Kostnaður sjúklinga á hjúkrunarheimilum

Hjúkrunarheimili eru hluti af heilbrigðiskerfi landsins og þangað fer enginn nema eftir færnis- og heilsumat.  Jafnvel þeir eldriborgarar sem eru orðnir verulega veikir og hafa farið í gegnum slíkt mat þurfa oft að bíða langtímum saman eftir plássi á hjúkrunarheimili.

Kvartað hefur verið yfir því að allt að 20% rúma á Landspítalanum séu upptekin vegna aldraðra sjúklinga sem bíða eftir innlögn á hjúkrunarheimili, en rekstrarkostnaður á dag á Landspítalanum er margfaldur á við rekstrarkostnað hvers sjúklings sem kemst þaðan og inn á hjúkrunarheimili.

Enginn eldri borgari fær inni á hjúkrunarheimili nema vera orðinn verulega mikill sjúklingur og þá bregður svo við að þessir sjúklingar eru látnir borga stórfé fyrir sjúkraþjónustuna, eða eins og segir á vef Tryggingastofnunar ríkisins:  

                          Þátttaka í dvalarkostnaði:

Íbúar geta þurft að taka þátt í dvalarkostnaði sínum vegna varanlegrar búsetu á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Þátttakan er tekjutengd og er reiknuð út á grundvelli tekjuáætlunar. Á árinu 2016 gildir:

Ef mánaðartekjur íbúa eru yfir 81.942 kr. á mánuði, eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Greiðsluþátttaka verður þó aldrei hærri en 384.740 kr. á mánuði.

Íbúi sem greiðir hámarks þátttökugjald er með tekjur að fjárhæð 466.682 kr. eftir skatt á mánuði. Aðeins íbúar 67 ára og eldri taka þátt í dvalarkostnaði.

Ef íbúi tekur þátt í dvalarkostnaði byrjar hann að greiða frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að búseta hefst. Heimilið sér um að innheimta hlut íbúa í dvalargjaldi.

Nú er rætt um að breyta þessum reglum þannig að sjúklingarnir haldi lífeyri sínum en greiði svo sjálfir, eða ættingjar þeirra, fyrir hjúkrunarþjónustuna.  Það væri algerlega óásættanlegtr kerfi og byði upp á að einungis þeir efnameiri gætu í framtíðinni nýtt sér hjúkrunarheimilin, en hinir sem minni tekjurnar hafa yrðu að láta sér nægja að liggja í kör heima hjá sér, jafnvel einir og án allrar aðstoðar því ekki búa allir aldraðir við mikla umhyggju ættingja sinna.

Það er ótækt að veikustu og elstu sjúklingarnir skuli látnir borga allt að 385 þús. krónum á mánuði fyrir nauðsynlega hjúkrunarþjónustu.  Eingöngu ætti að rukka sanngjarna upphæð fyrir húsaleigu og mat, en læknis- og hjúkrunarþjónusta ætti að greiðast úr ríkissjóði eins og annar sjúkrahússkostnaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel!

Þetta er misskilningur hjá þér. Það þyrfti enginn að borga neitt meira en nú þó mennn borguðu sjálfir. Eina breytingin er sú,að í stað þess að lífeyrir væri tekinn fyrirfram af sjúklingum,eldri borgurum og að þeim forspurðum,mundu sjúklingar greiða sjálfir eftir að þeir væru komnir inn á hjúkrunarheimilin.Tryggingarnar mundu borga jafnmikið eftir sem áður.Ég er að tala um að taka upp það fyrirkomulag,sem er á hinum Norðurlöndunum.Ég er ekki að tala um að láta sjúklungana,eldri borgarana, greiða meira en áður,aðeins að þeir greiði sjálfir en peningarnir séu ekki teknir af þeim ófrjálsi hendi.

Kær kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.2.2016 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband