Hvernig er heimsmarkaðsverð búvara reiknað?

Ásgeir Friðrik Heimissonk, hagfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ, segir að samkvæmt skýrslum OECD "sé afurðaverð frá bænd­um hér á landi mun hærra en heims­markaðsverð, sé miðað við stuðul sem sýn­ir afurðaverð til bænda sem hlut­fall af inn­flutn­ings­verði. Með bú­vör­um er átt við mjólk­ur­vör­ur, naut­gripi, svína­kjöt, fugla­kjöt, kinda­kjöt og egg".

Ekki kemur neitt fram um það hvernig "heimsmarkaðsverð" sé fundið út né hvort inni í þeim útreikningum séu matvörur sem framleiddar séu í Afríku og Asíu jafnt sem á norðurlöndunum og Bandaríkjunum.  Ekki er heldur minnst á hvort "heimsmarkaðsverðið" sé afurðaverð til erlendu bændanna með þeim gríðarlegu niðurgreiðslum sem víðast tíðkast og hvort álagning afurðastöðva og heildsala sé innifalin.

Engu máli skiptir hvort fólk sé samþykkt innflutningshömlum eða ekki, krafan hlýtur alltaf að vera sú að allar upplýsingar um viðkomandi mál komi fram svo hægt sé að ræða um efnisatriðin af einhverju viti og mynda sér skoðun á viðfangsefninu.

Eitt sem þarf t.d. að upplýsa er hvort sá sparnaður niðurgreiðslna sem Íslendingar myndu spara sér á innlendum landbúnaðarvörum með auknum innflutningi sé einfaldlega á kostnað erlendra skattgreiðenda sem standi undir niðurgreiðslum á "heimsmarkaðsverðinu".  

Það er auðvitað alltaf ánægjulegt að vera boðinn í mat og þurfa ekki að borga fyrir hann sjálfur. Það er hins vegar alltaf skemmtilegra að vita hver borgar.


mbl.is Innlendar búvörur kosta 68% meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband