir hrun", einungis að hún hafi "lánað bankanum peninga" en ekkert minnst á í hvaða formi það lán var. og að hún hafi EKKI keypt kröfur af bankanum EFTIR hrun.

Útkoman er að þú varst bara að fara með fleipur í fullyrðingu þinni, vissir í raun ekkert um hvað þú varst að tala. Það liggur sem sagt hvergi fyrir (nema hjá Sigmundi og Önnu) hvernig kröfurnar sem Anna átti á bankann urðu til.

Aumir útúrsnúningar þínir sem þú kallar "útskýringar" en eru bara lélegt yfirklór breyta þar engu um.

Lafði Georgía (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 12:40

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ætli nokkur myndi nenna að þvarga lengi við svona þverhaus eins og þú greinilega ert Lafði Georgía.

Ég hef annað skemmtilegra við tímann að gera en það og bið þig því vel að lifa í þínni illa upplýstu veröld sem greinilega er á allt öðru og slakara plani en flestir hrærast á.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2016 kl. 12:47

23 identicon

það þarf ekki annað en að fara inn á http://sigmundurdavid.is/ og leita (Ctrl-F) á síðunni eftir 'skuldabréf' til að sjá þetta.

Þar má t.d. finna þetta:

Þúsundir sparifjáreigenda lögðu íslensku bönkunum til fjármagn á árunum fyrir efnahagshrunið, bæði með innlánum, peningamarkaðssjóðum og skuldabréfum. Félag Önnu var eitt  þeirra sem átti peninga inni hjá bönkunum í formi skuldabréfa, þ.e. hún lánaði bönkunum peninga.

Hlutabréf koma málinu að sjálfsögðu ekkert við hvort sem hún átti einhver slík eða ekki enda þau verðlaus strax við gjaldþrot.

ls (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 13:32

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vonandi skilur Lafðin hvað það þýðir að eiga peninga inni hjá einhverjum í formi skuldabréfa.  Þó er ekkert ótrúlegt, ls, að þú verðir kallaður þverhaus með aumar útskýringar á málinu.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2016 kl. 16:11

25 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég helda að það sé nokkuð sama hvernig Sigmundur Davíð hefði brugðist við, undirróðursmaskínan hér upp er  siðblind og álíka skilningsrík og Lafðin hér. 

Hrólfur Þ Hraundal, 12.5.2016 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband