5.4.2016 | 11:24
Besta lausnin að Bjarni Ben. taki við forrætisráðuneytinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, virðist vera búinn að mála sig út í horn vegna ótrúlega klaufalegrar framgöngu sinnar varðandi fjármál sín og eiginkonu sinnar, eftir að upplýst var að auðurinn væri ávaxtaður erlendis í nafni félags sem skráð er á Tortola.
Þrátt fyrir að þau hjónin haldi því fram að þessar eignir hafi alltaf verið gefnar upp til skatts á Íslandi og öll tiheyrandi opinber gjöld verið greidd. Ráðherrann hefur hrakist úr einu víginu í annað og komið fram eins og fórnarlamb en ekki hnarrreistur liðsforingi sem sækir fram gegn því sem hann segir vera ofsóknir á fölskum forsendum.
Úr því sem komið er skiptir engu hvernig í fjármálum forsætisráðherrahjónanna liggur, Sigmundur Davíð virðist endanlega vera búinn að tapa orustunni og jafnvel ærunni og mun tæpast verða vært í embættinu, því svo löskuð virðist ímynd hans orðin að erfitt verður að bæta þar úr.
Það eina rétta í stöðunni væri að Bjarni Benediktsson tæki við forsætisráðherraembættinu og Framsóknarflokkurinn fengi fjármálaráðuneytið og þó yrði líklega betra að Sjálfstæðisflokkurinn héldi því ráðuneyti einnig, þannig að Framsóknarráðherrunum fækkaði um einn.
Þetta yrði besta lausnin á málinu, en að öðrum kosti yrði að tryggja stuðning annarra flokka við minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins a.m.k. fram á haustið því ekkert vit væri í því að fara út í þingkosningar nánast samhliða forsetakosningunum í vor.
Viðskiptavinir sæta refsiaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjarni er einnig sekur um að hafa logið til um eign á aflandsfélagi í skattaskjóli, hann er bara svo heppinn að vera ekki forsætisráðherra. Það dugar ekki að skipta út kúk fyrir skít. Það verður ekki létt verk að endurheimta traust á stjórnvöldum og hæpið að fólk með faldar eignir erlendis og ósannindi á bakinu verði sannfærandi í því og fái nokkurn frið til verksins.
Jós.T. (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 12:11
Skrökvaði Bjarni ekki líka að þjóðinni? Er það í lagi?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2016 kl. 12:11
Furðulegt að ekki skuli vera hægt að ræða nein mál án þess að dylgja og kasta skít í fólk, eins og gert er í athugasemd nr. 1 hér að ofan.
Nafni, hverju skrökvaði Bjarni?
Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2016 kl. 12:20
Það er enginn stigsmunur á forsætis eða fjármálaráðherra, málið snýst ekki um lagatækniákvæði heldur um skort á siðferði, báðir lugu um að eiga fyrirtæki í skattaskjóli, þeir sýndu af sér fordæmalaust dómgreindarleysi og almenningur mun ekki sættast á að aðeins annar víkji, stjórnin þarf að fara burt strax og sýna að hún setji virðingu fyrir embættinu í fyrsta sæti, ekki eigin persónulegu hagsmunum!
Óskar Steinn Gestsson (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 12:32
Það eru hvorki dylgjur né skítkast að vísa í gamlan málshátt til að benda á að eitt sé eins slæmt og annað þó nöfnin séu önnur. Að það nægi ekki að breyta bara um nafn á forsætisráðherra.
Í Kastljósi 11. febrúar 2015 sagðist Bjarni ekki hafa átt neinar eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Félag Bjarna, Falson & Co, var skráð á skattaskjólinu Seychelles-eyjum. Þaðan fást engar upplýsingar og því ekkert vitað um starfsemi þess félags.
Jós.T. (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 12:57
Bjarni hefur gefið fullkomnar skýringar á tilkomu þessa félags og endalokum þess. Það er auðvitað ekki hægt að halda uppi skoðanaskiptum við fólk sem lemur höfðinu við steininn og neitar að viðurkenna staðreyndir.
Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2016 kl. 13:21
Sammála þessu, Axel. Ég var einmitt að hugsa það sama. Slíkar hrókeringar í stjórninni kæmu vel til greina og kæmu líka vel út. Það hefur ekki verið gert í fyrsta skipti, minnug þeirra Davíðs og Geirs, Geirs og Halldórs Ásgrímssonar. Ég held líka, að það væri það besta í stöðunni í dag, að þeir félagar, Sigmundur og Bjarni tækju sig til og stokkuðu upp í ríkisstjórninni, ef flokkarnir þeirra leyfðu þeim að gera það, og Bjarni tæki við forsætisráðuneytinu, og þeir Sigmundur og Sigurður Ingi hefðu jafnvel stólaskipti þá, Sigurður tæki við fjármálaráðuneytinu en Sigmundur við hans ráðuneyti. Mér finnst, að allt annað eigi að reyna en þingrof og boðun kosninga núna ofan í forsetakosningarnar. Það sér hver heilvita maður, að það gengur ekki.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 13:48
Allir hafa gefið fullkomnar skýringar. En eru þetta ómenntaðir guttar sem enga þekkingu hafa á lögum og viðskiptum? Geta þeir borið við fáfræði og þekkingarleysi?
Án nokkurra sannana er það hvers og eins að ákveða hverju skal trúa. Það er slæm staða. Og lýtur illa út hvort sem maður kýs að trúa eftir á skýringum viðkomandi eða ekki. Það verður hlegið að okkur um allan heim ef siðbótin felst í því að skipta út einum af Panama listanum fyrir annan.
Jós.T. (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 13:57
Auðvitað á formaður sjálfstæðisflokksins og varaformaður sjálfstæðisflokksins að sjá sómi sinn og láta af embættum !
Fólk sem ekki vill deila kjörum með eigin þjóð á ekkert erindi inn í þetta land !
Það má bara fara til þeirra landa þar sem peningarnir eru ! Bless Bjarni og Bless Ólöf !
JR (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 14:45
Stórkostlegur málflutningur hjá JR og málefnalegur eftir því, eða hitt þó heldur
Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2016 kl. 14:55
We Bjarni Ben ekki med bankareikning i skattaskjols landi?
Jóhann Kristinsson, 5.4.2016 kl. 23:09
Sæll Axel.
Álnir hamla auðugum að flýja. Það er skrýtin staða upp í samfélagi voru og sorgleg. Tel reyndar að þessi ríkisstjórn hafi verið að vinna að þýðingarmiklum málum landi og þjóð til heilla. Úr því sem komið er þá er ljóst að það þarf að gera breytingar og hróka mönnum til. Ég held að fólk verði að einblína á það að bæta lífskjörin, byggja spítalann, afnema fjármagnshöftin, lækka skatta og þá sér í lagi á smærri fyrirtæki og síðan megum við ekki gleyma ellilífeyrisþegum þessa lands. Við eigum að hætta tekjutengingum og leyfa fólki að vinna ef það kýs svo á ellilaununum og hætta að hugsa um það að einhver hafi það betra en næsti maður.
Síðan þurfum við að gera það sem Árni Páll, Steingrímur J. og Jóhanna hafa sagt þ.e. að færa kjör almennings nær þeim sem hafa það betur. Það þarf fyrst að byrja á þvi að breyta lífeyriskerfi landsmanna of afnema fríðindi stjórnmálamanna sem að hafa það miklu betra en almenningur í landinu. Störf stjórnmálamanna eru meira metin en almennings sem að kemst ekki með tærnar þar sem þeir hafa hælana. Almenningur getur ekki einu sinni flokkast sem hælbítar þegar kemur að lífeyrisgreiðslum. T.d. eiga Jóhanna og Steingrímur eitthvað á fjórða hundruð milljónir í lífeyrissjóðum, já vá vel í lagt. Þetta fólk getur lagt höfuðið aftur án þess að hafa áhyggjur og farið til útlanda í sólana hvenær sem er.
Síðan þarf að breyta hugsunarháttinum með ríkisreksturinn þ.e. að fækka störfum þar. Fáránlegt að fólk sé sett á spenann og þekkir ekki annað.
Margt fleira flýgur í gegnum huga minn en læt þetta nægja.
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.