8.1.2016 | 13:55
Flóttamenn eyðileggja fyrir flóttafólki með ofbeldisverkum
Fréttir af fólskuverkum múslimskra flóttamanna frá Norður-Afríku og ýmsum arabalöndum gegn konum um áramótin í ýmsum borgum Evrópu vekja mikinn ótta almennings og gætu gjörbreytt viðhorfi Evrópubúa til flóttamannastraumsins sem undanfarið hefur streymt til álfunnar.
Að illvirki af svipuðu tagi, sem beinast að konum, skuli framin í mörgum borgum í ýmsum Evrópulöndum á sama tíma getur ekki eingöngu verið tilviljun, heldur hlýtur menningarmunur og viðhorf til kvenna að spila stóra rullu í þessum atburðum.
Konur njóta ekki sama réttar og karlar innan Islam og feðraveldið er þar allsráðandi, en gera verður þá kröfu til flóttamanna, hvort sem um múslima eða aðra er að ræða, að um leið og þeir sækjast eftir hæli í Evrópu að þá undirgangist þeir þá siði, venjur og lög sem þar gilda og samlagist tuttugustuogfyrstu öldinni strax eftir komu sína þangað.
Flóttamennirnir gera sjálfum sér, málstað sínum og þeim sem vilja taka þeim opnum örmum stórskaða með svona óhæfuverkum, sem auðvitað eru aðeins framin af miklum minnihluta flóttamannanna, en þó var í þessum tilfellum um hundruð eða þúsundir að ræða.
Líklega eiga nýliðin áramót eftir að draga verulega úr því jákvæða viðhorfi sem ríkt hefur í Evrópu til móttöku flóttafólks hjá almenningi. Stjórvöld í Evrópulöndum eru reyndar þegar byrjuð að berjast gegn áframhaldandi för flóttafólks inn í lönd sín með landamæravörslu og vegabréfaskyldu sem áður hafði verið aflögð að mestu.
31 handtekinn í Köln | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru nokkrar staðhæfingar í þessum pistli sem ekki eru alveg í samræmi við það sem hefur komið fram eða að þú ert að gefa þér hluti sem ekki hafa komið fram.
Í fyrsta lagi þá voru þarna ekki þúsund afbrotamenn heldur voru þúsund manns að skemmta sér og ákveðinn lítill hluti þeirra braut af sér. Það hafa komið fram um 90 kærur og mjög sennilega eru sömu gerendur í mörgum tilfellum. Því hefur verð giskað á að þarna hafi verið um 30 til 40 gerandur úr þessum þúsund manna hópi og það er búið að handtaka 31 grunaðan einstaking.
Það hefur ekkiert komið fram um trú þessara handteknu einstaklinga svo ég viti til. Vissulega eru þeir flestir frá löndum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar en hluti þjóðarinnar í þeim löndum sem þeir koma frá játa önnur trúarbrögð þar með talið kristni og því geta alveg verið menn sem játa önnur trúarbrögð þarna innan um. Enda fátt sem bendir til þess að þessi hegðan hafi nokkuð með trúarbrögð að gera. Reyndar hefur komið fram að einn þeirra handteknu er Amaríkani og þar er meirihlutinn kristinnar trúar þó vissulega hafi ekkert komið fram um trú þess Ameríkana.
Sigurður M Grétarsson, 8.1.2016 kl. 14:04
ÉG hef alltaf verið jákvæður gagnvart flóttafólki og fjölmenningu, en það kemur ekki í veg fyrir að maður viðurkenni þær staðreyndir sem við blasa í málinu. Sams konar ofbeldi er beitt í mörgum borgum í nokkrum löndum og það af karlmönnum sem ættaðir eru frá löndum múslima.
Margir Bandaríkjamenn og Þjóðverjar eiga uppruna að rekja til Norður-Afríku og arabalanda og það breytir ekki þeirri staðreynd að meirihluti þeirra sem handteknir hafa verið í Köln einni saman eru Sýrlenskir flóttamenn, eftir því sem fréttir herma.
Það er engin ástæða til að afsaka þessa glæpi eða draga úr því hverjir frömdu þá þó maður sé að öðru leyti jákvæður í garð hjálparstarfs á stríðshrjáðum og/eða fátækum svæðum og móttöku flóttamanna sem flúið hafa heimalandið til að bjarga lífi sínu og sinna.
Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2016 kl. 16:35
Múslimar eiga erfitt með að þola ýmsar venjur og siði Vesturlandabúa og það óþol á bara eftir að aukast eftir því sem þeim fjölgar. Maraþonhlaup, Olympíuleikar, áramótafagnaður, konur sem sýna að þær eru frjálsar, drukknir menn og konur, pylsuát og át grísaafurða, klæðnaður sem stingur í stúf við fyrirskipanir Múhameðs og fylgifiska hans, fróðleikur sem er í andstöðu við 'vísindi' Kóransins o.fl. o.fl. er meðal nokkurra atriða sem pirra og móðga múslima.
Múslimar verða pirrings síns vegna að búa til eins konar 'hliðarsamfélag'til að koma saman og gleyma sér í bænakalli til Allah síns sem er svo óskaplega miskunnsamur, réttlátur og góður að sögn trúaðra múslima. Í Frakklandi eru um 2.600 moskur þar sem múslimar eru um 5 milljónir. Í Danmörku eru rúmlega 100 moskur þar sem múslimar eru tæp 300 þúsund. Á Íslandi eru 2 moskur þar sem múslimar eru tæplega 1000. Moskur þessar virka líkt og safnhaugar hjá garðeigendum. Þeir eru gerðir í góðum tilgangi þ.e. eiga að virka sem endurvinnsla garðúrgangs og lífræns úrgangs heimilis. Útkoman getur hins vegar orðið fjölgun Spánarsnigla sem nærast á þessum úrgangi og fjölga sér talsvert á vorin, dreifast um garðinn og í garða nágrannanna. Spánarsnigillinn ræðst svo á allt sem er grænt og étur, svo oft verður garðurinn og nágrennið gjörsamlega lagt í eyði í stað þess sem safnhaugurinn átti að gera.
Þannig gera sumar moskurnar fremur ógagn en gagn. Öfgamúslimar frá Norður-Afríku er veittur óhindraður aðgangur að þessum moskum sem öðrum, og ungir nýmúslimar verða oft fyrir áhrifum af boðskap þeirra, sem gengur út á að best sé að vinna fyrir Islam með því að berjast við Vesturlandabúa með öllum tiltækum meðulum, þar á meðal með ránum, barsmíðum,nauðgunum og jafnvel hryðjuverkum.
Þess vegna er skynsamlegt af okkur Vesturlandabúum að vinna gegn byggingu moska, af hvaða tagi sem er.
Sigurður Rósant, 8.1.2016 kl. 17:34
Sigurður Grétarsson, það þarf hvorki að deila um fjöldann sem tók þátt í þessum illvirkjum. Þetta kemur allt fram í fréttum sem stöðugt eru að birtast og öruggt er að umfjallanir um þessi mál eiga einungis eftir að aukast á næstunni.
Eftirfarandi kemur t.d. fram í frétt frá Finnlandi: "Sagði Koskimaki kynferðisofbeldi í görðum og á götum úti hafa verið óþekkt í Finnlandi áður en 32 þúsund hælisleitendur komu til landsins á síðasta ári.
„Við höfum því miður tekið við mjög hrottalegum málum í haust,“ sagði hann. „Ég þekki ekki vel til annarra menningarheima en ég hef komist að því að hugsanagangur sumra þeirra er mjög ólíkur okkar eigin. Sumir þeirra halda kannski að það sé leyfilegt að vera árásargjarn og snerta konur á götum úti.“"
Fréttina í heild má sjá hérna: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/08/ofbeldi_i_finnlandi_a_nyarsnott/
Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2016 kl. 20:25
Fyrsta setningin hér að ofan átti að hljóða svona: Sigurður Grétarsson, það þarf hvorki að deila um fjöldann sem tók þátt í þessum illvirkjum né að hælisleitendur hafi verið stór hluti þeirra, því miður"
Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2016 kl. 20:28
Köln, Helsinki, Stutgart, Frankfurt, Hamburg, Kalmar, Zurich o.fl, o.fl.
Snúum raunveruleikanum við sem dæmi:
Nokkur þúsund ungir kristnir menn flýja heimalandið, í staðinn fyrir að berjast við óvininn og sækja um hæli í Egyptalandi.
Þeir standa á götuhornum og á torgum í Alexsandriu og víðar og kalla á eftir konum "hóra", ég ætla að ríða þér" " falleg brjóst" og síðan káfa þeir og klípa í gríð og erg.
Hversu langlífir yrðu þessir menn í þessu siðlausa landi? Bara spyr.
Nú hefur Slóvakía ákveðið að taka ekki á móti fleiri múslimum inn í landið. Heir!
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 21:16
Sæll Axel Jóhann - sem og aðrir gestir þínir, og þökk fyrir samskipti liðinna ára: hér á vef !
Hún er alltaf: jafnhjákátleg / blinda eða skenz Sigurðar M Grétarssonar, þegar hann reynir að bera blak af ÓVERJANDI villimennzku Kóran óþverranna.
Hvernig skyldi standa á því Sigurður M - að Kristnir menn / Hindúar og Bhúddatrúarmenn, sem Zaraþústra trúar og Shintóistar t.d., skuli geta umgengizt samborgara sína, víðs vegar - án þess að sprengja sjálfa sig og aðra í tætlur, í nafni einhvers ómerkilegs ómennis, sem uppi var fyrir liðlega 1400 árum:: eða fyrr / eða síðar ?
Reyndu: að fara að vitkazt, Sigurður minn !!!
Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi / þrátt fyrir yfirgengi legt tornæmi Sigurðar M Grétarssonr, og annarra viðlíkra //
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 22:05
Nú síðast var búið að handtaka 32 grunaða gerendur og af þeim voru 6 frá Sýrlandi. Það hefur hvergi komið fram hverjar eru trúarskoðanir þessara handteknu manna og svo skulum við ekki gleyma því að þessir menn eru einungis grunaðir eins og er og ekki víst að þeir séu allir sekir.
En hvað varðar erfiðleika við að aðlagast vestrænni menningu þá á það við um alla innflytjendur sem koma frá ólíkum menningarheimum. Það er óháð trúarbrögðum. Höfum í huga að stað kvenna er ekkert skárri meðal kristinna íbúa norður Afríku heldur en múslimskra íbúa þeirra. Til dæmis bendir margt til að umskurður stúlkubarna sé algengari meðal kristinna Egypta heldur en múslimakra Egypta þó vissulega séu mæliniðurstöður innan skekkjumarka. En allavega er þessi ljóti siður álíka algengur meðal kristinna norður Afríkubúa og annara íbúa á þessum slóðum.
Það er því ekkert sem bendir til þess að Islam sé vandamálið heldur ólík menning. Höfum einnig í huga að það komu um milljón hælisleitendur til Þýskalands bara á seinasta ári og það eru rúmlega 20 af þeim sem eru grunaðir í tilfellinu í Köln. Engin þeirra er gruaður um kynferðisbrot heldur aðeins um þjófnað og í einhverjum tilfellum líkamsárásir.
Sigurður M Grétarsson, 9.1.2016 kl. 15:34
Glæpatíðni meðal flóttamanna er lægri en meðal innfæddra Þjóðverja. Það er því ekki aukinn fjöldi flóttamanna sem er að valda aukningu í glæpum í Þýskalandi.
http://www.thelocal.de/20151113/police-refugees-commit-less-crimes-than-germans
Sigurður M Grétarsson, 9.1.2016 kl. 16:56
Það þarf ekkert að vera að rökræða þetta mikið meira. Allt mun þetta skýrast á næstu dögum og vikum og reikna má með mikilli umfjöllun frá öllum hliðum. Eftirfarandi setning er t.d. úr einni nýrri frétt: "Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru 22 þeirra 32 manna sem grunaðir erum um kynferðisofbeldi í borginni á nýársnótt með stöðu hælisleitenda."
Við skulum heldur ekki gleyma að svipaðir atburðir gerðust miklu víðar um Evrópu en eingöngu í Köln.
Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2016 kl. 19:03
Komið þið sælir - sem áður !
Sigurður M !
Og ennþá - þrjóskazt þú við, að bera LYGAR þínar / sem hefðbundin svigurmæli á borð, fyrir Axel Jóhann síðuhafa: sem og aðra skrifara og lesendur hans, hér á borð.
Síðan hvenær - hafa Hindúar reynt, að troða boðskap Veda bókanna upp á sína samborgara, þar sem þeir hafa sezt að, annarrs staðar en á heimafyrir, austur á Indlandi og Sri Lanka (Ceylon) ?
Eða Bhúddistar: með sín fræði ?
Hvorki Indverjinn (Hindúinn) - né Víetnaminn (Bhúddistinn) t.d., iðka það, að sprengja sjálfa sig og aðra í frumeindir / eins og vinir þínir, Múhameðsku villimennirnir Sigurður M:: fyrir það eitt, að nágranninn VILL EKKI kokgleypa viðbjóð Mekku þvælunnar.
Mér kæmi ekki á óvart: að þú hefðir reynt að verja Kommúnista- og Nazista gerpin með ráðum og dáð, hefðir þú verið uppi, á velmektardögum þeirra, svona viðlíkra Heimsvaldasinna, og núverandi vini þína í Mið- Austurlöndum og nágrenni:: hefðir þú haft tök á, Sigurður M Grétarsson.
Það er eins - og þú eltir uppi mesta óþokka- og sóðaskap veraldarinnar Sigurður M til að dingla utan í / sama hvað ! , sem sýnir bezt, hversu huglægur sjúkleiki þinn: raunverulega er.
Með - þeim sömu kveðjum, sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.