Sigmundur: Engar dylgjur, nöfnin upp á borðið

Þjóðin hefur fylgst í forundran með klaufagangi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns, við að útskýra sína hlið mála vegna félags eiginkonu sinnar erlendis, sem mun hafa þann tilgang að ávaxta fjármuni hennar.

Þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram að um ólöglega starfsemi, eða skattaundanskot, hafi verið að ræða varðandi þetta félag, tókst Sigmundi Davíð að klúðra öllum viðtölum og missa allt traust vegna aulagangs við útskýringar málsins.

Eins og allir vita endaði Sigmundur Davíð með að missa forsætisráðherraembættið vegna þessara mála, en verður væntanlega óbreyttur þingmaður fram til næstu kosninga.  Ef til vill verður það einungis fram á haustið þar sem ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að kosið verði í haust, þrátt fyrir að kjörtímabil sé fjögur ár og kosningar ættu því ekki að fara fram fyrr en næsta vor.

Í fyrsta viðtali sínu eftir missi ráðherradómsins heldur Sigmundur Davíð áfram einkennilegri framkomu sinni, sem einkennt hefur allar hans gerðir undanfarið, og dylgjar um að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafi reynt að nýta sér pólitískan glundroða í eigin þágu og róið að því öllum árum að fórna sér og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráherra, sjálfum sér til framdráttar og væntanlega til að kosmast sjálfir í forystusæti flokks og ríkisstjórnar.

Svona dylgjur eru óþolandi fyrir samstarfsmennina í ríkisstjórninn, stuðningsmenn stjórnarflokkanna og reyndar hefur fólk almennt enga þolinmæði lengur gagnvart hálfkveðjun vísum í stjórmálastarfi.

Það er skýlaus krafa að Sigmundur Davíð skýri undanbragðalaust frá því hverjir þetta voru, sem hann var að ýja að, eða vera minni maður ella og í raun ómerkingur.


mbl.is Vænir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins um eiginhagsmunasemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf sökkvir hann sér dýpra hann Sigmundur.  Dylgjar nú um samstarfsflokkinn eftir að hafa reynt að fá forsetann til að skrifa upp á hótunarbréf.  Ætlar hann að skipa sér á bekk með stjórnarandstöðunni fram að næstu kosningum?

Það er grundvallar munur á því að flytja fé úr landi til þess eins að geyma í sjóð og borga ekki skatta
og svo því að stofna félag utan um viðskipti erlendis sem engin urðu.  

Sigmundur flutti fé úr landi, Bjarni gerði það ekki.
Sigmundur faldi fé, Bjarni gerði það ekki.
Sigmundur átti kröfur á gömlu bankana, Bjarni átti það ekki.
Sigmundur var beggja megin borðsins í baráttu við hrægamma, Bjarni var það ekki.

Sá er munurinn.

Sigmundur farðu nú í fríið og jafnaðu þig aðeins áður en þú kemur til baka.  Það verður ekki af þér tekið að þú stóðst þig vel í baráttunni gegn Icesave og svo í verkefnum ríkisstjórnarinnar!  Verkin hafa talað. 

Jónas (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 21:16

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Bjarni B er í alveg sömu skálinni og Sigmundur.

hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 21:20

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki gleyma Ólöfu Nordal, burt með þau.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.4.2016 kl. 22:42

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir kröfu þína Axel Jóhann, um undanbragða lausar skíringar og nöfn.  En það ætti og að gilda um marga aðra sem hafa sett fram fullyrðingar og gróusögur nú undanfarna daga.    

Hrólfur Þ Hraundal, 7.4.2016 kl. 23:21

5 Smámynd: Snorri Hansson

Helsti veikleiki Sigmundar hefur  verið að tjá sig við fjölmiðla. Vandræði með orðaval .

  T.d. ofnotkun efsta stigs orða. (Mest og best í heimi o.s.frv.)

Nú er hann greinilega  í taugaáfalli. Skiljanlega.

 Orð og gerðir krampakennd,  honum og samstarfsfólki til tjóns.

Snorri Hansson, 8.4.2016 kl. 08:02

6 Smámynd: Elle_

´Aulaskapur´ eða ´klaufaskapur´ eða hvað sem fólk vill kalla það er alveg skiljanlegur og skiptir engu máli ef maðurinn vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Ekki skil ég hörkudóma yfir Sigmundi fyrir að bregðast við eins og mannlegur maður. Og alveg óþarfi og rangt að vera að setja Bjarna Ben á hærri stall en Sigmund.

Elle_, 8.4.2016 kl. 22:20

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var frumvarp sem að Lilja Jósefsdóttir kom með 2013 til að loka á öll leinimök, eins og til dæmis hverjir eru eigendur kröfuhafa bankana og aflandsfyrirtækja.

En vinstri hjörðin feldi þetta frumvarp þá. Skrítið að það er sama fólkið sem veinar í ræðustól Alþingis og fjölmiðlum að það sé siðlaust og ólöglegt að vera eigandi í aflandsfélögum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.4.2016 kl. 22:34

8 Smámynd: Elle_

Mósesdóttir, Jóhann.

Elle_, 8.4.2016 kl. 22:39

9 Smámynd: Elle_

Já skrýtið hvað þau veina manna mest sjálf núna. Þau eru alveg siðlaus sjálf og koma ætti í veg fyrir að þau komist nokkru sinni aftur í stjórn.

Elle_, 8.4.2016 kl. 22:42

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sorry, þakka fyrir leiðréttinguna elle.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.4.2016 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband