Sjálfboðaliðar og þrælar

Í Vík í Mýrdal handtók lögreglan erlendan mann sem rak sauma- eða prjónastofu og er honum gefið að sök að hafa haldið tvær konur, samlanda sína, í þrældómi um einhvern tíma.  Ef marka má fréttir hafði ólöglegu starfsfólki þessa sama manns verið vísað úr landi stuttu fyrir síðustu jól, þannig að varla hefur þetta síðasta þrælahald staðið mjög lengi, hafi yfirvöld staðið sig sem skyldi í fyrra skiptið.

Við þessar fréttir vakna upp spurningar um mismuninn á svona þrælahöldurum og þeim fyrirtækjastjórnendum sem auglýsa eftir og hafa í vinnu hjá sér svokallaða "sjálfboðaliða" sem engin laun fá, en er þó lagt til húsnæði og líklega fæði að auki.  Ekki kemur fram hver borgar ferðakostnað "sjálfboðaliðanna" sem flestir eru erlendir eins og þrælarnir sem frelsaðir voru í Vík og grunur leikur á að haldnir hafi verið víðar, án þesss að hægt hafi verið að fylgja þeim málum eftir.

Er munurinn á "þrælahöldurunum" og hinum sem halda sjálfboðaliðana nokkuð svo mikill þegar allt kemur til alls.  Báðir aðilarnir eru að reyna að hagnast persónulega sjálfir á vinnu ólaunaðs starfsfólks, annar nýtir sér líklega neyð þess sem plataður hefur verið, eða neyddur, til starfans en hinn spilar á ævintýragirni ungs fólks sem lætur sig hafa það að vinna undir því yfirskini að með því móti fái það tilbreytingu í líf sitt.  Enginn veit þó hvort eitthvað annað en unggæðingsháttur og ævintýraþrá búi að baki eftirsókninni eftir vinnunni launalausu.

Hvað sem er að baki "mansalinu" og "sjálfboðaliðavinnunni" í atvinnufyrirtækjum á hvorugt að líðast og þeir fyritækjarekendur sem hagnast á slíku ættu ekki að komast upp með slíka háttsemi og raunar ættu hörð viðurlög að liggja við hvoru tveggja.

 

 


mbl.is Rökstuddur grunur um 10 mansalsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband