25.2.2016 | 18:33
Hvað um íslensku þrælahaldarana?
Undanfarið hefur mikið verið fjallað í fjölmiðlum um "þrælahaldara" og aðra svindlara í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Samkvæmt þessum fréttum hafa fulltrúar verkalýðsfélagannna og skattayfirvalda ekki undan að við að setja slíkum aðilum úrslitakosti um úrbætur og lokun vinnustaða.
Fulltrúi stéttarfélags á Suðurlandi sagði í viðtali í útvarpi að á þeim landshluta virtist það vera regla en ekki undantekning að ferðaþjónustufyrirtæki svindluðu á starsfólki sínu og létu það jafnvel vinna tuga yfirvinnutíma án þess að greiða fyrir þá. Ekki síður væri svindlað á dagvinnulaununum og vaktaálagi iðulega stolið af starfsfólkinu.
Nefndi þessi fulltrúi sem dæmi að stórt ferðaþjónustufyrirtæki á Suðulandi væri búið að svíkja og svindla á starfsfólki árum saman og þegar búið væri að rekast í einni leiðréttingu á launum kæmi næsta mál varðandi fyrirtækið fljótlega til úrlausnar.
Nýlega var þrælahaldari frá Sri-Lanka hnepptur í varðhald fyrir að halda þrem samlöndum sínum í ánauð og er það mál nú í höndum lögregluyfirvalda. Hins vegar vekur athygli hvers vegna hann er sá eini sem handtekinn hefur verið, fyrst vitað er að fjöldi mála af sama, eða svipuðum toga, eru viðvarandi innan ferða- og byggingariðnaðarins.
Varla getur það verið að skýringin sé sú að um útlending sé að ræða, sem nota eigi til þess að hræða aðra sem sömu glæpi stunda, en Íslendingum og öðrum Evrópubúum sé leyft að iðka glæpi sína óáreittir.
Þrjár konur þolendur mansals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir þora ekki í Pólsku mafíuna þetta er ástæðan fyrir því að ekkert er gert við pólverjanna. Við fáum engar skattatekjur af þessu fólki og einu sem bera hag eru verkkaupendurnir allaveganna um stundarsakir eða þangað til gallar í byggingaframkvæmdum koma í ljós.
Valdimar Samúelsson, 26.2.2016 kl. 09:35
En Íslendingana sem stunda þetta? Af hverju er ekki lagt í þá?
Axel Jóhann Axelsson, 26.2.2016 kl. 10:40
Góður punktur, Axel, og eru þeir íslensku ekki út um allt? Farandi illa með unglinga fyrst og fremst.
Elle_, 26.2.2016 kl. 12:10
Veitingastaðirnir hafa lengi svindlað á launum ungs fólks og stéttarfélögin hafa vitað af því árum saman án þess að gera nokkuð í málunum (nema í þeim undantekningatilfellum sem þau hafa ratað í fjölmiðla).
Þeir sem stunda þessa svindlstarfsemi og jafnvel að halda fólki í hálfgerðri, eða algerri, ánauð eru í langflestum tilfellum Íslendingar og þetta mun halda áfram þangað til almennilega verður tekið á þessum málum og það af mikilli hörku.
Axel Jóhann Axelsson, 26.2.2016 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.