Euroshopper-bjór, Bónus-brennivín og Krónu-koníak?

Eins og allir geta sagt sér sjálfir munu verslunarkeðjurnar bjóða upp á eigin innflutning á áfengi, léttvíni og bjór verði heimilað að selja slíkan varning í matvörubúðum.

Þetta verður nánast örugglega til þess að vöruúrval minnkar, því keðjurnar munu allar fara í sjálfstæðan innflutning og keppast um að bjóða ódýrt vín, bjór og sterk vín, en úrvalið af slíku er nánast óendanlegt í heiminum.

Fylgjendur frelsis til að selja áfenga drykki í matvörubúðum segja að verði þetta þróunin í áfengissölumálum muni spretta upp sérverslanir með almennilegan bjór, gæðaléttvín og brennda drykki af eðalgæðum.

Allt slíkt er hægt að fá í verslunum ÁTVR, sem hefur staðið sig ótrúlega vel á sínu sviði af ríkisfyrirtæki að vera, því í versluninni Ásrúnu hefur sérþörfunum verið sinnt ágætlega ásamt því að bjóða upp á venjulega vöruúrvalið.

Verði þróunin í þessa veru ef áfengissölufrumvarpið yrði samþykkt, væri betur heima setið en af stað farið með breytingarnar.


mbl.is Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Hvernig stendur á að markaðslögmálið virkar í öllum viðskiptum á íslandi (heiminum), NEMA í áfengissölu?

Þá verður að þínu mati nánast eingöngu ein vinsæl tegund bónusáfengis sem allir kaupa.

Teitur Haraldsson, 13.1.2016 kl. 21:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég sagði ekkert um það að allir myndu kaupa eina tegund af Bónusáfengi.  Ég sagði hins vegar að keðjurnar myndu sjálfar fara að flytja inn ódýr vín og þar með leggja áherslu á sölu þeirra.

Með því myndi skapast markaður fyrir sérverslanir fyrir betri vínin og þar með yrðu þeir sem ekki sættu sig við lakari gæðin að sækja þangað og yrðu þá ekkert betur settir en með núverandi fyrirkomulagi vínsölunnar.

Það er ekki til að bæta umræðuhefðina að reyna að snúa útúr ummælum annarra og gera viðmælendum upp skoðanir.  Ef lesskilningur er hins vegar lítill er sjálfsagt að afsaka slíkt.

Axel Jóhann Axelsson, 13.1.2016 kl. 22:30

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

„nánast eingöngu“, ég sagði aldrei allir, það er þetta með lesskilninginn, og yfirlæti.

Við erum sammála um að mjög margir (nánast allir) myndu kaupa sér þetta ódýra áfengi, en hvort vöruúrvalið verði það slæmt að við hljótum skaða af leyfi ég mér að efast um.

Og ég skal vera sammála þér um að þessi mikli minnihluti sem vill gæða vín myndi ekki vera betur settur.
En meirihlutinn væri betur settur.

Þurfum við virkilega að halda úti ríkisreknum vínverslunum til þess að örfáir einstaklingar geti keypt sér gæðavín jafn auðveldlega og meirihlutinn sem vill bónusvínið.

Allt verður í boði sem núna er í boði og meira til í sérverslunum, vegna þess að það á ekki eftir að þurfa að fylgja bull reglum ÁTVR þegar vöruúrval er ákveðið.
Þá er allt eins líklegt að sérverslanir verði fleiri en vínbúðir ÁTVR eru í dag.

Teitur Haraldsson, 13.1.2016 kl. 22:59

4 identicon

Teitur. Ég er ekkert viss um að þú sért í miklum meirihluta þótt þú viljir bónusvín.

Annars er það alveg rétt að það koma upp sérverslanir með mjög góðu vöruúrvali. Ég hef komið inn í slíkar búðir erlendis. Þær eru rándýrar. Mun dýrari en Vínbúðirnar.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 09:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkið mun alltaf skattleggja áfengið ríkulega, þannig að jafnvel "Bónusvínið" verður trúlega ekki beint ódýrt en þó ódýrara en eðalvínin.  Því munu margir fagna því að geta keypt þessa vöru eins og aðra í matvörubúðunum, en líklega mun gæðastaðallinn þar verða til þess að sérverslanir munu geta lifað góðu lífi á gæðavínunum.  

Miðað við umræðuna munu matvöruverslanirnar hafa afar takmarkaðan áhuga á að selja sterku vínin og því munu þau að stórum hluta verða áfram í sérverslununum og þar að auki mun plássið í flestum matvörubúðunum vera takmarkað til að bæta svo plássfrekum vöruflokki við eins og bjórinn og vínin eru.

Það er auðvitað engin þörf á því að það séu eingöngu ríkisstarfsmenn sem selja áfenga drykki í smásölu og hvort sem varan fer í almennar verslanir eða ekki, ætti ríkið að hætta rekstri vínbúðanna og koma þeim í hendur einkaaðila eins og annarri verslunarstarfsemi í landinu.

Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2016 kl. 11:59

6 identicon

Það þarf ekkert að tala niður það starfsfólk sem selur vín hjá ÁTVR !

Allt tal um að einhver hafi farið út í búð ú útlöndum og þar séu hlutirnir eðlilegir gerir ekkert fyrir fólkið í þessu landi.

Einhverra hluta vegna geta eðlilegir viðskiptahættir ekki gengið á Íslandi !  Einfallt !

Á Íslandi hefur ALDREI verið til SAMKEPPNI !  Það mætti taka orðið úr notkun þess vegna !  Eingöngu samráð !

Allir stórmarkaðir verða bara með ,,sína tegundir"  af vínum og bjór.  Hvar þeir geta fengið ódýrast í innkaupum !

Allt tal um annað í þessu landi er marklaust.   

Meira að segja starfsfólkið við afgreiðslu verður það launalægsta ! 

JR (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 15:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

JR, ég get nú ekki séð að nokkur hafi verið að gera lítið úr starfsfólki ÁTVR.  Mín skoðun er sú að ÁTVR hafi staðið sig ágætlega og starfsfólkið sé allt fyrsta flokks og hafi góða þekkingu á þeirri vöru sem það er að selja.

Hins vegar er hægt að taka undir með þér að samkeppni hefur aldrei verið næg í verslunarrekstri á Íslandi.

Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2016 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband